Reykingar eru orðnar jafn sjaldgæfar og kannabisneysla Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2015 07:00 Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa minnkað um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Nordicphotos/AFP Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. „Ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, en þær koma fram í könnunum á vegum ESPAD (European school survey project on alcohol and other drugs) sem vísindamenn við Háskólann á Akureyri halda utan um hér á landi. Könnunin hefur verið lögð fyrir íslensk 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Einnig kemur fram að áfengisdrykkja íslenskra grunnskólabarna hefur minnkað mjög. Fyrir 20 árum hafði yfir helmingur skólabarna drukkið áfengi síðustu þrjátíu dagana áður en rannsóknin var lögð fyrir. Sá hópur er nú innan við tíu prósent af heildinni. „Rannsóknir sýna að því seinna sem byrjað er að reykja því meiri líkur eru á að einstaklingurinn byrji aldrei að reykja. Einnig hefur komið fram að því fyrr á ævinni sem byrjað er að neyta áfengis eða annarra vímuefna því meiri skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið,“ segja Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingar hjá Embætti landlæknis. Ársæll Már segir fjölmarga þætti liggja að baki þróuninni, svo sem almenn viðhorfsbreyting í samfélaginu og aukið samstarf foreldra og skóla. Mikilvægt sé að halda áfram því góða forvarna- og heilsueflingarstarfi sem eigi sér stað í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Ársæll segir sama árangur ekki hafa náðst við að minnka kannabisneyslu og telur að önnur meðul þurfi þar. Kannabisnotkun íslenskra unglinga sé með því minnsta sem gerist í heiminum, en hafi ekki minnkað til jafns við reykingar og áfengisneyslu. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. „Ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, en þær koma fram í könnunum á vegum ESPAD (European school survey project on alcohol and other drugs) sem vísindamenn við Háskólann á Akureyri halda utan um hér á landi. Könnunin hefur verið lögð fyrir íslensk 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Einnig kemur fram að áfengisdrykkja íslenskra grunnskólabarna hefur minnkað mjög. Fyrir 20 árum hafði yfir helmingur skólabarna drukkið áfengi síðustu þrjátíu dagana áður en rannsóknin var lögð fyrir. Sá hópur er nú innan við tíu prósent af heildinni. „Rannsóknir sýna að því seinna sem byrjað er að reykja því meiri líkur eru á að einstaklingurinn byrji aldrei að reykja. Einnig hefur komið fram að því fyrr á ævinni sem byrjað er að neyta áfengis eða annarra vímuefna því meiri skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið,“ segja Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingar hjá Embætti landlæknis. Ársæll Már segir fjölmarga þætti liggja að baki þróuninni, svo sem almenn viðhorfsbreyting í samfélaginu og aukið samstarf foreldra og skóla. Mikilvægt sé að halda áfram því góða forvarna- og heilsueflingarstarfi sem eigi sér stað í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Ársæll segir sama árangur ekki hafa náðst við að minnka kannabisneyslu og telur að önnur meðul þurfi þar. Kannabisnotkun íslenskra unglinga sé með því minnsta sem gerist í heiminum, en hafi ekki minnkað til jafns við reykingar og áfengisneyslu.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira