Sakaðir um að hafa gefið rafstuð í kynfæri í Vogunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2015 11:07 Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og fleira. Kristján Markús Sívarsson og tveir nítján ára piltar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Meint árás átti sér stað þann 6. ágúst en í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Kristján Markús hafi slegið ítrekað í andlitið á manni og í kjölfarið hafi þeir allir þrír skipst á að slá í andlit og líkama hans, sparkað í höfuð hans og gefið honum rafstuð. Reyndu að smita af lifrarbólgu C Er mönnunum þremur gefið að sök að hafa ítrekað gefið manninum rafstuð með rafstuðbyssu víðs vegar um líkamann og þar á meðal í kynfæri hans. Þá hafi þremenningarnir þvingað manninn til að sleikja egg og hráka upp af óhreinu gólfi íbúðarinnar, stungu í lærið með óhreinni sprautunál í því skyni að smita hann af lifrarbólgu C og neyddu hann til að drekka smjörsýru. Að því er kemur fram í ákæru kröfðu þremenningarnir manninn til að að greiða sér 500 til 800 þúsund krónur ella yrði honum nauðgað eða beittur frekara ofbeldi. Var maðurinn sviptur frelsi í rúma klukkustund. Hlaut maðurinn marblett á augnkrók vinstra auga, bólgu og mar á neðri vör, mar á vinstra læri, yfirborðsáverka á hálsi, skrámur á vinstri handlegg, hrufl á mjóbaki og roðarákir víðsvegar um bakið og rauða bletti víðsvegar um líkamann. Fórnarlamb árásarinnar fer fram á þriggja milljóna króna miskabætur. Ákærðu fyrir brugg Kristján Markús er einnig ákærður fyrir framleiðslu ólöglegs áfengis. Samkvæmt ákæru framleiddi hann 198 lítra af gambra sem innihélt 18 prósent etanóls að rúmmáli. Áfengið fannst við húsleit. Við húsleitina fundust líka sterar, lyf, amfetamín, rafstuðsbyssan, tvíhleypt haglabyssa af gerðinni Stevens, haglaskot og loftskammbyssa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Tengdar fréttir Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04 Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19 Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Kristján Markús Sívarsson og tveir nítján ára piltar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Meint árás átti sér stað þann 6. ágúst en í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Kristján Markús hafi slegið ítrekað í andlitið á manni og í kjölfarið hafi þeir allir þrír skipst á að slá í andlit og líkama hans, sparkað í höfuð hans og gefið honum rafstuð. Reyndu að smita af lifrarbólgu C Er mönnunum þremur gefið að sök að hafa ítrekað gefið manninum rafstuð með rafstuðbyssu víðs vegar um líkamann og þar á meðal í kynfæri hans. Þá hafi þremenningarnir þvingað manninn til að sleikja egg og hráka upp af óhreinu gólfi íbúðarinnar, stungu í lærið með óhreinni sprautunál í því skyni að smita hann af lifrarbólgu C og neyddu hann til að drekka smjörsýru. Að því er kemur fram í ákæru kröfðu þremenningarnir manninn til að að greiða sér 500 til 800 þúsund krónur ella yrði honum nauðgað eða beittur frekara ofbeldi. Var maðurinn sviptur frelsi í rúma klukkustund. Hlaut maðurinn marblett á augnkrók vinstra auga, bólgu og mar á neðri vör, mar á vinstra læri, yfirborðsáverka á hálsi, skrámur á vinstri handlegg, hrufl á mjóbaki og roðarákir víðsvegar um bakið og rauða bletti víðsvegar um líkamann. Fórnarlamb árásarinnar fer fram á þriggja milljóna króna miskabætur. Ákærðu fyrir brugg Kristján Markús er einnig ákærður fyrir framleiðslu ólöglegs áfengis. Samkvæmt ákæru framleiddi hann 198 lítra af gambra sem innihélt 18 prósent etanóls að rúmmáli. Áfengið fannst við húsleit. Við húsleitina fundust líka sterar, lyf, amfetamín, rafstuðsbyssan, tvíhleypt haglabyssa af gerðinni Stevens, haglaskot og loftskammbyssa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á morgun.
Tengdar fréttir Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04 Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19 Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04
Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19
Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25