Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2014 19:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum og hvalaskoðun. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi um þá gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið. Sjá má viðtal við Bjarna og umfjöllun Stöðvar 2 með því að smella á myndskeið með frétt. Hörð gagnrýni kom fram á tekjuöflunarfrumvarp fjárlaga sem fjármálaráðherra mælti fyrir um í dag. Hækkun almenna virðisaukaskattþrepsins, sem er m.a. skattur á matvæli, úr 7 prósentum í 12 prósent er ennþá heitasta deiluefnið eftir að ASÍ birti könnun sem sýndi að tekjulágir hópar nota miklu stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í matarinnkaup en þeir tekjuhærri. Hefur þetta þannig verið túlkað sem bein skattahækkun á þá tekjuminni af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ekkert breyst frá bloggi Sigmundar Davíðs „Það hefur ekkert breyst frá því að hæstvirtur forsætisráðherra sagði á sínum tíma að hækkun matarskatts kæmi langverst við tekjulægstu hópana. Ekkert sem hæstvirtur fjármálaráðherra sagði og ekkert í þessari vanburðugu greinargerð breytir því. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði að engir útreikningar hefðu komið fram sem breyta grundvelli þessa frumvarps. Hvað segir hæstvirtur ráðherra þá um könnun ASÍ sem sýnir að tekjulægstu hóparnir eru að eyða tvöfalt heyrra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í mat heldur en tekjuhæstu hóparnir,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. „Ótrúleg svik við kjósendur“ Helgi Hjörvar flokksbróðir Össurar setti hækkun matarskattsins í samhengi við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Á móti þessari litlu fimm prósenta lækkun á skuldum heimilanna, milljón á hvert heimili, skuli þeir ætla að hækka mat í landinu um fimm prósent. Það, virðulegi forseti, eru ótrúleg svik við kjósendur.“ Í tekjuöflunarfrumvarpi fjárlaga er undanþágum frá skattskyldu í virðisaukaskatti fækkað og fólksflutningar í afþreyingarskyni verða gerðir skattskyldir í lægra skattþrepi og bera 12 prósent virðisaukaskatt. Hins vegar mun heilsutengd ferðaþjónusta sem er á mörkum afþreyingar áfram vera undanþegin þessum skatti.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænnaBláa lónið varla „hefðbundin sundlaug“Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt ósanngirnina sem í þessu felst. Eins og Steingrímur J. Sigfússon sem velti því fyrir sér hvers vegna Bláa lónið gæti enn selt þjónustu sína án virðisaukaskatts. „Það má nefna hlut eins og Bláa lónið sem verður áfram án virðisaukaskatts. Er það ekki afþreying til ferðamanna? Ekki er það hefðbundin sundlaug. Eða þjónusta við veiðimenn, þjónusta og leiðsögn við veiðimenn á veiðihótelum. Ég hef ansi mikinn grun um að það sé selt án virðisaukaskatts sem veiðileyfi,“ sagði Steingrímur. „Hvers vegna er ekki gengið lengra í einföldun og í að ryðja burt undanþágum? Hér var nefnd laxveiði og baðþjónusta fyrir ferðamenn í atvinnuskyni,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum og hvalaskoðun. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi um þá gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið. Sjá má viðtal við Bjarna og umfjöllun Stöðvar 2 með því að smella á myndskeið með frétt. Hörð gagnrýni kom fram á tekjuöflunarfrumvarp fjárlaga sem fjármálaráðherra mælti fyrir um í dag. Hækkun almenna virðisaukaskattþrepsins, sem er m.a. skattur á matvæli, úr 7 prósentum í 12 prósent er ennþá heitasta deiluefnið eftir að ASÍ birti könnun sem sýndi að tekjulágir hópar nota miklu stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í matarinnkaup en þeir tekjuhærri. Hefur þetta þannig verið túlkað sem bein skattahækkun á þá tekjuminni af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ekkert breyst frá bloggi Sigmundar Davíðs „Það hefur ekkert breyst frá því að hæstvirtur forsætisráðherra sagði á sínum tíma að hækkun matarskatts kæmi langverst við tekjulægstu hópana. Ekkert sem hæstvirtur fjármálaráðherra sagði og ekkert í þessari vanburðugu greinargerð breytir því. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði að engir útreikningar hefðu komið fram sem breyta grundvelli þessa frumvarps. Hvað segir hæstvirtur ráðherra þá um könnun ASÍ sem sýnir að tekjulægstu hóparnir eru að eyða tvöfalt heyrra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í mat heldur en tekjuhæstu hóparnir,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. „Ótrúleg svik við kjósendur“ Helgi Hjörvar flokksbróðir Össurar setti hækkun matarskattsins í samhengi við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Á móti þessari litlu fimm prósenta lækkun á skuldum heimilanna, milljón á hvert heimili, skuli þeir ætla að hækka mat í landinu um fimm prósent. Það, virðulegi forseti, eru ótrúleg svik við kjósendur.“ Í tekjuöflunarfrumvarpi fjárlaga er undanþágum frá skattskyldu í virðisaukaskatti fækkað og fólksflutningar í afþreyingarskyni verða gerðir skattskyldir í lægra skattþrepi og bera 12 prósent virðisaukaskatt. Hins vegar mun heilsutengd ferðaþjónusta sem er á mörkum afþreyingar áfram vera undanþegin þessum skatti.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænnaBláa lónið varla „hefðbundin sundlaug“Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt ósanngirnina sem í þessu felst. Eins og Steingrímur J. Sigfússon sem velti því fyrir sér hvers vegna Bláa lónið gæti enn selt þjónustu sína án virðisaukaskatts. „Það má nefna hlut eins og Bláa lónið sem verður áfram án virðisaukaskatts. Er það ekki afþreying til ferðamanna? Ekki er það hefðbundin sundlaug. Eða þjónusta við veiðimenn, þjónusta og leiðsögn við veiðimenn á veiðihótelum. Ég hef ansi mikinn grun um að það sé selt án virðisaukaskatts sem veiðileyfi,“ sagði Steingrímur. „Hvers vegna er ekki gengið lengra í einföldun og í að ryðja burt undanþágum? Hér var nefnd laxveiði og baðþjónusta fyrir ferðamenn í atvinnuskyni,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira