Hælisleitandi grét í Hæstarétti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. október 2015 07:00 Martin Obolo hælisleitandi fær ekki hæli hér. vísir/pjetur „Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ segir Martin Omolu, nígerískur hælisleitandi, sem stendur til að vísa til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni en Hæstiréttur vísaði umsókn hans um hæli frá og staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis. Martin hefur dvalið á landinu í þrjú ár og þrjá mánuði og kom hingað frá Ítalíu 29. júlí 2012. „Ég hef eignast mikinn fjölda vina hér og í fyrsta sinn á ævi minni lifi ég frjáls og öruggur. Ég get í fyrsta sinn treyst fólki, fáir vita hvað það þýðir að fá svona tækifæri. Að byrja lífið upp á nýtt. Þótt það sé seint,“ segir hann. Martin er samkynhneigður og fæddur og uppalinn í borginni Delta í Nígeríu. Hann á tvo yngri bræður. Móðir hans er á lífi en faðir hans lést fyrir nokkrum árum . Hann flúði Nígeríu í kjölfar barsmíða og ofsókna vegna kynhneigðar sinnar. Hann ber enn ör eftir barsmíðarnar. „Ég varð fyrir barsmíðum og ofsóknum oftar en einu sinni. Lögreglan vildi ekkert gera og ég ber enn slæm ör.“ Hann bendir á fótleggina á sér. Hann flutti til borgarinnar Lagos í Nígeríu. „Þaðan fór ég til Gana og þaðan til Marokkó. Frá Marokkó fór ég til Ítalíu.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Hann segir það nánast öruggt að ítölsk yfirvöld sendi hann aftur til Nígeríu og þar bíði hans sömu ofsóknir og hann flúði. „Ég vona að Íslendingar finni það í hjarta sínu að hjálpa mér. Ég vil ekki týna þessu sem ég hef fundið.“ Hann fór að gráta þegar honum varð ljós úrskurður Hæstaréttar. „Ég missti mig bara,“ segir hann. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira
„Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ segir Martin Omolu, nígerískur hælisleitandi, sem stendur til að vísa til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni en Hæstiréttur vísaði umsókn hans um hæli frá og staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis. Martin hefur dvalið á landinu í þrjú ár og þrjá mánuði og kom hingað frá Ítalíu 29. júlí 2012. „Ég hef eignast mikinn fjölda vina hér og í fyrsta sinn á ævi minni lifi ég frjáls og öruggur. Ég get í fyrsta sinn treyst fólki, fáir vita hvað það þýðir að fá svona tækifæri. Að byrja lífið upp á nýtt. Þótt það sé seint,“ segir hann. Martin er samkynhneigður og fæddur og uppalinn í borginni Delta í Nígeríu. Hann á tvo yngri bræður. Móðir hans er á lífi en faðir hans lést fyrir nokkrum árum . Hann flúði Nígeríu í kjölfar barsmíða og ofsókna vegna kynhneigðar sinnar. Hann ber enn ör eftir barsmíðarnar. „Ég varð fyrir barsmíðum og ofsóknum oftar en einu sinni. Lögreglan vildi ekkert gera og ég ber enn slæm ör.“ Hann bendir á fótleggina á sér. Hann flutti til borgarinnar Lagos í Nígeríu. „Þaðan fór ég til Gana og þaðan til Marokkó. Frá Marokkó fór ég til Ítalíu.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Hann segir það nánast öruggt að ítölsk yfirvöld sendi hann aftur til Nígeríu og þar bíði hans sömu ofsóknir og hann flúði. „Ég vona að Íslendingar finni það í hjarta sínu að hjálpa mér. Ég vil ekki týna þessu sem ég hef fundið.“ Hann fór að gráta þegar honum varð ljós úrskurður Hæstaréttar. „Ég missti mig bara,“ segir hann.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira