Sakaðir um að hafa gefið rafstuð í kynfæri í Vogunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2015 11:07 Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og fleira. Kristján Markús Sívarsson og tveir nítján ára piltar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Meint árás átti sér stað þann 6. ágúst en í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Kristján Markús hafi slegið ítrekað í andlitið á manni og í kjölfarið hafi þeir allir þrír skipst á að slá í andlit og líkama hans, sparkað í höfuð hans og gefið honum rafstuð. Reyndu að smita af lifrarbólgu C Er mönnunum þremur gefið að sök að hafa ítrekað gefið manninum rafstuð með rafstuðbyssu víðs vegar um líkamann og þar á meðal í kynfæri hans. Þá hafi þremenningarnir þvingað manninn til að sleikja egg og hráka upp af óhreinu gólfi íbúðarinnar, stungu í lærið með óhreinni sprautunál í því skyni að smita hann af lifrarbólgu C og neyddu hann til að drekka smjörsýru. Að því er kemur fram í ákæru kröfðu þremenningarnir manninn til að að greiða sér 500 til 800 þúsund krónur ella yrði honum nauðgað eða beittur frekara ofbeldi. Var maðurinn sviptur frelsi í rúma klukkustund. Hlaut maðurinn marblett á augnkrók vinstra auga, bólgu og mar á neðri vör, mar á vinstra læri, yfirborðsáverka á hálsi, skrámur á vinstri handlegg, hrufl á mjóbaki og roðarákir víðsvegar um bakið og rauða bletti víðsvegar um líkamann. Fórnarlamb árásarinnar fer fram á þriggja milljóna króna miskabætur. Ákærðu fyrir brugg Kristján Markús er einnig ákærður fyrir framleiðslu ólöglegs áfengis. Samkvæmt ákæru framleiddi hann 198 lítra af gambra sem innihélt 18 prósent etanóls að rúmmáli. Áfengið fannst við húsleit. Við húsleitina fundust líka sterar, lyf, amfetamín, rafstuðsbyssan, tvíhleypt haglabyssa af gerðinni Stevens, haglaskot og loftskammbyssa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Tengdar fréttir Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04 Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19 Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Kristján Markús Sívarsson og tveir nítján ára piltar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Meint árás átti sér stað þann 6. ágúst en í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Kristján Markús hafi slegið ítrekað í andlitið á manni og í kjölfarið hafi þeir allir þrír skipst á að slá í andlit og líkama hans, sparkað í höfuð hans og gefið honum rafstuð. Reyndu að smita af lifrarbólgu C Er mönnunum þremur gefið að sök að hafa ítrekað gefið manninum rafstuð með rafstuðbyssu víðs vegar um líkamann og þar á meðal í kynfæri hans. Þá hafi þremenningarnir þvingað manninn til að sleikja egg og hráka upp af óhreinu gólfi íbúðarinnar, stungu í lærið með óhreinni sprautunál í því skyni að smita hann af lifrarbólgu C og neyddu hann til að drekka smjörsýru. Að því er kemur fram í ákæru kröfðu þremenningarnir manninn til að að greiða sér 500 til 800 þúsund krónur ella yrði honum nauðgað eða beittur frekara ofbeldi. Var maðurinn sviptur frelsi í rúma klukkustund. Hlaut maðurinn marblett á augnkrók vinstra auga, bólgu og mar á neðri vör, mar á vinstra læri, yfirborðsáverka á hálsi, skrámur á vinstri handlegg, hrufl á mjóbaki og roðarákir víðsvegar um bakið og rauða bletti víðsvegar um líkamann. Fórnarlamb árásarinnar fer fram á þriggja milljóna króna miskabætur. Ákærðu fyrir brugg Kristján Markús er einnig ákærður fyrir framleiðslu ólöglegs áfengis. Samkvæmt ákæru framleiddi hann 198 lítra af gambra sem innihélt 18 prósent etanóls að rúmmáli. Áfengið fannst við húsleit. Við húsleitina fundust líka sterar, lyf, amfetamín, rafstuðsbyssan, tvíhleypt haglabyssa af gerðinni Stevens, haglaskot og loftskammbyssa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á morgun.
Tengdar fréttir Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04 Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19 Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04
Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19
Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25