Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2015 11:15 Skutlþjónusta Strætó ekur frá Kirkjusandi og upp að Hallgrímskirkju. Vísir/Andri Marinó Reikna má með því að tugir þúsunda ætli að skella sér í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og fagna afmæli höfuðborgarinnar. Ljóst er að ekki geta allir lagt einkabílnum á besta stað. Lögreglan verður á vaktinni en sekt vegna stöðubrota er komin upp í tíu þúsund krónur. Dýrt grín það. Ókeypis verður í Strætó á morgun en akstursáætlun verður að mestu eins og aðra laugardaga. Tímatöflur verða þær sömu. Vegna lokana í miðborginni munu vagnarnir aka gömlu Hringbrautina gengt BSÍ ásamt því að aka til og frá Hlemmi þar sem allar venjulegar leiðir sem aka um miðbæinn munu stöðva. Hefðbunda leiðarkerfið verður óvirkt klukkan 23 þegar megin áhersla verður lögð á að flytja gesti úr miðborginni og heim í hverfin sín. Síðustu ferðirnar verða eknar klukkan eitt eftir miðnætti. Nánari upplýsingar um leiðarkerfi Strætó á Menningarnótt má finna hér (PDF).Einar Bárðarson.Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir öllu máli skipta að allir komist heim. Hann er vongóður um góða mætingu á hátíðina í ár þrátt fyrir rigningarspá, en segir fjöldann ekki skipta öllu máli, meira máli skipti að allir komist heilir heim og skemmti sér vel. „Veðurspáin hefur nú aðeins verið að hrella okkur en ég á þó von á því að fólk skundi í miðborgina. Við búumst alltaf við mesta fjöldanum en erum ekki í talnakeppni. Það eru allir mælar búnir að bræða úr sér hvað varðar mætingu en það sem skiptir mestu er að allir komist heilir heim.“ Setningarathöfnin verður með sérstöku sniði í ár en hana setja ungt fólk sem á það sameiginlegt að hafa fæðst fyrstu menningarnóttina fyrir tuttugu árum. „Ég er svolítið spenntur að sjá andlit þeirra,“ segir Einar. Hann á von á að í kringum eitt hundrað þúsund manns muni mæta á fjölmennustu útihátíð landsins.Lokanir í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu á kortið til að sjá stærri útgáfu.Fáðu skutlStrætó verður með sérstaka skutluþjónustu á morgun fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á hátíðarsvæðið. Skutlurnar munu ganga frá klukkan 12 frá bílastæði Íslandsbanka á Kirkjusandi með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og þaðan upp að Hallgrímskirkju. Leigubílar verða staðsettir við Hallgrímskirkju, Skúlagötu, BSÍ og á Túngötu við Landakotskirkju. Eftir klukkan 21 færast leigubílar við Skúlagötu yfir á Gömlu Hringbraut, við enda Njarðargötu.Nánar um götulokanir og enn stærra kort hér.Ferðaþjónusta fatlaðra verður á ferðinni á Menningarnótt.Ferðaþjónusta fatlaðraAksturþjónusta Ferðaþjónustu fatlaðra verður með hefðbundnu sniði. Notendur eru beðnir um að bóka ferðir með góðum fyrirvara. Aðeins verður hægt að panta ferðir til og frá þremur stöðum:Bílastæðaplan við Tækniskólann á SkólavörðuholtiBílastæðaplan á horni Túngötu og Suðurgötu í nágrenni við Ráðhús ReykjavíkurBílastæðaplan vestast á Skúlagötu, framan við Sjávarútvegsráðuneytið Hægt verður að panta síðustu heimferð kl. 00.00. Viðbúið er þó að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar og álags.Nánari upplýsingar á heimasíðu Menningarnætur. Tengdar fréttir Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Milt veður á Menningarnótt Líkur eru þó á einhverri rigningu. 20. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Reikna má með því að tugir þúsunda ætli að skella sér í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og fagna afmæli höfuðborgarinnar. Ljóst er að ekki geta allir lagt einkabílnum á besta stað. Lögreglan verður á vaktinni en sekt vegna stöðubrota er komin upp í tíu þúsund krónur. Dýrt grín það. Ókeypis verður í Strætó á morgun en akstursáætlun verður að mestu eins og aðra laugardaga. Tímatöflur verða þær sömu. Vegna lokana í miðborginni munu vagnarnir aka gömlu Hringbrautina gengt BSÍ ásamt því að aka til og frá Hlemmi þar sem allar venjulegar leiðir sem aka um miðbæinn munu stöðva. Hefðbunda leiðarkerfið verður óvirkt klukkan 23 þegar megin áhersla verður lögð á að flytja gesti úr miðborginni og heim í hverfin sín. Síðustu ferðirnar verða eknar klukkan eitt eftir miðnætti. Nánari upplýsingar um leiðarkerfi Strætó á Menningarnótt má finna hér (PDF).Einar Bárðarson.Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir öllu máli skipta að allir komist heim. Hann er vongóður um góða mætingu á hátíðina í ár þrátt fyrir rigningarspá, en segir fjöldann ekki skipta öllu máli, meira máli skipti að allir komist heilir heim og skemmti sér vel. „Veðurspáin hefur nú aðeins verið að hrella okkur en ég á þó von á því að fólk skundi í miðborgina. Við búumst alltaf við mesta fjöldanum en erum ekki í talnakeppni. Það eru allir mælar búnir að bræða úr sér hvað varðar mætingu en það sem skiptir mestu er að allir komist heilir heim.“ Setningarathöfnin verður með sérstöku sniði í ár en hana setja ungt fólk sem á það sameiginlegt að hafa fæðst fyrstu menningarnóttina fyrir tuttugu árum. „Ég er svolítið spenntur að sjá andlit þeirra,“ segir Einar. Hann á von á að í kringum eitt hundrað þúsund manns muni mæta á fjölmennustu útihátíð landsins.Lokanir í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu á kortið til að sjá stærri útgáfu.Fáðu skutlStrætó verður með sérstaka skutluþjónustu á morgun fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á hátíðarsvæðið. Skutlurnar munu ganga frá klukkan 12 frá bílastæði Íslandsbanka á Kirkjusandi með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og þaðan upp að Hallgrímskirkju. Leigubílar verða staðsettir við Hallgrímskirkju, Skúlagötu, BSÍ og á Túngötu við Landakotskirkju. Eftir klukkan 21 færast leigubílar við Skúlagötu yfir á Gömlu Hringbraut, við enda Njarðargötu.Nánar um götulokanir og enn stærra kort hér.Ferðaþjónusta fatlaðra verður á ferðinni á Menningarnótt.Ferðaþjónusta fatlaðraAksturþjónusta Ferðaþjónustu fatlaðra verður með hefðbundnu sniði. Notendur eru beðnir um að bóka ferðir með góðum fyrirvara. Aðeins verður hægt að panta ferðir til og frá þremur stöðum:Bílastæðaplan við Tækniskólann á SkólavörðuholtiBílastæðaplan á horni Túngötu og Suðurgötu í nágrenni við Ráðhús ReykjavíkurBílastæðaplan vestast á Skúlagötu, framan við Sjávarútvegsráðuneytið Hægt verður að panta síðustu heimferð kl. 00.00. Viðbúið er þó að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar og álags.Nánari upplýsingar á heimasíðu Menningarnætur.
Tengdar fréttir Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Milt veður á Menningarnótt Líkur eru þó á einhverri rigningu. 20. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent