Ítrekað brotist inn í lundaverslanir: „Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 12:16 „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn," segir Sigurður. vísir/stefán Ítrekað hefur verið brotist inn í Viking-verslanirnar, svokallaðar lundabúðir með höndla með varning ætlaðan ferðamönnum. Þrívegis hefur verið brotist inn í verslunina við Laugarveg í nóvembermánuði. Heildartjónið hleypir á hundruðum þúsunda, að sögn eigandans, sem er orðinn langþreyttur á sífelldum innbrotum. „Bara í þessum mánuði er búið að brjótast fjórum sinnum inn í verslanir mínar í Reykjavík, þar af tvisvar í vikunni. Í annað skipti voru skildar eftir sprautunálar, sími og fleira. Hann náði þó ekki miklu í þetta sinn því hann hefur hrökklast burt um leið og kerfið fór í gang,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi Viking-verslana.Búðarhnuplið algjört skaðræði Sigurður segir þann fingralanga ætíð taka það sama úr versluninni; hnífa. „Þetta er væntanlega sami aðilinn sem stundar þetta. Hann tekur hnífa sem kosta um það bil tuttugu til þrjátíu þúsund.“ Þá segist hann ekki vita til þess að aðrar verslanir eigi við sama vanda að etja. „Ég þekki ekki til þess. En þessi búðarþjófnaður almennt er óþolandi. Hann er algjört skaðræði og það eru svo ótrúlegar upphæðir sem eru að hverfa úr verslunum, ekki bara hjá mér heldur alls staðar. Mér finnst þetta vera að aukast frekar en hitt.“Lofar vænum fundarlaunum Hann segir málið komið á borð lögreglu, og að nú sé unnið að því að bæta öryggiskerfið enn frekar. Hann sé orðinn þreyttur á innbrotunum, en slær þrátt fyrir það á létta strengi. „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn. Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu tengda við rafmagn. Það væri pínu fyndið að steikja næsta þjóf. Ekki til ólífs heldur meira svona léttsteikja öðrum til viðvörunar,“ segir Sigurður. „Sé fyrir mér einhvern aumingjann hangandi grenjandi í flækjunni, biðjandi um miskunn. Grimmilegt en réttlátt.“ Þá biður Sigurður þá sem telja sig hafa vitneskju um málið að hafa samband í gegnum netfangið theviking@simnet.is. Hann heitir vænum fundarlaunum. Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Ítrekað hefur verið brotist inn í Viking-verslanirnar, svokallaðar lundabúðir með höndla með varning ætlaðan ferðamönnum. Þrívegis hefur verið brotist inn í verslunina við Laugarveg í nóvembermánuði. Heildartjónið hleypir á hundruðum þúsunda, að sögn eigandans, sem er orðinn langþreyttur á sífelldum innbrotum. „Bara í þessum mánuði er búið að brjótast fjórum sinnum inn í verslanir mínar í Reykjavík, þar af tvisvar í vikunni. Í annað skipti voru skildar eftir sprautunálar, sími og fleira. Hann náði þó ekki miklu í þetta sinn því hann hefur hrökklast burt um leið og kerfið fór í gang,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi Viking-verslana.Búðarhnuplið algjört skaðræði Sigurður segir þann fingralanga ætíð taka það sama úr versluninni; hnífa. „Þetta er væntanlega sami aðilinn sem stundar þetta. Hann tekur hnífa sem kosta um það bil tuttugu til þrjátíu þúsund.“ Þá segist hann ekki vita til þess að aðrar verslanir eigi við sama vanda að etja. „Ég þekki ekki til þess. En þessi búðarþjófnaður almennt er óþolandi. Hann er algjört skaðræði og það eru svo ótrúlegar upphæðir sem eru að hverfa úr verslunum, ekki bara hjá mér heldur alls staðar. Mér finnst þetta vera að aukast frekar en hitt.“Lofar vænum fundarlaunum Hann segir málið komið á borð lögreglu, og að nú sé unnið að því að bæta öryggiskerfið enn frekar. Hann sé orðinn þreyttur á innbrotunum, en slær þrátt fyrir það á létta strengi. „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn. Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu tengda við rafmagn. Það væri pínu fyndið að steikja næsta þjóf. Ekki til ólífs heldur meira svona léttsteikja öðrum til viðvörunar,“ segir Sigurður. „Sé fyrir mér einhvern aumingjann hangandi grenjandi í flækjunni, biðjandi um miskunn. Grimmilegt en réttlátt.“ Þá biður Sigurður þá sem telja sig hafa vitneskju um málið að hafa samband í gegnum netfangið theviking@simnet.is. Hann heitir vænum fundarlaunum.
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira