„Hef aldrei verið í sturtu jafnlengi eða þvegið mér jafnvel eftir sundferð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2015 12:02 Í klefum Bláa lónsins eru leiðbeiningar um hvernig gestir eiga að þvo sér áður en þeir fara ofan í en svo virðist sem allir fari ekki eftir þeim. Vísir „Það voru tveir baðverðir þarna inni en ég stoppaði konur sem fóru þurrar út og sagði þeim að þær þyrftu að baða sig. Baðverðirnir gerðu ekki neitt, þær störðu bara tómlega út í loftið,“ segir Margrét Erla Maack, búðarkona, um ferð sína í Bláa lónið um helgina. Margrét vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni hve margar konur slepptu því að þvo sér áður en þær fóru ofan í lónið og veltir því upp hvort ekki þurfi að fylgja reglum um að allir baðgestir skuli þvo sér án sundfata.Sjá einnig:Ferðu alltof oft í sturtu? „Það var svo greinilegt þegar ég kom ofan í lónið að fjölmargar konur þarna höfðu ekki þvegið sér. Þær voru með skraufþurrt hár og alveg stífmálaðar. Upplifun mín var óþægileg og það endaði með því að ég fór bara upp úr því ég gat ekki verið þarna. Ég hef svo aldrei verið í sturtu jafnlengi eða þvegið mér jafnvel eftir sundferð,“ segir Margrét. Hún segir að Bláa lónið hafi svo hringt í sig í gær og sagt að fara ætti yfir verkferla vegna þessa máls.Sjá einnig:Pissað í sturtu Vísir hafði samband við Bláa lónið. Í skriflegu svari frá lóninu, sem sjá má í heild sinni neðst í fréttinni, kemur fram að Bláa lónið leggi ríka áherslu á hreinlæti: „Í klefum eru leiðbeiningar til gesta um hreinlæti áður en farið er í Lónið sjálft. Starfsmenn í klefum sinna eftirliti og leiðbeina gestum varðandi þennan þátt. Bláa Lónið tekur allar ábendingar varðandi þennan þátt alvarlega.“Ákveðnar reglur gilda um sund-og baðstaði og hefur handbók varðandi það verið gefin út af Umhverfisstofnun.Vísir/ValliEkki til sérstök reglugerð um náttúrubaðstaði Ákveðnar reglur gilda um sund-og baðstaði og hefur handbók varðandi það verið gefin út af Umhverfisstofnun. Þar segir meðal annars: „Laugargestir skulu þvo sér með sápu áður en farið er í laug. Í baðaðstöðu eiga gestir að hafa aðgang að mildri fljótandi húðsápu og þar eiga að vera veggspjöld með fyrirmælum um að gestir skuli þvo sér með sápu og án sundfata. Þetta er mikilvægt til að viðhalda heilnæmi vatnsins.“Sjá einnig:Þora ekki í sturtu í skólanum Bláa lóninu ber að fara að þessum reglum og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja eftirlit með því. „Það eru ákveðnar reglur í gildi um baðvörslu og við náttúrulega framfylgjum því að starfsleyfishafar sinni þessari baðvörslu í samræmi við reglurnar,“ segir Ásmundur Þorkelsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Ásmundur segir að farið sé í reglubundið eftirlit í lónið 1-2 á ári og svo í tilfallandi eftirlit ef eitthvað kemur upp á. Aðspurður um hvaða reglur gildi svo um heilnæmi vatns í lóninu segir Ásmundur: „Það gilda allt aðrar reglur um heilnæmi vatns í Bláa lóninu heldur en í sundlaugum. Bláa lónið er náttúrubaðstaður og þar lítum við til reglna Evrópusambandsins og svo Landverndar sem veitir lóninu Bláfánann.“Sjá einnig:Það var orðin algjör pína að fara í sturtu Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum. Viðurkenningin er veitt „fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbúnað og umhverfi,“ eins og segir á síðu Landverndar. Handhafar Bláfánans þurfa að meðal annars að uppfylla skilyrði er lúta að umhverfisstjórnun og vatnsgæðum. Ásmundur segir að ekki sé til nein opinber reglugerð um náttúrubaðstaði en drög að slíkri reglugerð hafa lengi verið í vinnslu hjá umhverfisráðuneytinu. „Við erum búin að bíða eftir reglugerðinni mjög lengi en á meðan hún er ekki til förum við eftir reglugerð um sund-og baðstaði þar sem hún á við, til dæmis hvað varðar þvott baðgesta, og svo eftir reglum ESB, til dæmis varðandi vatnsgæði. Bláa lónið hefur alltaf staðist þær kröfur.“ Skriflegt svar Bláa lónsins:Bláa Lónið leggur ríka áherslu á hreinlæti. Í klefum eru leiðbeiningar til gesta um hreinlæti áður en farið er í Lónið sjálft. Starfsmenn í klefum sinna eftirliti og leiðbeina gestum varðandi þennan þátt. Bláa Lónið tekur allar ábendingar varðandi þennan þátt alvarlega.Hitastig jarðsjávarins í lóninu er 37-39°C. Lónið hefur að geyma 6 milljón lítra af jarðsjó, sem endurnýjar sig á 40 klukkustundum. Reglulegar prófanir sýna að algengar bakteríur þrífast ekki í þessu vistkerfi, þannig ekki er þörf á viðbættum hreinsunarefnum svo sem klór.Samsetning steinefna í jarðsjónum er einstök og með mjög háu kísilinnihaldi. Umhverfið einkennist af háhita og 2,5% salthlutfalli sem er þriðjungur saltmagns sjávar. Bláa Lónið flaggar umhverfisviðurkenningunni Bláfánanum árið um kring. Til að standast kröfur Bláfánans eru gerðar reglulegar mælingar og sýnatökur.Viðbót sem barst við skriflegt svar klukkan 16: Bláa Lónið vinnur eftir reglugerð um sund- og baðstaði. Allir baðgestir Bláa Lónsins hafa að sjálfsögðu aðgang að Blue Lagoon sturtugeli í baðklefum okkar. Þó ber að hafa í huga að yfir 90 prósent af gestum Bláa Lónsins eru erlendir gestir. Eins og allir þekkja eru baðvenjur fólks mismunandi eftir menningarheimum. Við leggjum ríka áherslu á að framfylgja íslenskum baðvenjum og reglum gagnvart gestum okkar. Þá er hreinlæti Bláa Lónsins fullkomlega samanburðarhæft við hreinlæti sundlauga hér á landi. Tengdar fréttir Óku spölkorn á Range Rover í Bláa lónið Beyoncé og Jay Z fara um á þyrlu og lúxusjeppar taka við þar sem þyrlan kemst ekki. Ekki er vitað hversu lengi þau dvelja hér. 3. desember 2014 07:00 Tom Odell skrapp í Bláa lónið Tónlistarmaðurinn naut ferðarinnar til Íslands. 28. júní 2014 10:00 Neil Young elskar Bláa lónið Kanadíska goðsögnin hefur farið tvisvar sinnum í Bláa lónið á fjórum dögum og stefnir á að fara oftar áður en hann yfirgefur landið. Hann heldur tónleika í kvöld. 7. júlí 2014 09:30 Beyonce og Jay-Z í Bláa lóninu Bandaríska ofurparið Beyoncé og Jay-Z eru eins og fram er komið á landinu. Ætla þau að halda upp á 45 ára afmæli rapparans sem hann fagnar þann 4. desember. 2. desember 2014 17:46 Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
„Það voru tveir baðverðir þarna inni en ég stoppaði konur sem fóru þurrar út og sagði þeim að þær þyrftu að baða sig. Baðverðirnir gerðu ekki neitt, þær störðu bara tómlega út í loftið,“ segir Margrét Erla Maack, búðarkona, um ferð sína í Bláa lónið um helgina. Margrét vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni hve margar konur slepptu því að þvo sér áður en þær fóru ofan í lónið og veltir því upp hvort ekki þurfi að fylgja reglum um að allir baðgestir skuli þvo sér án sundfata.Sjá einnig:Ferðu alltof oft í sturtu? „Það var svo greinilegt þegar ég kom ofan í lónið að fjölmargar konur þarna höfðu ekki þvegið sér. Þær voru með skraufþurrt hár og alveg stífmálaðar. Upplifun mín var óþægileg og það endaði með því að ég fór bara upp úr því ég gat ekki verið þarna. Ég hef svo aldrei verið í sturtu jafnlengi eða þvegið mér jafnvel eftir sundferð,“ segir Margrét. Hún segir að Bláa lónið hafi svo hringt í sig í gær og sagt að fara ætti yfir verkferla vegna þessa máls.Sjá einnig:Pissað í sturtu Vísir hafði samband við Bláa lónið. Í skriflegu svari frá lóninu, sem sjá má í heild sinni neðst í fréttinni, kemur fram að Bláa lónið leggi ríka áherslu á hreinlæti: „Í klefum eru leiðbeiningar til gesta um hreinlæti áður en farið er í Lónið sjálft. Starfsmenn í klefum sinna eftirliti og leiðbeina gestum varðandi þennan þátt. Bláa Lónið tekur allar ábendingar varðandi þennan þátt alvarlega.“Ákveðnar reglur gilda um sund-og baðstaði og hefur handbók varðandi það verið gefin út af Umhverfisstofnun.Vísir/ValliEkki til sérstök reglugerð um náttúrubaðstaði Ákveðnar reglur gilda um sund-og baðstaði og hefur handbók varðandi það verið gefin út af Umhverfisstofnun. Þar segir meðal annars: „Laugargestir skulu þvo sér með sápu áður en farið er í laug. Í baðaðstöðu eiga gestir að hafa aðgang að mildri fljótandi húðsápu og þar eiga að vera veggspjöld með fyrirmælum um að gestir skuli þvo sér með sápu og án sundfata. Þetta er mikilvægt til að viðhalda heilnæmi vatnsins.“Sjá einnig:Þora ekki í sturtu í skólanum Bláa lóninu ber að fara að þessum reglum og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja eftirlit með því. „Það eru ákveðnar reglur í gildi um baðvörslu og við náttúrulega framfylgjum því að starfsleyfishafar sinni þessari baðvörslu í samræmi við reglurnar,“ segir Ásmundur Þorkelsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Ásmundur segir að farið sé í reglubundið eftirlit í lónið 1-2 á ári og svo í tilfallandi eftirlit ef eitthvað kemur upp á. Aðspurður um hvaða reglur gildi svo um heilnæmi vatns í lóninu segir Ásmundur: „Það gilda allt aðrar reglur um heilnæmi vatns í Bláa lóninu heldur en í sundlaugum. Bláa lónið er náttúrubaðstaður og þar lítum við til reglna Evrópusambandsins og svo Landverndar sem veitir lóninu Bláfánann.“Sjá einnig:Það var orðin algjör pína að fara í sturtu Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum. Viðurkenningin er veitt „fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbúnað og umhverfi,“ eins og segir á síðu Landverndar. Handhafar Bláfánans þurfa að meðal annars að uppfylla skilyrði er lúta að umhverfisstjórnun og vatnsgæðum. Ásmundur segir að ekki sé til nein opinber reglugerð um náttúrubaðstaði en drög að slíkri reglugerð hafa lengi verið í vinnslu hjá umhverfisráðuneytinu. „Við erum búin að bíða eftir reglugerðinni mjög lengi en á meðan hún er ekki til förum við eftir reglugerð um sund-og baðstaði þar sem hún á við, til dæmis hvað varðar þvott baðgesta, og svo eftir reglum ESB, til dæmis varðandi vatnsgæði. Bláa lónið hefur alltaf staðist þær kröfur.“ Skriflegt svar Bláa lónsins:Bláa Lónið leggur ríka áherslu á hreinlæti. Í klefum eru leiðbeiningar til gesta um hreinlæti áður en farið er í Lónið sjálft. Starfsmenn í klefum sinna eftirliti og leiðbeina gestum varðandi þennan þátt. Bláa Lónið tekur allar ábendingar varðandi þennan þátt alvarlega.Hitastig jarðsjávarins í lóninu er 37-39°C. Lónið hefur að geyma 6 milljón lítra af jarðsjó, sem endurnýjar sig á 40 klukkustundum. Reglulegar prófanir sýna að algengar bakteríur þrífast ekki í þessu vistkerfi, þannig ekki er þörf á viðbættum hreinsunarefnum svo sem klór.Samsetning steinefna í jarðsjónum er einstök og með mjög háu kísilinnihaldi. Umhverfið einkennist af háhita og 2,5% salthlutfalli sem er þriðjungur saltmagns sjávar. Bláa Lónið flaggar umhverfisviðurkenningunni Bláfánanum árið um kring. Til að standast kröfur Bláfánans eru gerðar reglulegar mælingar og sýnatökur.Viðbót sem barst við skriflegt svar klukkan 16: Bláa Lónið vinnur eftir reglugerð um sund- og baðstaði. Allir baðgestir Bláa Lónsins hafa að sjálfsögðu aðgang að Blue Lagoon sturtugeli í baðklefum okkar. Þó ber að hafa í huga að yfir 90 prósent af gestum Bláa Lónsins eru erlendir gestir. Eins og allir þekkja eru baðvenjur fólks mismunandi eftir menningarheimum. Við leggjum ríka áherslu á að framfylgja íslenskum baðvenjum og reglum gagnvart gestum okkar. Þá er hreinlæti Bláa Lónsins fullkomlega samanburðarhæft við hreinlæti sundlauga hér á landi.
Tengdar fréttir Óku spölkorn á Range Rover í Bláa lónið Beyoncé og Jay Z fara um á þyrlu og lúxusjeppar taka við þar sem þyrlan kemst ekki. Ekki er vitað hversu lengi þau dvelja hér. 3. desember 2014 07:00 Tom Odell skrapp í Bláa lónið Tónlistarmaðurinn naut ferðarinnar til Íslands. 28. júní 2014 10:00 Neil Young elskar Bláa lónið Kanadíska goðsögnin hefur farið tvisvar sinnum í Bláa lónið á fjórum dögum og stefnir á að fara oftar áður en hann yfirgefur landið. Hann heldur tónleika í kvöld. 7. júlí 2014 09:30 Beyonce og Jay-Z í Bláa lóninu Bandaríska ofurparið Beyoncé og Jay-Z eru eins og fram er komið á landinu. Ætla þau að halda upp á 45 ára afmæli rapparans sem hann fagnar þann 4. desember. 2. desember 2014 17:46 Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Óku spölkorn á Range Rover í Bláa lónið Beyoncé og Jay Z fara um á þyrlu og lúxusjeppar taka við þar sem þyrlan kemst ekki. Ekki er vitað hversu lengi þau dvelja hér. 3. desember 2014 07:00
Neil Young elskar Bláa lónið Kanadíska goðsögnin hefur farið tvisvar sinnum í Bláa lónið á fjórum dögum og stefnir á að fara oftar áður en hann yfirgefur landið. Hann heldur tónleika í kvöld. 7. júlí 2014 09:30
Beyonce og Jay-Z í Bláa lóninu Bandaríska ofurparið Beyoncé og Jay-Z eru eins og fram er komið á landinu. Ætla þau að halda upp á 45 ára afmæli rapparans sem hann fagnar þann 4. desember. 2. desember 2014 17:46
Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45