Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Bjarki Ármannsson skrifar 2. júlí 2015 13:37 Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. Vísir/Stefán Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur mikilvægan sigur í baráttu þeirra Íslendinga sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í daglegu lífi. Það sé von þeirra að í kjölfarið verði hægt að veita túlkaþjónustu, líkt og Snædís Rán þarf á að halda, allan ársins hring.Ekki tilgreint hvað felst í lágmarksaðstoð Snædís er daufblind stúlka sem þarf aðstoð túlks í öll samskipti. Hún stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf vegna fjárskorts. Í dómi sem féll í vikunni komst héraðsdómur meðal annars að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrárvarður réttur Snædísar til lágmarksþjónustu væri fjárlögum rétthærri.Sjá einnig: Vill bara fá að vera manneskja „Það er samt ekki sagt í dómnum hvað felst í lágmarksaðstoðinni,“ segir Heiðdís. „Dómurinn segir í rauninni að sú þjónusta sem veitt er í dag sé ekki nóg og ljóst er það að það sem er í boði í dag er of lítið.“Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra.Vísir/PjeturSnædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða sjálf fyrir túlkaþjónustu en ríkið gerði henni að greiða fyrir hana úr eigin vasa þegar túlkasjóður var um tíma tómur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ríkið hafi með því brotið gegn Snædísi og þyrfti að endurgreiða henni upphæðina auk miskabóta.Hægt að rukka ríkið eftir á? Spurð hvort þetta þýði að heyrnarlausir geti jafnvel byrjað að sækja sér þjónustu sjálfir og rukkað ríkið eftir á, segir Heiðdís það í það minnsta ljóst að þeir sem þurfa á táknmálstúlkaþjónustunni að halda ættu aldrei að þurfa að bera kostnaðinn sjálfir.Sjá einnig: Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári „Félag heyrnarlausra hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra tillögur að úthlutun úr sjóðnum,“ segir hún. „Engar reglur eru um úthlutun og er það ekki hlutverk Samskiptamiðstöðvar, heldur á ríkið að setja reglurnar. Tryggja þarf rétt okkar Íslendinga sem notum ÍTM í okkar daglega lífi til þess að vera virkir þjóðfélagsþegnar. Engin túlkun er til dæmis tryggð í atvinnulífi en það er hins vegar gert í öllum hinum Norðurlöndunum.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október í fyrra til áramóta og svo aftur í maí.Sjá einnig: Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð „Það er von okkar að hægt verði að veita þessa þjónustu út allt árið eða ársfjórðunga og að við þurfum ekki að vera útilokuð frá samfélaginu eða hendur bundnar vissa tíma á ári,“ segir Heiðdís. „Tíminn er dýrmætur og þessir dagar þar sem hendur okkar voru bundnar koma aldrei aftur. Það eru ekki bara við sem berum þessi byrði sem ríkið setur á okkur, heldur aðstandendur líka.“ Embætti ríkislögmanns hefur ekki tilkynnt um það hvort dómi í málinu verði áfrýjað. Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. 9. júní 2015 10:18 Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mandarína er Kærleikskúla ársins 2014 Handhafar Kærleikskúlunnar í ár eru systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur. 3. desember 2014 15:40 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur mikilvægan sigur í baráttu þeirra Íslendinga sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í daglegu lífi. Það sé von þeirra að í kjölfarið verði hægt að veita túlkaþjónustu, líkt og Snædís Rán þarf á að halda, allan ársins hring.Ekki tilgreint hvað felst í lágmarksaðstoð Snædís er daufblind stúlka sem þarf aðstoð túlks í öll samskipti. Hún stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf vegna fjárskorts. Í dómi sem féll í vikunni komst héraðsdómur meðal annars að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrárvarður réttur Snædísar til lágmarksþjónustu væri fjárlögum rétthærri.Sjá einnig: Vill bara fá að vera manneskja „Það er samt ekki sagt í dómnum hvað felst í lágmarksaðstoðinni,“ segir Heiðdís. „Dómurinn segir í rauninni að sú þjónusta sem veitt er í dag sé ekki nóg og ljóst er það að það sem er í boði í dag er of lítið.“Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra.Vísir/PjeturSnædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða sjálf fyrir túlkaþjónustu en ríkið gerði henni að greiða fyrir hana úr eigin vasa þegar túlkasjóður var um tíma tómur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ríkið hafi með því brotið gegn Snædísi og þyrfti að endurgreiða henni upphæðina auk miskabóta.Hægt að rukka ríkið eftir á? Spurð hvort þetta þýði að heyrnarlausir geti jafnvel byrjað að sækja sér þjónustu sjálfir og rukkað ríkið eftir á, segir Heiðdís það í það minnsta ljóst að þeir sem þurfa á táknmálstúlkaþjónustunni að halda ættu aldrei að þurfa að bera kostnaðinn sjálfir.Sjá einnig: Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári „Félag heyrnarlausra hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra tillögur að úthlutun úr sjóðnum,“ segir hún. „Engar reglur eru um úthlutun og er það ekki hlutverk Samskiptamiðstöðvar, heldur á ríkið að setja reglurnar. Tryggja þarf rétt okkar Íslendinga sem notum ÍTM í okkar daglega lífi til þess að vera virkir þjóðfélagsþegnar. Engin túlkun er til dæmis tryggð í atvinnulífi en það er hins vegar gert í öllum hinum Norðurlöndunum.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október í fyrra til áramóta og svo aftur í maí.Sjá einnig: Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð „Það er von okkar að hægt verði að veita þessa þjónustu út allt árið eða ársfjórðunga og að við þurfum ekki að vera útilokuð frá samfélaginu eða hendur bundnar vissa tíma á ári,“ segir Heiðdís. „Tíminn er dýrmætur og þessir dagar þar sem hendur okkar voru bundnar koma aldrei aftur. Það eru ekki bara við sem berum þessi byrði sem ríkið setur á okkur, heldur aðstandendur líka.“ Embætti ríkislögmanns hefur ekki tilkynnt um það hvort dómi í málinu verði áfrýjað.
Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. 9. júní 2015 10:18 Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mandarína er Kærleikskúla ársins 2014 Handhafar Kærleikskúlunnar í ár eru systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur. 3. desember 2014 15:40 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00
Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30
Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. 9. júní 2015 10:18
Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00
Mandarína er Kærleikskúla ársins 2014 Handhafar Kærleikskúlunnar í ár eru systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur. 3. desember 2014 15:40