Nýi samningurinn ýmist kallaður söguleg mistök eða besta lausnin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júlí 2015 07:00 Sögulegt samkomulag náðist í gær um kjarnorkumál Írana eftir margra ára samningaviðræður þeirra við voldugustu ríki heimsins. nordicphotos/afp Íranar komust að samkomulagi í gær við kjarnorkuveldi heimsins, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, auk Þýskalands og Evrópusambandsins, um kjarnorkumál í Íran. Samningaviðræður höfðu staðið yfir frá árinu 2006. Síðasta lota viðræðna hefur staðið yfir í Vínarborg í Austurríki frá 2. júlí. Samkvæmt samningnum verður viðskiptabanni við Íran aflétt og íranskar eignir upp á milljarða dollara verða affrystar. Þar að auki verður banni á siglingum og flugi til landsins aflétt. Banni á sölu vopna til Íran verður þá einnig aflétt en ekki fyrr en eftir um fimm ár. Íranar hafa á móti lofað að framleiða ekki kjarnorkuvopn en lengi hefur verið talið að þeir hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum. Íranar hafa þó alla tíð haldið því fram að kjarnorkutilraunir þjóðarinnar séu ekki í hernaðarlegum tilgangi. Til að tryggja að samningnum verði fylgt eftir fá eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna aðgang að írönskum herstöðvum. Íranar munu þó þurfa að veita samþykki sitt fyrir hverri og einni heimsókn. „Samningurinn er ekki fullkominn fyrir neinn en hann er besti mögulegi samningur sem við gátum náð,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, við blaðamenn í gær. „Þessi ramadanmánuður hefur fært okkur góðar fregnir og góðan samning. Í dag erum við á mikilvægum þáttaskilum í þróun landsins okkar. Þáttaskilum sem kóróna áralangt samningaferli við heimsvaldaríkin,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í gær. Rouhani sagði enn fremur að viðskiptabannið hefði ekki haft áhrif á íranska ríkið en það hefði þó haft slæm áhrif á líf íranskra borgara og það væri ekki í lagi. „Samningurinn virkar á báða bóga. Með því að virða ákvæði hans er hægt að taka niður vantraustsmúrinn milli þjóðanna. Stein fyrir stein,“ sagði Rouhani enn fremur. „Þetta er samkomulag sem getur opnað nýjan kafla í alþjóðasamskiptum,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún bætti því við að samningurinn gæfi heiminum öllum von.Benjamin NetanyahuSamningurinn vekur hins vegar ekki jafnmikla lukku meðal allra. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kallaði samninginn í gær söguleg mistök. „Íranar munu fá hundruð milljarða Bandaríkjadala, sem mun gera þeim kleift að knýja hryðjuverkavél sína áfram um Mið-Austurlönd og á heimsvísu,“ sagði forsætisráðherrann. „Þessi samningur mætir öllum okkar kröfum. Öllum leiðum Írana að kjarnorkuvopnum hefur verið lokað,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, um samninginn. „Ég mun beita neitunarvaldi á hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að samningurinn taki gildi,“ sagði forsetinn, en bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar stjórna í báðum deildum, eiga eftir að taka samninginn fyrir. Þannig ætlar Obama að tryggja að samningurinn muni standa, sama hvað. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Íranar komust að samkomulagi í gær við kjarnorkuveldi heimsins, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, auk Þýskalands og Evrópusambandsins, um kjarnorkumál í Íran. Samningaviðræður höfðu staðið yfir frá árinu 2006. Síðasta lota viðræðna hefur staðið yfir í Vínarborg í Austurríki frá 2. júlí. Samkvæmt samningnum verður viðskiptabanni við Íran aflétt og íranskar eignir upp á milljarða dollara verða affrystar. Þar að auki verður banni á siglingum og flugi til landsins aflétt. Banni á sölu vopna til Íran verður þá einnig aflétt en ekki fyrr en eftir um fimm ár. Íranar hafa á móti lofað að framleiða ekki kjarnorkuvopn en lengi hefur verið talið að þeir hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum. Íranar hafa þó alla tíð haldið því fram að kjarnorkutilraunir þjóðarinnar séu ekki í hernaðarlegum tilgangi. Til að tryggja að samningnum verði fylgt eftir fá eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna aðgang að írönskum herstöðvum. Íranar munu þó þurfa að veita samþykki sitt fyrir hverri og einni heimsókn. „Samningurinn er ekki fullkominn fyrir neinn en hann er besti mögulegi samningur sem við gátum náð,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, við blaðamenn í gær. „Þessi ramadanmánuður hefur fært okkur góðar fregnir og góðan samning. Í dag erum við á mikilvægum þáttaskilum í þróun landsins okkar. Þáttaskilum sem kóróna áralangt samningaferli við heimsvaldaríkin,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í gær. Rouhani sagði enn fremur að viðskiptabannið hefði ekki haft áhrif á íranska ríkið en það hefði þó haft slæm áhrif á líf íranskra borgara og það væri ekki í lagi. „Samningurinn virkar á báða bóga. Með því að virða ákvæði hans er hægt að taka niður vantraustsmúrinn milli þjóðanna. Stein fyrir stein,“ sagði Rouhani enn fremur. „Þetta er samkomulag sem getur opnað nýjan kafla í alþjóðasamskiptum,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún bætti því við að samningurinn gæfi heiminum öllum von.Benjamin NetanyahuSamningurinn vekur hins vegar ekki jafnmikla lukku meðal allra. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kallaði samninginn í gær söguleg mistök. „Íranar munu fá hundruð milljarða Bandaríkjadala, sem mun gera þeim kleift að knýja hryðjuverkavél sína áfram um Mið-Austurlönd og á heimsvísu,“ sagði forsætisráðherrann. „Þessi samningur mætir öllum okkar kröfum. Öllum leiðum Írana að kjarnorkuvopnum hefur verið lokað,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, um samninginn. „Ég mun beita neitunarvaldi á hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að samningurinn taki gildi,“ sagði forsetinn, en bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar stjórna í báðum deildum, eiga eftir að taka samninginn fyrir. Þannig ætlar Obama að tryggja að samningurinn muni standa, sama hvað.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“