Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. júní 2015 10:18 „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. Nú þurfa tæplega 200 manns á túlki að halda til almennra samskipta. Þetta kom fram í máli Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðukonu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, er hún bar vitni í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni í gær. Valgerður sagði brýna þörf á að auka fjárveitingu í túlkasjóðinn, því hann sé fólki nauðsynlegur. Spurn eftir túlki aukist með ári hverju og á von á enn frekari aukningu.Regluleysi valdi vandkvæðum Hún sagði að setja þyrfti reglugerð yfir úthlutun túlka. Undanfarin fjögur ár hafi Samskiptamiðstöðin unnið eftir ákveðnu vinnuskjali, en það sé það eina sem sé til viðmiðunar. Sjóðurinn sé til þess fallinn að tryggja að heyrnarlausir geti sótt fundi, farið í atvinnuviðtöl, keypt sér bíl eða fasteign eða annað því um líkt. Valgerður segir það þó ekki eiga að vera Samskiptamiðstöðvarinnar að ákveða hvað skipti máli í lífi fólks. „Þetta veldur okkur vandkvæðum því það eru ekki til lög og reglur um þessi mál,“ sagði hún. „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október 2014 til áramóta. Sjóðurinn tæmdist aftur í maí en mennta- og menningamálaráðuneytið tók þá ákvörðun fyrir árið 2015 að deila fjármagninu í túlkasjóðinn á fjögur tímabil, í þrjá mánuði í senn. Næsta úthlutun er því ekki fyrr en 1. júlí.Túlkur hefur úrslitaáhrif Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Hún hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlki úr eigin vasa og eftir að sjóðurinn tæmdist á síðasta ári stefndi hún íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni. Tengdar fréttir Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. Nú þurfa tæplega 200 manns á túlki að halda til almennra samskipta. Þetta kom fram í máli Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðukonu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, er hún bar vitni í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni í gær. Valgerður sagði brýna þörf á að auka fjárveitingu í túlkasjóðinn, því hann sé fólki nauðsynlegur. Spurn eftir túlki aukist með ári hverju og á von á enn frekari aukningu.Regluleysi valdi vandkvæðum Hún sagði að setja þyrfti reglugerð yfir úthlutun túlka. Undanfarin fjögur ár hafi Samskiptamiðstöðin unnið eftir ákveðnu vinnuskjali, en það sé það eina sem sé til viðmiðunar. Sjóðurinn sé til þess fallinn að tryggja að heyrnarlausir geti sótt fundi, farið í atvinnuviðtöl, keypt sér bíl eða fasteign eða annað því um líkt. Valgerður segir það þó ekki eiga að vera Samskiptamiðstöðvarinnar að ákveða hvað skipti máli í lífi fólks. „Þetta veldur okkur vandkvæðum því það eru ekki til lög og reglur um þessi mál,“ sagði hún. „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október 2014 til áramóta. Sjóðurinn tæmdist aftur í maí en mennta- og menningamálaráðuneytið tók þá ákvörðun fyrir árið 2015 að deila fjármagninu í túlkasjóðinn á fjögur tímabil, í þrjá mánuði í senn. Næsta úthlutun er því ekki fyrr en 1. júlí.Túlkur hefur úrslitaáhrif Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Hún hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlki úr eigin vasa og eftir að sjóðurinn tæmdist á síðasta ári stefndi hún íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni.
Tengdar fréttir Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00