Hækkun á móti skertum lífeyri Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. október 2015 09:00 Lögreglumenn mótmæla við Stjórnarráðið í gærmorgun. Landssamband lögreglumanna er í samfloti með SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu í kjaraviðræðum við ríkið, en þær sigldu í strand í síðasta mánuði. Verkföll hefjast hjá hinum félögunum 15. þessa mánaðar. vísir/pjetur Á vettvangi svonefnds SALEK-hóps er rædd sú hugmynd að litið verði svo á að með kjarabótum sem opinberir starfsmenn fá hafi þeir fengið greiðslu fyrir þá skerðingu sem yrði á lífeyrisréttindum þeirra við samræmingu réttinda á almenna og opinbera markaðnum. Með því móti mætti mögulega réttlæta að aðrir hópar opinberra starfsmanna sem eftir eiga að semja fái viðlíka hækkun og mælt er um í niðurstöðu gerðardóms um kjör félagsfólks BHM og hjúkrunarfræðinga. Gangi þetta eftir yrðu lífeyrisiðgjöld jöfnuð upp á við þannig að þau yrðu þau sömu og hjá lífeyrissjóði ríkisins nú 15,5 prósent, í stað 12 prósenta á almenna markaðnum. (Launafólk bæði á almenna og opinbera markaðnum greiðir 4 prósent launa sinna í lífeyri, en svo bætir vinnuveitandinn því við sem upp á vantar, sem nú eru 8 prósent á almenna markaðnum og 11,5 hjá hinu opinbera.) Á móti myndi ríkisábyrgð á lífeyrisskuldbindingum opinberra starfsmanna falla niður og réttur til töku lífeyris eftir aldri færast í sama horf og á almenna markaðnum, eða í 67 ár. Í ofanálag eru svo uppi hugmyndir um að fresta töku lífeyris enn frekar þannig að hann færist á nokkrum árum í að verða 70 ár. Með þessu móti er talið að vinna mætti á móti þensluáhrifum launahækkana sem á endanum gætu ýtt undir gengisfall krónu, ná núllpunkti í höfrungahlaupi launakrafna verkalýðsfélaga og leggja grunn að nýju vinnumarkaðsfyrirkomulagi að norrænni fyrirmynd. Samtök atvinnulífsins hafa lengi talað fyrir upptöku slíks kerfis. Hér hafi miklar hækkanir og sveiflur í launaþróun í gegnum árin skilað fólki minni kaupmáttaraukningu yfir lengri tímabil en til dæmis í Svíþjóð, þar sem hækkanir hafi verið hóflegar og í takt við efnahagsþróun. Slík aðferðafræði stuðli líka að stöðugleika, öndvert við þróunina hér sem ýtt hafi undir verðbólgu og á endanum gengisfall krónunnar. Heimildir blaðsins herma þó að flókið gæti orðið að láta hugmyndir þessar ganga upp í miðri samningalotu þar sem stórir hópar hafi þegar sótt kjarabætur. Alls sé óvíst að opinberir starfsmenn séu ginnkeyptir fyrir því að með fengnum kjarabótum hafi þeir fengið bætur fyrir fyrirséða skerðingu lífeyrisréttinda. Fari þeir hópar fram á frekari bætur fyrir breytinguna sé um leið ljóst að verkalýðsfélög á almenna markaðnum vilji fá sinn hlut bættan og sætti sig ekki við minni hækkanir á launum en opinber félög hafi fengið.Þórunn SveinbjarnardóttirAllir vita að finna þurfi lausn „Ég held að allir geri sér grein fyrir því að það þarf að finna lausn og hún þarf að vera þannig að hagsmunir þeirra sem eiga réttindi í opinbera kerfinu verði tryggðir,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Þá megi ekki heldur gleyma hagsmunum komandi kynslóða. „Ef við ætlum að breyta lífeyriskerfinu þá er þar ekki síður um að tefla hagsmuni þeirra sem á eftir okkur koma.“ Hitt sé annað mál hvort og hvernig það verkefni að búa hér til eitt lífeyriskerfi sé hluti af því að búa til nýtt vinnumarkaðslíkan. BHM líti svo á að í grunninn sé um aðskilin mál að ræða. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að þetta þurfi endilega að gerast á sama tíma, eða að náist ekki niðurstaða í lífeyrismálin innan einhvers tiltekins tíma þá sé ekki hægt að vinna að nýju samningalíkani.“ Með skilyrðum um að eitt þurfi að vera komið á undan öðru séu settar upp óþarfa hindranir. Þórunn segir málið snúast um að búa til traust milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins og það taki tíma – nýju vinnumarkaðslíkani verði ekki hent upp á tveimur vikum. „Ný vinnubrögð og reglur sem allir ætla að lúta þurfa að vera þannig að þær þoli bæði ríkisstjórnarskipti og mannaskipti í forystu hvort sem er hjá atvinnurekendum eða verkalýðshreyfingu. Það er verkefnið hvað líkanið margumrædda varðar.“ Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Á vettvangi svonefnds SALEK-hóps er rædd sú hugmynd að litið verði svo á að með kjarabótum sem opinberir starfsmenn fá hafi þeir fengið greiðslu fyrir þá skerðingu sem yrði á lífeyrisréttindum þeirra við samræmingu réttinda á almenna og opinbera markaðnum. Með því móti mætti mögulega réttlæta að aðrir hópar opinberra starfsmanna sem eftir eiga að semja fái viðlíka hækkun og mælt er um í niðurstöðu gerðardóms um kjör félagsfólks BHM og hjúkrunarfræðinga. Gangi þetta eftir yrðu lífeyrisiðgjöld jöfnuð upp á við þannig að þau yrðu þau sömu og hjá lífeyrissjóði ríkisins nú 15,5 prósent, í stað 12 prósenta á almenna markaðnum. (Launafólk bæði á almenna og opinbera markaðnum greiðir 4 prósent launa sinna í lífeyri, en svo bætir vinnuveitandinn því við sem upp á vantar, sem nú eru 8 prósent á almenna markaðnum og 11,5 hjá hinu opinbera.) Á móti myndi ríkisábyrgð á lífeyrisskuldbindingum opinberra starfsmanna falla niður og réttur til töku lífeyris eftir aldri færast í sama horf og á almenna markaðnum, eða í 67 ár. Í ofanálag eru svo uppi hugmyndir um að fresta töku lífeyris enn frekar þannig að hann færist á nokkrum árum í að verða 70 ár. Með þessu móti er talið að vinna mætti á móti þensluáhrifum launahækkana sem á endanum gætu ýtt undir gengisfall krónu, ná núllpunkti í höfrungahlaupi launakrafna verkalýðsfélaga og leggja grunn að nýju vinnumarkaðsfyrirkomulagi að norrænni fyrirmynd. Samtök atvinnulífsins hafa lengi talað fyrir upptöku slíks kerfis. Hér hafi miklar hækkanir og sveiflur í launaþróun í gegnum árin skilað fólki minni kaupmáttaraukningu yfir lengri tímabil en til dæmis í Svíþjóð, þar sem hækkanir hafi verið hóflegar og í takt við efnahagsþróun. Slík aðferðafræði stuðli líka að stöðugleika, öndvert við þróunina hér sem ýtt hafi undir verðbólgu og á endanum gengisfall krónunnar. Heimildir blaðsins herma þó að flókið gæti orðið að láta hugmyndir þessar ganga upp í miðri samningalotu þar sem stórir hópar hafi þegar sótt kjarabætur. Alls sé óvíst að opinberir starfsmenn séu ginnkeyptir fyrir því að með fengnum kjarabótum hafi þeir fengið bætur fyrir fyrirséða skerðingu lífeyrisréttinda. Fari þeir hópar fram á frekari bætur fyrir breytinguna sé um leið ljóst að verkalýðsfélög á almenna markaðnum vilji fá sinn hlut bættan og sætti sig ekki við minni hækkanir á launum en opinber félög hafi fengið.Þórunn SveinbjarnardóttirAllir vita að finna þurfi lausn „Ég held að allir geri sér grein fyrir því að það þarf að finna lausn og hún þarf að vera þannig að hagsmunir þeirra sem eiga réttindi í opinbera kerfinu verði tryggðir,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Þá megi ekki heldur gleyma hagsmunum komandi kynslóða. „Ef við ætlum að breyta lífeyriskerfinu þá er þar ekki síður um að tefla hagsmuni þeirra sem á eftir okkur koma.“ Hitt sé annað mál hvort og hvernig það verkefni að búa hér til eitt lífeyriskerfi sé hluti af því að búa til nýtt vinnumarkaðslíkan. BHM líti svo á að í grunninn sé um aðskilin mál að ræða. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að þetta þurfi endilega að gerast á sama tíma, eða að náist ekki niðurstaða í lífeyrismálin innan einhvers tiltekins tíma þá sé ekki hægt að vinna að nýju samningalíkani.“ Með skilyrðum um að eitt þurfi að vera komið á undan öðru séu settar upp óþarfa hindranir. Þórunn segir málið snúast um að búa til traust milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins og það taki tíma – nýju vinnumarkaðslíkani verði ekki hent upp á tveimur vikum. „Ný vinnubrögð og reglur sem allir ætla að lúta þurfa að vera þannig að þær þoli bæði ríkisstjórnarskipti og mannaskipti í forystu hvort sem er hjá atvinnurekendum eða verkalýðshreyfingu. Það er verkefnið hvað líkanið margumrædda varðar.“
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira