Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2015 11:15 Skutlþjónusta Strætó ekur frá Kirkjusandi og upp að Hallgrímskirkju. Vísir/Andri Marinó Reikna má með því að tugir þúsunda ætli að skella sér í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og fagna afmæli höfuðborgarinnar. Ljóst er að ekki geta allir lagt einkabílnum á besta stað. Lögreglan verður á vaktinni en sekt vegna stöðubrota er komin upp í tíu þúsund krónur. Dýrt grín það. Ókeypis verður í Strætó á morgun en akstursáætlun verður að mestu eins og aðra laugardaga. Tímatöflur verða þær sömu. Vegna lokana í miðborginni munu vagnarnir aka gömlu Hringbrautina gengt BSÍ ásamt því að aka til og frá Hlemmi þar sem allar venjulegar leiðir sem aka um miðbæinn munu stöðva. Hefðbunda leiðarkerfið verður óvirkt klukkan 23 þegar megin áhersla verður lögð á að flytja gesti úr miðborginni og heim í hverfin sín. Síðustu ferðirnar verða eknar klukkan eitt eftir miðnætti. Nánari upplýsingar um leiðarkerfi Strætó á Menningarnótt má finna hér (PDF).Einar Bárðarson.Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir öllu máli skipta að allir komist heim. Hann er vongóður um góða mætingu á hátíðina í ár þrátt fyrir rigningarspá, en segir fjöldann ekki skipta öllu máli, meira máli skipti að allir komist heilir heim og skemmti sér vel. „Veðurspáin hefur nú aðeins verið að hrella okkur en ég á þó von á því að fólk skundi í miðborgina. Við búumst alltaf við mesta fjöldanum en erum ekki í talnakeppni. Það eru allir mælar búnir að bræða úr sér hvað varðar mætingu en það sem skiptir mestu er að allir komist heilir heim.“ Setningarathöfnin verður með sérstöku sniði í ár en hana setja ungt fólk sem á það sameiginlegt að hafa fæðst fyrstu menningarnóttina fyrir tuttugu árum. „Ég er svolítið spenntur að sjá andlit þeirra,“ segir Einar. Hann á von á að í kringum eitt hundrað þúsund manns muni mæta á fjölmennustu útihátíð landsins.Lokanir í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu á kortið til að sjá stærri útgáfu.Fáðu skutlStrætó verður með sérstaka skutluþjónustu á morgun fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á hátíðarsvæðið. Skutlurnar munu ganga frá klukkan 12 frá bílastæði Íslandsbanka á Kirkjusandi með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og þaðan upp að Hallgrímskirkju. Leigubílar verða staðsettir við Hallgrímskirkju, Skúlagötu, BSÍ og á Túngötu við Landakotskirkju. Eftir klukkan 21 færast leigubílar við Skúlagötu yfir á Gömlu Hringbraut, við enda Njarðargötu.Nánar um götulokanir og enn stærra kort hér.Ferðaþjónusta fatlaðra verður á ferðinni á Menningarnótt.Ferðaþjónusta fatlaðraAksturþjónusta Ferðaþjónustu fatlaðra verður með hefðbundnu sniði. Notendur eru beðnir um að bóka ferðir með góðum fyrirvara. Aðeins verður hægt að panta ferðir til og frá þremur stöðum:Bílastæðaplan við Tækniskólann á SkólavörðuholtiBílastæðaplan á horni Túngötu og Suðurgötu í nágrenni við Ráðhús ReykjavíkurBílastæðaplan vestast á Skúlagötu, framan við Sjávarútvegsráðuneytið Hægt verður að panta síðustu heimferð kl. 00.00. Viðbúið er þó að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar og álags.Nánari upplýsingar á heimasíðu Menningarnætur. Tengdar fréttir Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Milt veður á Menningarnótt Líkur eru þó á einhverri rigningu. 20. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Reikna má með því að tugir þúsunda ætli að skella sér í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og fagna afmæli höfuðborgarinnar. Ljóst er að ekki geta allir lagt einkabílnum á besta stað. Lögreglan verður á vaktinni en sekt vegna stöðubrota er komin upp í tíu þúsund krónur. Dýrt grín það. Ókeypis verður í Strætó á morgun en akstursáætlun verður að mestu eins og aðra laugardaga. Tímatöflur verða þær sömu. Vegna lokana í miðborginni munu vagnarnir aka gömlu Hringbrautina gengt BSÍ ásamt því að aka til og frá Hlemmi þar sem allar venjulegar leiðir sem aka um miðbæinn munu stöðva. Hefðbunda leiðarkerfið verður óvirkt klukkan 23 þegar megin áhersla verður lögð á að flytja gesti úr miðborginni og heim í hverfin sín. Síðustu ferðirnar verða eknar klukkan eitt eftir miðnætti. Nánari upplýsingar um leiðarkerfi Strætó á Menningarnótt má finna hér (PDF).Einar Bárðarson.Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir öllu máli skipta að allir komist heim. Hann er vongóður um góða mætingu á hátíðina í ár þrátt fyrir rigningarspá, en segir fjöldann ekki skipta öllu máli, meira máli skipti að allir komist heilir heim og skemmti sér vel. „Veðurspáin hefur nú aðeins verið að hrella okkur en ég á þó von á því að fólk skundi í miðborgina. Við búumst alltaf við mesta fjöldanum en erum ekki í talnakeppni. Það eru allir mælar búnir að bræða úr sér hvað varðar mætingu en það sem skiptir mestu er að allir komist heilir heim.“ Setningarathöfnin verður með sérstöku sniði í ár en hana setja ungt fólk sem á það sameiginlegt að hafa fæðst fyrstu menningarnóttina fyrir tuttugu árum. „Ég er svolítið spenntur að sjá andlit þeirra,“ segir Einar. Hann á von á að í kringum eitt hundrað þúsund manns muni mæta á fjölmennustu útihátíð landsins.Lokanir í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu á kortið til að sjá stærri útgáfu.Fáðu skutlStrætó verður með sérstaka skutluþjónustu á morgun fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á hátíðarsvæðið. Skutlurnar munu ganga frá klukkan 12 frá bílastæði Íslandsbanka á Kirkjusandi með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og þaðan upp að Hallgrímskirkju. Leigubílar verða staðsettir við Hallgrímskirkju, Skúlagötu, BSÍ og á Túngötu við Landakotskirkju. Eftir klukkan 21 færast leigubílar við Skúlagötu yfir á Gömlu Hringbraut, við enda Njarðargötu.Nánar um götulokanir og enn stærra kort hér.Ferðaþjónusta fatlaðra verður á ferðinni á Menningarnótt.Ferðaþjónusta fatlaðraAksturþjónusta Ferðaþjónustu fatlaðra verður með hefðbundnu sniði. Notendur eru beðnir um að bóka ferðir með góðum fyrirvara. Aðeins verður hægt að panta ferðir til og frá þremur stöðum:Bílastæðaplan við Tækniskólann á SkólavörðuholtiBílastæðaplan á horni Túngötu og Suðurgötu í nágrenni við Ráðhús ReykjavíkurBílastæðaplan vestast á Skúlagötu, framan við Sjávarútvegsráðuneytið Hægt verður að panta síðustu heimferð kl. 00.00. Viðbúið er þó að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar og álags.Nánari upplýsingar á heimasíðu Menningarnætur.
Tengdar fréttir Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Milt veður á Menningarnótt Líkur eru þó á einhverri rigningu. 20. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00