Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2014 19:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum og hvalaskoðun. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi um þá gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið. Sjá má viðtal við Bjarna og umfjöllun Stöðvar 2 með því að smella á myndskeið með frétt. Hörð gagnrýni kom fram á tekjuöflunarfrumvarp fjárlaga sem fjármálaráðherra mælti fyrir um í dag. Hækkun almenna virðisaukaskattþrepsins, sem er m.a. skattur á matvæli, úr 7 prósentum í 12 prósent er ennþá heitasta deiluefnið eftir að ASÍ birti könnun sem sýndi að tekjulágir hópar nota miklu stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í matarinnkaup en þeir tekjuhærri. Hefur þetta þannig verið túlkað sem bein skattahækkun á þá tekjuminni af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ekkert breyst frá bloggi Sigmundar Davíðs „Það hefur ekkert breyst frá því að hæstvirtur forsætisráðherra sagði á sínum tíma að hækkun matarskatts kæmi langverst við tekjulægstu hópana. Ekkert sem hæstvirtur fjármálaráðherra sagði og ekkert í þessari vanburðugu greinargerð breytir því. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði að engir útreikningar hefðu komið fram sem breyta grundvelli þessa frumvarps. Hvað segir hæstvirtur ráðherra þá um könnun ASÍ sem sýnir að tekjulægstu hóparnir eru að eyða tvöfalt heyrra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í mat heldur en tekjuhæstu hóparnir,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. „Ótrúleg svik við kjósendur“ Helgi Hjörvar flokksbróðir Össurar setti hækkun matarskattsins í samhengi við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Á móti þessari litlu fimm prósenta lækkun á skuldum heimilanna, milljón á hvert heimili, skuli þeir ætla að hækka mat í landinu um fimm prósent. Það, virðulegi forseti, eru ótrúleg svik við kjósendur.“ Í tekjuöflunarfrumvarpi fjárlaga er undanþágum frá skattskyldu í virðisaukaskatti fækkað og fólksflutningar í afþreyingarskyni verða gerðir skattskyldir í lægra skattþrepi og bera 12 prósent virðisaukaskatt. Hins vegar mun heilsutengd ferðaþjónusta sem er á mörkum afþreyingar áfram vera undanþegin þessum skatti.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænnaBláa lónið varla „hefðbundin sundlaug“Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt ósanngirnina sem í þessu felst. Eins og Steingrímur J. Sigfússon sem velti því fyrir sér hvers vegna Bláa lónið gæti enn selt þjónustu sína án virðisaukaskatts. „Það má nefna hlut eins og Bláa lónið sem verður áfram án virðisaukaskatts. Er það ekki afþreying til ferðamanna? Ekki er það hefðbundin sundlaug. Eða þjónusta við veiðimenn, þjónusta og leiðsögn við veiðimenn á veiðihótelum. Ég hef ansi mikinn grun um að það sé selt án virðisaukaskatts sem veiðileyfi,“ sagði Steingrímur. „Hvers vegna er ekki gengið lengra í einföldun og í að ryðja burt undanþágum? Hér var nefnd laxveiði og baðþjónusta fyrir ferðamenn í atvinnuskyni,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum og hvalaskoðun. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi um þá gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið. Sjá má viðtal við Bjarna og umfjöllun Stöðvar 2 með því að smella á myndskeið með frétt. Hörð gagnrýni kom fram á tekjuöflunarfrumvarp fjárlaga sem fjármálaráðherra mælti fyrir um í dag. Hækkun almenna virðisaukaskattþrepsins, sem er m.a. skattur á matvæli, úr 7 prósentum í 12 prósent er ennþá heitasta deiluefnið eftir að ASÍ birti könnun sem sýndi að tekjulágir hópar nota miklu stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í matarinnkaup en þeir tekjuhærri. Hefur þetta þannig verið túlkað sem bein skattahækkun á þá tekjuminni af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ekkert breyst frá bloggi Sigmundar Davíðs „Það hefur ekkert breyst frá því að hæstvirtur forsætisráðherra sagði á sínum tíma að hækkun matarskatts kæmi langverst við tekjulægstu hópana. Ekkert sem hæstvirtur fjármálaráðherra sagði og ekkert í þessari vanburðugu greinargerð breytir því. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði að engir útreikningar hefðu komið fram sem breyta grundvelli þessa frumvarps. Hvað segir hæstvirtur ráðherra þá um könnun ASÍ sem sýnir að tekjulægstu hóparnir eru að eyða tvöfalt heyrra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í mat heldur en tekjuhæstu hóparnir,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. „Ótrúleg svik við kjósendur“ Helgi Hjörvar flokksbróðir Össurar setti hækkun matarskattsins í samhengi við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Á móti þessari litlu fimm prósenta lækkun á skuldum heimilanna, milljón á hvert heimili, skuli þeir ætla að hækka mat í landinu um fimm prósent. Það, virðulegi forseti, eru ótrúleg svik við kjósendur.“ Í tekjuöflunarfrumvarpi fjárlaga er undanþágum frá skattskyldu í virðisaukaskatti fækkað og fólksflutningar í afþreyingarskyni verða gerðir skattskyldir í lægra skattþrepi og bera 12 prósent virðisaukaskatt. Hins vegar mun heilsutengd ferðaþjónusta sem er á mörkum afþreyingar áfram vera undanþegin þessum skatti.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænnaBláa lónið varla „hefðbundin sundlaug“Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt ósanngirnina sem í þessu felst. Eins og Steingrímur J. Sigfússon sem velti því fyrir sér hvers vegna Bláa lónið gæti enn selt þjónustu sína án virðisaukaskatts. „Það má nefna hlut eins og Bláa lónið sem verður áfram án virðisaukaskatts. Er það ekki afþreying til ferðamanna? Ekki er það hefðbundin sundlaug. Eða þjónusta við veiðimenn, þjónusta og leiðsögn við veiðimenn á veiðihótelum. Ég hef ansi mikinn grun um að það sé selt án virðisaukaskatts sem veiðileyfi,“ sagði Steingrímur. „Hvers vegna er ekki gengið lengra í einföldun og í að ryðja burt undanþágum? Hér var nefnd laxveiði og baðþjónusta fyrir ferðamenn í atvinnuskyni,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira