Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2014 19:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum og hvalaskoðun. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi um þá gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið. Sjá má viðtal við Bjarna og umfjöllun Stöðvar 2 með því að smella á myndskeið með frétt. Hörð gagnrýni kom fram á tekjuöflunarfrumvarp fjárlaga sem fjármálaráðherra mælti fyrir um í dag. Hækkun almenna virðisaukaskattþrepsins, sem er m.a. skattur á matvæli, úr 7 prósentum í 12 prósent er ennþá heitasta deiluefnið eftir að ASÍ birti könnun sem sýndi að tekjulágir hópar nota miklu stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í matarinnkaup en þeir tekjuhærri. Hefur þetta þannig verið túlkað sem bein skattahækkun á þá tekjuminni af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ekkert breyst frá bloggi Sigmundar Davíðs „Það hefur ekkert breyst frá því að hæstvirtur forsætisráðherra sagði á sínum tíma að hækkun matarskatts kæmi langverst við tekjulægstu hópana. Ekkert sem hæstvirtur fjármálaráðherra sagði og ekkert í þessari vanburðugu greinargerð breytir því. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði að engir útreikningar hefðu komið fram sem breyta grundvelli þessa frumvarps. Hvað segir hæstvirtur ráðherra þá um könnun ASÍ sem sýnir að tekjulægstu hóparnir eru að eyða tvöfalt heyrra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í mat heldur en tekjuhæstu hóparnir,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. „Ótrúleg svik við kjósendur“ Helgi Hjörvar flokksbróðir Össurar setti hækkun matarskattsins í samhengi við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Á móti þessari litlu fimm prósenta lækkun á skuldum heimilanna, milljón á hvert heimili, skuli þeir ætla að hækka mat í landinu um fimm prósent. Það, virðulegi forseti, eru ótrúleg svik við kjósendur.“ Í tekjuöflunarfrumvarpi fjárlaga er undanþágum frá skattskyldu í virðisaukaskatti fækkað og fólksflutningar í afþreyingarskyni verða gerðir skattskyldir í lægra skattþrepi og bera 12 prósent virðisaukaskatt. Hins vegar mun heilsutengd ferðaþjónusta sem er á mörkum afþreyingar áfram vera undanþegin þessum skatti.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænnaBláa lónið varla „hefðbundin sundlaug“Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt ósanngirnina sem í þessu felst. Eins og Steingrímur J. Sigfússon sem velti því fyrir sér hvers vegna Bláa lónið gæti enn selt þjónustu sína án virðisaukaskatts. „Það má nefna hlut eins og Bláa lónið sem verður áfram án virðisaukaskatts. Er það ekki afþreying til ferðamanna? Ekki er það hefðbundin sundlaug. Eða þjónusta við veiðimenn, þjónusta og leiðsögn við veiðimenn á veiðihótelum. Ég hef ansi mikinn grun um að það sé selt án virðisaukaskatts sem veiðileyfi,“ sagði Steingrímur. „Hvers vegna er ekki gengið lengra í einföldun og í að ryðja burt undanþágum? Hér var nefnd laxveiði og baðþjónusta fyrir ferðamenn í atvinnuskyni,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum og hvalaskoðun. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi um þá gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið. Sjá má viðtal við Bjarna og umfjöllun Stöðvar 2 með því að smella á myndskeið með frétt. Hörð gagnrýni kom fram á tekjuöflunarfrumvarp fjárlaga sem fjármálaráðherra mælti fyrir um í dag. Hækkun almenna virðisaukaskattþrepsins, sem er m.a. skattur á matvæli, úr 7 prósentum í 12 prósent er ennþá heitasta deiluefnið eftir að ASÍ birti könnun sem sýndi að tekjulágir hópar nota miklu stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í matarinnkaup en þeir tekjuhærri. Hefur þetta þannig verið túlkað sem bein skattahækkun á þá tekjuminni af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ekkert breyst frá bloggi Sigmundar Davíðs „Það hefur ekkert breyst frá því að hæstvirtur forsætisráðherra sagði á sínum tíma að hækkun matarskatts kæmi langverst við tekjulægstu hópana. Ekkert sem hæstvirtur fjármálaráðherra sagði og ekkert í þessari vanburðugu greinargerð breytir því. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði að engir útreikningar hefðu komið fram sem breyta grundvelli þessa frumvarps. Hvað segir hæstvirtur ráðherra þá um könnun ASÍ sem sýnir að tekjulægstu hóparnir eru að eyða tvöfalt heyrra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í mat heldur en tekjuhæstu hóparnir,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. „Ótrúleg svik við kjósendur“ Helgi Hjörvar flokksbróðir Össurar setti hækkun matarskattsins í samhengi við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Á móti þessari litlu fimm prósenta lækkun á skuldum heimilanna, milljón á hvert heimili, skuli þeir ætla að hækka mat í landinu um fimm prósent. Það, virðulegi forseti, eru ótrúleg svik við kjósendur.“ Í tekjuöflunarfrumvarpi fjárlaga er undanþágum frá skattskyldu í virðisaukaskatti fækkað og fólksflutningar í afþreyingarskyni verða gerðir skattskyldir í lægra skattþrepi og bera 12 prósent virðisaukaskatt. Hins vegar mun heilsutengd ferðaþjónusta sem er á mörkum afþreyingar áfram vera undanþegin þessum skatti.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænnaBláa lónið varla „hefðbundin sundlaug“Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt ósanngirnina sem í þessu felst. Eins og Steingrímur J. Sigfússon sem velti því fyrir sér hvers vegna Bláa lónið gæti enn selt þjónustu sína án virðisaukaskatts. „Það má nefna hlut eins og Bláa lónið sem verður áfram án virðisaukaskatts. Er það ekki afþreying til ferðamanna? Ekki er það hefðbundin sundlaug. Eða þjónusta við veiðimenn, þjónusta og leiðsögn við veiðimenn á veiðihótelum. Ég hef ansi mikinn grun um að það sé selt án virðisaukaskatts sem veiðileyfi,“ sagði Steingrímur. „Hvers vegna er ekki gengið lengra í einföldun og í að ryðja burt undanþágum? Hér var nefnd laxveiði og baðþjónusta fyrir ferðamenn í atvinnuskyni,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent