Lífið

Ferðu allt of oft í sturtu?

Margrét Hugrún skrifar
Mögulega ertu allt of hreinleg eða hreinlegur. Bandarískir húðlæknar vilja meina að það sé algjör óþarfi að fara í sturtu á hverjum degi.

Ef marka má Joshua Zeichner, prófessor í húðlækningum, förum við allt of oft í sturtu en það stafar fyrst og fremst af normum samfélagsins sem gera þá kröfu að það finnist ekki af okkur líkamslykt. Húðmeinafræðingurinn Dr. Ranella Kirsch tekur undir þessa kenningu.

„Að fara of oft í sturtu getur orskakað þurra húð, exem og mikil óþægindi og pirring í húðinni. Ef þú ert alltaf í sturtu þá skolarðu í burt heilbrigða bakteríuflóru húðarinnar og um leið myndast meiri sýkingarhætta."

Læknarnir eru sammála um að það sé heppilegast að fara í sturtu annan hvern eða þriðja hvern dag (en að við eigum samt að halda áfram að þvo einkastaðina og skipta daglega um nærbuxur.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×