Lífið

Neil Young elskar Bláa lónið

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tónlistarmaðurinn Neil Young kann vel við sig á Íslandi.
Tónlistarmaðurinn Neil Young kann vel við sig á Íslandi. vísir/getty
„Hann hefur allavega farið tvisvar í lónið á fjórum dögum og ætlaði að fara aftur í morgun,“ segir tónleikahaldarinn Tómas Young en Neil Young hefur heldur betur nýtt Bláa lónið á meðan hann dvelur hér á landi. Hann kom til landsins síðastliðinn fimmtudag og hefur verið að æfa fyrir tónleikaferðalag sitt um Evrópu en tónleikaferðalagið hefst í kvöld.

„Þeir hafa lagt undir sig Laugardalshöllina og hafa æft alla daga en einnig notið lífsins eins og í Bláa lóninu,“ segir Tómas. Neil Young heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi í kvöld í Laugardalshöllinni og kemur fram ásamt hljómsveit, sinni Crazy Horse.

Hann er lifandi goðsögn, hefur gefið út 35 plötur og er margverðlaunaður. „Hann og hljómsveitin hans eru mjög hógværir í öllum kröfum. Young er mjög mikill umhverfissinni og vill helst ekki sjá neitt plast þannig að við notum alvöru diska og glös,“ segir Tómas spurður um kröfurnar. „Kröfulistinn þeirra er mjög hógvær en ég get ekki verið að fara út í hann nánar.“

Bassaleikari hljómsveitarinnar, Billy Talbot, fékk heilablóðfall fyrir skömmu og því eru æfingarnar fyrir tónleikana mikilvægar. Tónleikar Neils Young eru hluti af ATP-tónlistarhátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×