Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. júní 2015 10:18 „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. Nú þurfa tæplega 200 manns á túlki að halda til almennra samskipta. Þetta kom fram í máli Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðukonu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, er hún bar vitni í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni í gær. Valgerður sagði brýna þörf á að auka fjárveitingu í túlkasjóðinn, því hann sé fólki nauðsynlegur. Spurn eftir túlki aukist með ári hverju og á von á enn frekari aukningu.Regluleysi valdi vandkvæðum Hún sagði að setja þyrfti reglugerð yfir úthlutun túlka. Undanfarin fjögur ár hafi Samskiptamiðstöðin unnið eftir ákveðnu vinnuskjali, en það sé það eina sem sé til viðmiðunar. Sjóðurinn sé til þess fallinn að tryggja að heyrnarlausir geti sótt fundi, farið í atvinnuviðtöl, keypt sér bíl eða fasteign eða annað því um líkt. Valgerður segir það þó ekki eiga að vera Samskiptamiðstöðvarinnar að ákveða hvað skipti máli í lífi fólks. „Þetta veldur okkur vandkvæðum því það eru ekki til lög og reglur um þessi mál,“ sagði hún. „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október 2014 til áramóta. Sjóðurinn tæmdist aftur í maí en mennta- og menningamálaráðuneytið tók þá ákvörðun fyrir árið 2015 að deila fjármagninu í túlkasjóðinn á fjögur tímabil, í þrjá mánuði í senn. Næsta úthlutun er því ekki fyrr en 1. júlí.Túlkur hefur úrslitaáhrif Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Hún hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlki úr eigin vasa og eftir að sjóðurinn tæmdist á síðasta ári stefndi hún íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni. Tengdar fréttir Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. Nú þurfa tæplega 200 manns á túlki að halda til almennra samskipta. Þetta kom fram í máli Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðukonu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, er hún bar vitni í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni í gær. Valgerður sagði brýna þörf á að auka fjárveitingu í túlkasjóðinn, því hann sé fólki nauðsynlegur. Spurn eftir túlki aukist með ári hverju og á von á enn frekari aukningu.Regluleysi valdi vandkvæðum Hún sagði að setja þyrfti reglugerð yfir úthlutun túlka. Undanfarin fjögur ár hafi Samskiptamiðstöðin unnið eftir ákveðnu vinnuskjali, en það sé það eina sem sé til viðmiðunar. Sjóðurinn sé til þess fallinn að tryggja að heyrnarlausir geti sótt fundi, farið í atvinnuviðtöl, keypt sér bíl eða fasteign eða annað því um líkt. Valgerður segir það þó ekki eiga að vera Samskiptamiðstöðvarinnar að ákveða hvað skipti máli í lífi fólks. „Þetta veldur okkur vandkvæðum því það eru ekki til lög og reglur um þessi mál,“ sagði hún. „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október 2014 til áramóta. Sjóðurinn tæmdist aftur í maí en mennta- og menningamálaráðuneytið tók þá ákvörðun fyrir árið 2015 að deila fjármagninu í túlkasjóðinn á fjögur tímabil, í þrjá mánuði í senn. Næsta úthlutun er því ekki fyrr en 1. júlí.Túlkur hefur úrslitaáhrif Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Hún hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlki úr eigin vasa og eftir að sjóðurinn tæmdist á síðasta ári stefndi hún íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni.
Tengdar fréttir Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00