Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, vekur athygli hvar sem hún fer og það fór ekki fram hjá þeim sem eru skráðir á stefnumótavefinn Tinder þegar nýr meðlimur var mættur til leiks í gærkvöldi: nefnilega Vigdís Hauksdóttir.
„Já, ég er búin að skrá mig út af þessu. Sko, ég var með saumaklúbb í gær og þær voru hjá mér Bifrastarskvísurnar. Og, þetta varð nú bara til hérna í einhverju djóki,“ segir Vigdís og telur ljóst að hún megi ekki snúa sér við, án þess að eftir því sé tekið.
Vísir verður því að hryggja spennta karlmenn á Tinder með því að Vigdís er ekki lengur til athugunnar á þeim vettvangi, en það er hins vegar ekkert leyndarmál að hún er „single“.
Sjá einnig:Frægir Íslendingar á Tinder
„Það er alltaf gaman í saumaklúbb. Og það var bara farið þarna inn og út aftur í gær. Ég bauð þeim í mat og svo var farið að spjalla. Ætli þetta verði ekki upplegg í næsta áramótaskaupi?“ spyr Vigdís og svarar spurningunni sjálf, og henni er skemmt: „Jú, alveg örugglega. Ég veit ekki hvar Íslendingar væru ef þeir hefðu ekki Vigdísi Hauksdóttir. Landsmenn eru heppnir með það að Reykvíkingar hafa kosið mig á þing í tvígang. Skemmtanagildið er ótvírætt.“
Vigdís segist ekki síst hafa verið að kanna rangala internetsins, kynna sér viðmótið sem þarna er. „Ég var að skoða umhverfið. Ég á 21 árs gamlan son og 16 ára gamla dóttur, þannig að ég verð að vita hvernig þetta virkar.“
Vigdís Hauksdóttir á Tinder

Tengdar fréttir

Tinder fyrir ketti
Nýtt smáforrit tengir saman kisur.

Einn ríkasti maður heims kominn á Tinder
Það skildi þó aldrei vera að Richard Branson væri á leið til Íslands?

Einmana Íslendingur í Noregi dó ekki ráðalaus
"Fyrir mér var þetta bara lítil spurning til að finna mér eitthvað að gera meðan kærasti minn er að læra eða upptekinn,“ segir Ástdís Pálsdóttir.

Frægir á stefnumótasíðu Tinder
Má þar nefna þekkta einstaklinga eins og Sölva Tryggvason fjömiðlamann, Ívar Guðmundsson útvarpsmann, Pétur Örn Guðmunsson söngvara, Svein Andra Sveinsson lögmann

Tinder - Appið sem allir eru að tala um
Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann.