Gleðitár á Barnaspítala Hringsins: „Ég er ótrúlega stolt að fá að vera hluti af þessum hóp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2015 15:15 Gleðitár Guðbjargar voru ósvikin. Camilla Rut Arnarsdóttir og vinkonur úr hópnum Marsmömmur 2015 komu vinkonu sinni Guðbjörgu Árnadóttur skemmtilega og fallega á óvart í hádeginu í dag. Guðbjörg og eiginmaður hennar áttu sér einskis von þegar nokkrar úr hópnum mættu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins. Hópurinn Marsmömmur 2015 var stofnaður í aðdraganda þess að fjölmargar mæður um land allt áttu von á barni í mars 2015. Camilla lýsir því hvernig ein þeirra, fyrrnefnd Guðbjörg, hafi átt stúlkubarn fjórum mánuðum fyrir tímann sem vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Sú litla fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkum á fótum og fara í sjúkraþjálfun.„Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu,“ segir Camilla.Söfnuðu 130 þúsund krónum Camilla og vinkonur úr hópnum tóku sig til og hófu söfnun fyrir nokkrum dögum til styrktar fjölskyldunni. Alls söfnuðust 130 þúsund krónur en söfnun stendur enn yfir. Camilla birti myndband frá óvæntu heimsókninni á Facebook-síðu sinni í dag þar sem sjá má gleðitárin hjá móðurinn þegar hún var upplýst um aðstoð vinkvennanna.Aldrei hefði mér dottið í hug að ég skildi kynnast svona frábærum hóp af konum sem stendur svona þétt við bakið á hvor annarri ! Marsmömmur 2015 er hópur sem var stofnaður í kjölfar þess að um 200 konur urðu óléttar og áætlaður fæðingardagur var í mars.Ein af okkur átti barnið langt á undan öllum eða réttara sagt 4 mánuðum fyrir tímann. Dóttir hennar vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Það er sjálfgefið að framundan voru nokkuð erfiðir tímar fyrir þessa litlu fjölskyldu, Anja Mist fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkur á fótunum og fara í sjúkraþjálfun. Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu.Þegar svona gengur á, á fólk ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagsmálum. Því tókum við okkur saman, Marsmömmur 2015, og settum í púkk, í dag komum við Guðbjörg Arnadottir og manninum hennar á óvart í anddyri spítalans með peningaupphæð að 130.000kr sem við höfðum allar lagt í púkk :)Ég er hálf meyr yfir góðmennsku fólks og viljann til að hjálpa náunganum! Þetta er akkúrat eitthvað sem þarf inn í skammdegiðKv Stoltur meðlimur í hópnum Marsmömmur 2015 ❤️PS. Fyrir þá sem vilja styrkja Önju Mist er hægt að leggja inná söfnunarreikninginn þeirra Reikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080Posted by Camilla Rut on Monday, November 23, 2015„Ég passaði mig að koma með vatnsheldan maskara,“ segir Camilla. Hún segir framtak sem þessi nauðsynleg í skammdeginu auk þess sem fréttir af stöðu mála í heiminum hafi ekki beint verið upplífgandi upp á síðkastið.„Maður fær trú á mannkynið upp á nýtt,“ segir Camilla. „Ég er ótrúlega stolt að vera partur af þessum hópi.“Taka mömmudjamm Camilla segist meta það mikils að vera með stuðningsnet á borð við þennan hóp. Ef eitthvað bjátar á er alltaf hægt að leita til fólks sem er í svipaðri stöðu. Þær notist mikið við Facebook en konurnar eru frá öllum landshornum og reyni að skemmta sér líka. „Fyrir tveimur mánuðum tókum við lítið mömmudjamm og plönum annað í desember,“ segir Camilla. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta lagt inná söfnunarreikninginnReikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Camilla Rut Arnarsdóttir og vinkonur úr hópnum Marsmömmur 2015 komu vinkonu sinni Guðbjörgu Árnadóttur skemmtilega og fallega á óvart í hádeginu í dag. Guðbjörg og eiginmaður hennar áttu sér einskis von þegar nokkrar úr hópnum mættu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins. Hópurinn Marsmömmur 2015 var stofnaður í aðdraganda þess að fjölmargar mæður um land allt áttu von á barni í mars 2015. Camilla lýsir því hvernig ein þeirra, fyrrnefnd Guðbjörg, hafi átt stúlkubarn fjórum mánuðum fyrir tímann sem vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Sú litla fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkum á fótum og fara í sjúkraþjálfun.„Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu,“ segir Camilla.Söfnuðu 130 þúsund krónum Camilla og vinkonur úr hópnum tóku sig til og hófu söfnun fyrir nokkrum dögum til styrktar fjölskyldunni. Alls söfnuðust 130 þúsund krónur en söfnun stendur enn yfir. Camilla birti myndband frá óvæntu heimsókninni á Facebook-síðu sinni í dag þar sem sjá má gleðitárin hjá móðurinn þegar hún var upplýst um aðstoð vinkvennanna.Aldrei hefði mér dottið í hug að ég skildi kynnast svona frábærum hóp af konum sem stendur svona þétt við bakið á hvor annarri ! Marsmömmur 2015 er hópur sem var stofnaður í kjölfar þess að um 200 konur urðu óléttar og áætlaður fæðingardagur var í mars.Ein af okkur átti barnið langt á undan öllum eða réttara sagt 4 mánuðum fyrir tímann. Dóttir hennar vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Það er sjálfgefið að framundan voru nokkuð erfiðir tímar fyrir þessa litlu fjölskyldu, Anja Mist fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkur á fótunum og fara í sjúkraþjálfun. Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu.Þegar svona gengur á, á fólk ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagsmálum. Því tókum við okkur saman, Marsmömmur 2015, og settum í púkk, í dag komum við Guðbjörg Arnadottir og manninum hennar á óvart í anddyri spítalans með peningaupphæð að 130.000kr sem við höfðum allar lagt í púkk :)Ég er hálf meyr yfir góðmennsku fólks og viljann til að hjálpa náunganum! Þetta er akkúrat eitthvað sem þarf inn í skammdegiðKv Stoltur meðlimur í hópnum Marsmömmur 2015 ❤️PS. Fyrir þá sem vilja styrkja Önju Mist er hægt að leggja inná söfnunarreikninginn þeirra Reikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080Posted by Camilla Rut on Monday, November 23, 2015„Ég passaði mig að koma með vatnsheldan maskara,“ segir Camilla. Hún segir framtak sem þessi nauðsynleg í skammdeginu auk þess sem fréttir af stöðu mála í heiminum hafi ekki beint verið upplífgandi upp á síðkastið.„Maður fær trú á mannkynið upp á nýtt,“ segir Camilla. „Ég er ótrúlega stolt að vera partur af þessum hópi.“Taka mömmudjamm Camilla segist meta það mikils að vera með stuðningsnet á borð við þennan hóp. Ef eitthvað bjátar á er alltaf hægt að leita til fólks sem er í svipaðri stöðu. Þær notist mikið við Facebook en konurnar eru frá öllum landshornum og reyni að skemmta sér líka. „Fyrir tveimur mánuðum tókum við lítið mömmudjamm og plönum annað í desember,“ segir Camilla. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta lagt inná söfnunarreikninginnReikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira