Stjörnustríðið mikla: MSN gegn BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2015 10:00 MSN eða Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez eru búnir að skora saman 29 mörk á árinu 2015. Fréttablaðið/AFP Það er ekki hægt að finna sterkari sóknarþríeyki í fótboltanum en hjá spænsku liðunum Barcelona og Real Madrid og það verður því algjör knattspyrnuveisla þegar liðin mætast í El Clasico um helgina. Þarna fær knattspyrnuáhugafólk tækifæri til að sjá BBC (Karim Benzema, Gareth Bale, Cristiano Ronaldo) á móti MSN (Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar) í leik sem er eins mikilvægur og þeir geta orðið. Það er ekki bara heiðurinn undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Barcelona er á heimavelli og hefur eins stigs forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar. Hér er því á ferðinni einn mest spennandi El Clasico-leikur síðustu ára. Real Madrid vann fyrri leikinn 3-1 á Bernabéu þrátt fyrir að Barcelona kæmist í 1-0 í upphafi leiks. Sá leikur snérist þó aðallega um það að Luis Suárez var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona eftir leikbannið og Úrúgvæinn var alls ekki kominn í takt við hina tvo. Í raun var það Real Madrid sem réð ríkjum á Spáni fyrir jól, bæði í stigasöfnun og í markaskorun BBC-þríeykisins. BBC skoraði þrettán mörkum meira en MSN fyrir áramót og Real var með fjögurra stiga forskot á Börsunga yfir jólin. Enginn var betri en Cristiano Ronaldo sem skoraði 25 mörk í fyrstu fjórtán deildarleikjum tímabilsins. Með nýkrýndan besta fótboltamann í heimi leit út fyrir að Evrópumeistarar Real Madrid væru óstöðvandi. Lionel Messi og félagar í MSN-þríeyki Barcelona voru hins vegar ekki búnir að leggja árar í bát. Messi hefur skipt yfir í túrbó-gírinn á árinu 2014 og þeir Messi, Neymar og Suárez virðast ná betur saman með hverjum leik.BBC-þríeykið hjá Real Madrid: Benzema, Bale og Ronaldo.Vísir/GettyÁ sama tíma og Barcelona fann aftur taktinn lenti Real Madrid hins vegar í vandræðum, Gullboltinn virtist þyngja Cristiano Ronaldo sem hefur bara verið venjulegur leikmaður síðan hann var kosinn sá besti í heimi annað árið í röð. Kannski bara orðinn svolítið saddur á meðan aðalkeppinauturinn, Lionel Messi, spilar eins maður sem er glorhungraður í að komast aftur í hásæti fótboltaheimsins. Lionel Messi hefur skoraði 17 mörk í fyrstu 11 leikjum ársins og MSN-gengið er með fjórtán fleiri mörk en BBC-þríeykið það sem af er á árinu 2015. Góð spilamennska Börsunga hefur skilað þeim í toppsæti deildarinnar. Barcelona getur náð fjögurra stiga forskoti með sigri á Real Madrid klukkan 20.00 á sunnudagskvöldið. Real-liðið getur með sigri getur liðið tekið aftur frumkvæðið fyrir síðustu tíu umferðir tímabilsins. Börsungar hafa unnið sig til baka upp í toppsætið og þar er ekki á dagskrá að tapa stigum á heimavelli á móti erkióvinunum sem hafa ekki unnið tvo leiki í röð á móti Barca síðan fyrir íslenska bankahrunið. Það er von á knattspyrnuveislu á Nývangi því lið með sóknarþríeyki eins og Barcelona og Real Madrid eru ekki að fara að leggjast í vörn. BBC og MSN vilja hafa boltann og það sem oftast. Fyrir vikið verður enginn svikinn af því að skella sér í sófann og fylgjast með beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Það er ekki hægt að finna sterkari sóknarþríeyki í fótboltanum en hjá spænsku liðunum Barcelona og Real Madrid og það verður því algjör knattspyrnuveisla þegar liðin mætast í El Clasico um helgina. Þarna fær knattspyrnuáhugafólk tækifæri til að sjá BBC (Karim Benzema, Gareth Bale, Cristiano Ronaldo) á móti MSN (Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar) í leik sem er eins mikilvægur og þeir geta orðið. Það er ekki bara heiðurinn undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Barcelona er á heimavelli og hefur eins stigs forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar. Hér er því á ferðinni einn mest spennandi El Clasico-leikur síðustu ára. Real Madrid vann fyrri leikinn 3-1 á Bernabéu þrátt fyrir að Barcelona kæmist í 1-0 í upphafi leiks. Sá leikur snérist þó aðallega um það að Luis Suárez var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona eftir leikbannið og Úrúgvæinn var alls ekki kominn í takt við hina tvo. Í raun var það Real Madrid sem réð ríkjum á Spáni fyrir jól, bæði í stigasöfnun og í markaskorun BBC-þríeykisins. BBC skoraði þrettán mörkum meira en MSN fyrir áramót og Real var með fjögurra stiga forskot á Börsunga yfir jólin. Enginn var betri en Cristiano Ronaldo sem skoraði 25 mörk í fyrstu fjórtán deildarleikjum tímabilsins. Með nýkrýndan besta fótboltamann í heimi leit út fyrir að Evrópumeistarar Real Madrid væru óstöðvandi. Lionel Messi og félagar í MSN-þríeyki Barcelona voru hins vegar ekki búnir að leggja árar í bát. Messi hefur skipt yfir í túrbó-gírinn á árinu 2014 og þeir Messi, Neymar og Suárez virðast ná betur saman með hverjum leik.BBC-þríeykið hjá Real Madrid: Benzema, Bale og Ronaldo.Vísir/GettyÁ sama tíma og Barcelona fann aftur taktinn lenti Real Madrid hins vegar í vandræðum, Gullboltinn virtist þyngja Cristiano Ronaldo sem hefur bara verið venjulegur leikmaður síðan hann var kosinn sá besti í heimi annað árið í röð. Kannski bara orðinn svolítið saddur á meðan aðalkeppinauturinn, Lionel Messi, spilar eins maður sem er glorhungraður í að komast aftur í hásæti fótboltaheimsins. Lionel Messi hefur skoraði 17 mörk í fyrstu 11 leikjum ársins og MSN-gengið er með fjórtán fleiri mörk en BBC-þríeykið það sem af er á árinu 2015. Góð spilamennska Börsunga hefur skilað þeim í toppsæti deildarinnar. Barcelona getur náð fjögurra stiga forskoti með sigri á Real Madrid klukkan 20.00 á sunnudagskvöldið. Real-liðið getur með sigri getur liðið tekið aftur frumkvæðið fyrir síðustu tíu umferðir tímabilsins. Börsungar hafa unnið sig til baka upp í toppsætið og þar er ekki á dagskrá að tapa stigum á heimavelli á móti erkióvinunum sem hafa ekki unnið tvo leiki í röð á móti Barca síðan fyrir íslenska bankahrunið. Það er von á knattspyrnuveislu á Nývangi því lið með sóknarþríeyki eins og Barcelona og Real Madrid eru ekki að fara að leggjast í vörn. BBC og MSN vilja hafa boltann og það sem oftast. Fyrir vikið verður enginn svikinn af því að skella sér í sófann og fylgjast með beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira