Tinder - Appið sem allir eru að tala um Kristjana Arnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 09:30 Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. „Þetta er mjög hentugt fyrir fólk sem er einhleypt því hér á landi er stefnumótamenningin mjög lítil. Mér finnst þetta klárlega vera skref í rétta átt að stefnumótamenningu því þetta gefur fólki færi á því að kynnast manneskju án þess að vera í einhverju ölæði niðri í bæ,“ segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir um snjallsímaforritið Tinder sem sótt hefur í sig veðrið hér á landi undanfarin misseri.Samstarfsfélagar úr Skaftahlíðinni skráðu sig á Tinder. Þessi melding kemur upp ef báðir aðilar smella á hinn víðfræga like-hnapp.Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Forritið er keyrt í gegnum persónubundnar Facebook-síður og er því nánast ómögulegt að villa á sér heimildir. Þegar notandi hefur valið sér prófílmynd og skrifað niður stutta lýsingu á sjálfum sér er hægt að hefja leitina. Tinder er bundið staðsetningu og því koma aðeins upp einstaklingar innan ákveðins kílómetrafjölda en hægt er að fjölga eða fækka kílómetrunum í stillingunum. Einstaklingana velur maður svo einfaldlega með því að smella annaðhvort á „like“ eða „skip“. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Auðvelt fyrir þá feimnuAppið, sem kom á markað haustið 2012, hefur náð góðri fótfestu erlendis og er það fáanlegt á 24 tungumálum. Íslendingar virðast einnig vera að taka forritið í sátt en fjölmargir eru nú skráðir inn á síðuna hér á landi. „Mér finnst þetta skemmtilegt og sniðugt. Þetta er eins og hálfgerð stefnumótasíða án þess þó að verða hallærisleg eða tabú að tala um. Ég veit til þess að fólk hafi farið á stefnumót og jafnvel byrjað að deita eftir að hafa kynnst á Tinder,“ segir dagskrárgerðarkonan Sunneva Sverrisdóttir. Hún segir að appið auðveldi þeim sem feimnir eru að nálgast þá sem þeim finnst aðlaðandi. „Margir sjá jafnvel einhvern í bænum sem þeir þora ekki að ganga upp að og heilsa. Þetta er snilldar leið til þess að gefa til kynna að einhver áhugi sé fyrir hendi.“ Það sem þú vissir ekki um TinderForritið skráir að meðaltali um 50.000 'like' á hverri sekúndu. Tinder er til á 24 tungumálum. Að sögn framkvæmdastjóra Tinder hafa rúmlega 100 pör gift sig eftir kynni í gegnum stefnumótaappið. 53% notenda á heimsvísu eru aldrinu 18-24 ára. Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. „Þetta er mjög hentugt fyrir fólk sem er einhleypt því hér á landi er stefnumótamenningin mjög lítil. Mér finnst þetta klárlega vera skref í rétta átt að stefnumótamenningu því þetta gefur fólki færi á því að kynnast manneskju án þess að vera í einhverju ölæði niðri í bæ,“ segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir um snjallsímaforritið Tinder sem sótt hefur í sig veðrið hér á landi undanfarin misseri.Samstarfsfélagar úr Skaftahlíðinni skráðu sig á Tinder. Þessi melding kemur upp ef báðir aðilar smella á hinn víðfræga like-hnapp.Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Forritið er keyrt í gegnum persónubundnar Facebook-síður og er því nánast ómögulegt að villa á sér heimildir. Þegar notandi hefur valið sér prófílmynd og skrifað niður stutta lýsingu á sjálfum sér er hægt að hefja leitina. Tinder er bundið staðsetningu og því koma aðeins upp einstaklingar innan ákveðins kílómetrafjölda en hægt er að fjölga eða fækka kílómetrunum í stillingunum. Einstaklingana velur maður svo einfaldlega með því að smella annaðhvort á „like“ eða „skip“. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Auðvelt fyrir þá feimnuAppið, sem kom á markað haustið 2012, hefur náð góðri fótfestu erlendis og er það fáanlegt á 24 tungumálum. Íslendingar virðast einnig vera að taka forritið í sátt en fjölmargir eru nú skráðir inn á síðuna hér á landi. „Mér finnst þetta skemmtilegt og sniðugt. Þetta er eins og hálfgerð stefnumótasíða án þess þó að verða hallærisleg eða tabú að tala um. Ég veit til þess að fólk hafi farið á stefnumót og jafnvel byrjað að deita eftir að hafa kynnst á Tinder,“ segir dagskrárgerðarkonan Sunneva Sverrisdóttir. Hún segir að appið auðveldi þeim sem feimnir eru að nálgast þá sem þeim finnst aðlaðandi. „Margir sjá jafnvel einhvern í bænum sem þeir þora ekki að ganga upp að og heilsa. Þetta er snilldar leið til þess að gefa til kynna að einhver áhugi sé fyrir hendi.“ Það sem þú vissir ekki um TinderForritið skráir að meðaltali um 50.000 'like' á hverri sekúndu. Tinder er til á 24 tungumálum. Að sögn framkvæmdastjóra Tinder hafa rúmlega 100 pör gift sig eftir kynni í gegnum stefnumótaappið. 53% notenda á heimsvísu eru aldrinu 18-24 ára.
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira