Gleðitár á Barnaspítala Hringsins: „Ég er ótrúlega stolt að fá að vera hluti af þessum hóp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2015 15:15 Gleðitár Guðbjargar voru ósvikin. Camilla Rut Arnarsdóttir og vinkonur úr hópnum Marsmömmur 2015 komu vinkonu sinni Guðbjörgu Árnadóttur skemmtilega og fallega á óvart í hádeginu í dag. Guðbjörg og eiginmaður hennar áttu sér einskis von þegar nokkrar úr hópnum mættu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins. Hópurinn Marsmömmur 2015 var stofnaður í aðdraganda þess að fjölmargar mæður um land allt áttu von á barni í mars 2015. Camilla lýsir því hvernig ein þeirra, fyrrnefnd Guðbjörg, hafi átt stúlkubarn fjórum mánuðum fyrir tímann sem vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Sú litla fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkum á fótum og fara í sjúkraþjálfun.„Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu,“ segir Camilla.Söfnuðu 130 þúsund krónum Camilla og vinkonur úr hópnum tóku sig til og hófu söfnun fyrir nokkrum dögum til styrktar fjölskyldunni. Alls söfnuðust 130 þúsund krónur en söfnun stendur enn yfir. Camilla birti myndband frá óvæntu heimsókninni á Facebook-síðu sinni í dag þar sem sjá má gleðitárin hjá móðurinn þegar hún var upplýst um aðstoð vinkvennanna.Aldrei hefði mér dottið í hug að ég skildi kynnast svona frábærum hóp af konum sem stendur svona þétt við bakið á hvor annarri ! Marsmömmur 2015 er hópur sem var stofnaður í kjölfar þess að um 200 konur urðu óléttar og áætlaður fæðingardagur var í mars.Ein af okkur átti barnið langt á undan öllum eða réttara sagt 4 mánuðum fyrir tímann. Dóttir hennar vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Það er sjálfgefið að framundan voru nokkuð erfiðir tímar fyrir þessa litlu fjölskyldu, Anja Mist fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkur á fótunum og fara í sjúkraþjálfun. Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu.Þegar svona gengur á, á fólk ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagsmálum. Því tókum við okkur saman, Marsmömmur 2015, og settum í púkk, í dag komum við Guðbjörg Arnadottir og manninum hennar á óvart í anddyri spítalans með peningaupphæð að 130.000kr sem við höfðum allar lagt í púkk :)Ég er hálf meyr yfir góðmennsku fólks og viljann til að hjálpa náunganum! Þetta er akkúrat eitthvað sem þarf inn í skammdegiðKv Stoltur meðlimur í hópnum Marsmömmur 2015 ❤️PS. Fyrir þá sem vilja styrkja Önju Mist er hægt að leggja inná söfnunarreikninginn þeirra Reikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080Posted by Camilla Rut on Monday, November 23, 2015„Ég passaði mig að koma með vatnsheldan maskara,“ segir Camilla. Hún segir framtak sem þessi nauðsynleg í skammdeginu auk þess sem fréttir af stöðu mála í heiminum hafi ekki beint verið upplífgandi upp á síðkastið.„Maður fær trú á mannkynið upp á nýtt,“ segir Camilla. „Ég er ótrúlega stolt að vera partur af þessum hópi.“Taka mömmudjamm Camilla segist meta það mikils að vera með stuðningsnet á borð við þennan hóp. Ef eitthvað bjátar á er alltaf hægt að leita til fólks sem er í svipaðri stöðu. Þær notist mikið við Facebook en konurnar eru frá öllum landshornum og reyni að skemmta sér líka. „Fyrir tveimur mánuðum tókum við lítið mömmudjamm og plönum annað í desember,“ segir Camilla. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta lagt inná söfnunarreikninginnReikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Sjá meira
Camilla Rut Arnarsdóttir og vinkonur úr hópnum Marsmömmur 2015 komu vinkonu sinni Guðbjörgu Árnadóttur skemmtilega og fallega á óvart í hádeginu í dag. Guðbjörg og eiginmaður hennar áttu sér einskis von þegar nokkrar úr hópnum mættu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins. Hópurinn Marsmömmur 2015 var stofnaður í aðdraganda þess að fjölmargar mæður um land allt áttu von á barni í mars 2015. Camilla lýsir því hvernig ein þeirra, fyrrnefnd Guðbjörg, hafi átt stúlkubarn fjórum mánuðum fyrir tímann sem vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Sú litla fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkum á fótum og fara í sjúkraþjálfun.„Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu,“ segir Camilla.Söfnuðu 130 þúsund krónum Camilla og vinkonur úr hópnum tóku sig til og hófu söfnun fyrir nokkrum dögum til styrktar fjölskyldunni. Alls söfnuðust 130 þúsund krónur en söfnun stendur enn yfir. Camilla birti myndband frá óvæntu heimsókninni á Facebook-síðu sinni í dag þar sem sjá má gleðitárin hjá móðurinn þegar hún var upplýst um aðstoð vinkvennanna.Aldrei hefði mér dottið í hug að ég skildi kynnast svona frábærum hóp af konum sem stendur svona þétt við bakið á hvor annarri ! Marsmömmur 2015 er hópur sem var stofnaður í kjölfar þess að um 200 konur urðu óléttar og áætlaður fæðingardagur var í mars.Ein af okkur átti barnið langt á undan öllum eða réttara sagt 4 mánuðum fyrir tímann. Dóttir hennar vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Það er sjálfgefið að framundan voru nokkuð erfiðir tímar fyrir þessa litlu fjölskyldu, Anja Mist fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkur á fótunum og fara í sjúkraþjálfun. Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu.Þegar svona gengur á, á fólk ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagsmálum. Því tókum við okkur saman, Marsmömmur 2015, og settum í púkk, í dag komum við Guðbjörg Arnadottir og manninum hennar á óvart í anddyri spítalans með peningaupphæð að 130.000kr sem við höfðum allar lagt í púkk :)Ég er hálf meyr yfir góðmennsku fólks og viljann til að hjálpa náunganum! Þetta er akkúrat eitthvað sem þarf inn í skammdegiðKv Stoltur meðlimur í hópnum Marsmömmur 2015 ❤️PS. Fyrir þá sem vilja styrkja Önju Mist er hægt að leggja inná söfnunarreikninginn þeirra Reikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080Posted by Camilla Rut on Monday, November 23, 2015„Ég passaði mig að koma með vatnsheldan maskara,“ segir Camilla. Hún segir framtak sem þessi nauðsynleg í skammdeginu auk þess sem fréttir af stöðu mála í heiminum hafi ekki beint verið upplífgandi upp á síðkastið.„Maður fær trú á mannkynið upp á nýtt,“ segir Camilla. „Ég er ótrúlega stolt að vera partur af þessum hópi.“Taka mömmudjamm Camilla segist meta það mikils að vera með stuðningsnet á borð við þennan hóp. Ef eitthvað bjátar á er alltaf hægt að leita til fólks sem er í svipaðri stöðu. Þær notist mikið við Facebook en konurnar eru frá öllum landshornum og reyni að skemmta sér líka. „Fyrir tveimur mánuðum tókum við lítið mömmudjamm og plönum annað í desember,“ segir Camilla. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta lagt inná söfnunarreikninginnReikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Sjá meira