Samtökin ´78 skora á innanríkisráðherra að beita sér í máli Martin Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. október 2015 16:40 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Andri Marinó Samtökin ´78 harma niðurstöðu Hæstaréttar í máli samkynhneigðs hælisleitanda frá Nígeríu en dómur féll í máli hans þann fyrsta þessa mánaðar þar sem því er neitað að taka eigi umsókn hans um hæli til meðferðar. Samtökin sendu frá sér ályktun í dag þar sem niðurstöðunni er mótmælt harðlega. Auður Magndís Auðardóttir segir í samtali við Vísi niðurstöðuna sérstaklega skjóta skökku við þar sem innanríkisráðherra hefur sagt það ótækt að senda fólk til Ítalíu. Á Alþingi 17. september síðastliðinn sagði Ólöf Nordal orðrétt: „Grikkland er ekki talið öruggt land. Það á einnig við um Ítalíu og Ungverjaland, þau eru til viðbótar ekki talin örugg lönd. Það er ekki óhætt að senda fólk til baka þangað." Maðurinn sem um ræðir heitir Martin Omulu og hefur hann dvalið hér á landi í þrjú ár og þrjá mánuði. „Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ sagði í samtali við Fréttablaðið. Niðurstaða dómsins merkir að manninum veðrur vísað úr landi og hann sendur aftur til Ítalíu. „Í dómsorði segir að áfrýjaður dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. febrúar sl. skuli standa óraskaður, sem þýðir að maðurinn verði sendur aftur til Ítalíu, þaðan sem hann kom til Íslands. Samtökin ´78 harma þessa niðurstöðu íslensks réttarkerfis sem felur í sér að Íslendingar gætu borið ábyrgð á því að maðurinn verði að lokum sendur aftur til Nígeríu, þar sem löng fangelsisvist og jafnvel dauðarefsing liggur við samkynhneigð. Hinsegin fólk sætir að auki ýmiskonar ofsóknum í landinu, líkt og maðurinn sjálfur hefur upplifað.“ Samtökin ´78 skora því á innanríkisráðherra að „standa við fyrri orð og beita sér fyrir því að viðkomandi hælisleitandi verði ekki sendur aftur til Ítalíu, frekar en aðrir.“ Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Samtökin ´78 harma niðurstöðu Hæstaréttar í máli samkynhneigðs hælisleitanda frá Nígeríu en dómur féll í máli hans þann fyrsta þessa mánaðar þar sem því er neitað að taka eigi umsókn hans um hæli til meðferðar. Samtökin sendu frá sér ályktun í dag þar sem niðurstöðunni er mótmælt harðlega. Auður Magndís Auðardóttir segir í samtali við Vísi niðurstöðuna sérstaklega skjóta skökku við þar sem innanríkisráðherra hefur sagt það ótækt að senda fólk til Ítalíu. Á Alþingi 17. september síðastliðinn sagði Ólöf Nordal orðrétt: „Grikkland er ekki talið öruggt land. Það á einnig við um Ítalíu og Ungverjaland, þau eru til viðbótar ekki talin örugg lönd. Það er ekki óhætt að senda fólk til baka þangað." Maðurinn sem um ræðir heitir Martin Omulu og hefur hann dvalið hér á landi í þrjú ár og þrjá mánuði. „Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ sagði í samtali við Fréttablaðið. Niðurstaða dómsins merkir að manninum veðrur vísað úr landi og hann sendur aftur til Ítalíu. „Í dómsorði segir að áfrýjaður dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. febrúar sl. skuli standa óraskaður, sem þýðir að maðurinn verði sendur aftur til Ítalíu, þaðan sem hann kom til Íslands. Samtökin ´78 harma þessa niðurstöðu íslensks réttarkerfis sem felur í sér að Íslendingar gætu borið ábyrgð á því að maðurinn verði að lokum sendur aftur til Nígeríu, þar sem löng fangelsisvist og jafnvel dauðarefsing liggur við samkynhneigð. Hinsegin fólk sætir að auki ýmiskonar ofsóknum í landinu, líkt og maðurinn sjálfur hefur upplifað.“ Samtökin ´78 skora því á innanríkisráðherra að „standa við fyrri orð og beita sér fyrir því að viðkomandi hælisleitandi verði ekki sendur aftur til Ítalíu, frekar en aðrir.“
Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00
Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05