Grunaður um morð á Akranesi: Játaði að hafa hert að hálsi hins látna Bjarki Ármannsson skrifar 19. október 2015 17:36 Hinn grunaði var handtekinn á strætóbiðstöð eftir að hafa yfirgefið vettvanginn. Vísir/GVA 36 ára karlmaður sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana á Akranesi þann 2. október síðastliðinn játaði við skýrslutökur hjá lögreglu að hafa hert að hálsi mannsins, bæði með berum höndum og með reim. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir hinum grunaða, sem Hæstiréttur staðfesti í dag. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi til 11. nóvember næstkomandi.Reimi fannst í frystikistu í íbúðinni Játningin kemur heim og saman við lýsingu vitnis á vettvangi sem hringdi í Neyðarlínuna. Vitnið sagðist hafa heyrt mennina rífast í íbúðinni þangað sem lögregla var kölluð og séð hinn kærða bregða reim um háls mannsins og herða að.Líkt og áður hefur verið greint frá, yfirgaf hinn grunaði íbúðina á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Sá lést af völdum áverkanna á Landspítalanum í Fossvogi fimm dögum síðar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð skömmu eftir að fórnarlambið var flutt á sjúkrahús, áberandi ölvaður. Lögregla hafði fyrr þann sama dag haft afskipti af manninum vegna ölvunaróláta. Þá hafði hann verið klæddur í sömu föt og við handtökuna utan þess sem að í fyrra skiptið hafði hvítleit reim verið í peysu hans. Sú reim fannst í frystikistu í eldhúsi íbúðarinnar ásamt hvítu, blóðugu belti með svörtu mynstri. Maðurinn neitaði sök við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu og sagðist telja sig hafa verið að reyna að bjarga lífi mannsins. Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Maðurinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Akranesi látinn Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um árásina. 7. október 2015 16:43 Grunaður um morð á Akranesi: Yfirgaf vettvang meðan lögreglan var á staðnum Neitaði sök við skýrslustöku og taldi sig hafa verið að bjarga lífi fórnarlambsins. 9. október 2015 15:25 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
36 ára karlmaður sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana á Akranesi þann 2. október síðastliðinn játaði við skýrslutökur hjá lögreglu að hafa hert að hálsi mannsins, bæði með berum höndum og með reim. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir hinum grunaða, sem Hæstiréttur staðfesti í dag. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi til 11. nóvember næstkomandi.Reimi fannst í frystikistu í íbúðinni Játningin kemur heim og saman við lýsingu vitnis á vettvangi sem hringdi í Neyðarlínuna. Vitnið sagðist hafa heyrt mennina rífast í íbúðinni þangað sem lögregla var kölluð og séð hinn kærða bregða reim um háls mannsins og herða að.Líkt og áður hefur verið greint frá, yfirgaf hinn grunaði íbúðina á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Sá lést af völdum áverkanna á Landspítalanum í Fossvogi fimm dögum síðar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð skömmu eftir að fórnarlambið var flutt á sjúkrahús, áberandi ölvaður. Lögregla hafði fyrr þann sama dag haft afskipti af manninum vegna ölvunaróláta. Þá hafði hann verið klæddur í sömu föt og við handtökuna utan þess sem að í fyrra skiptið hafði hvítleit reim verið í peysu hans. Sú reim fannst í frystikistu í eldhúsi íbúðarinnar ásamt hvítu, blóðugu belti með svörtu mynstri. Maðurinn neitaði sök við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu og sagðist telja sig hafa verið að reyna að bjarga lífi mannsins.
Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Maðurinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Akranesi látinn Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um árásina. 7. október 2015 16:43 Grunaður um morð á Akranesi: Yfirgaf vettvang meðan lögreglan var á staðnum Neitaði sök við skýrslustöku og taldi sig hafa verið að bjarga lífi fórnarlambsins. 9. október 2015 15:25 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00
Maðurinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Akranesi látinn Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um árásina. 7. október 2015 16:43
Grunaður um morð á Akranesi: Yfirgaf vettvang meðan lögreglan var á staðnum Neitaði sök við skýrslustöku og taldi sig hafa verið að bjarga lífi fórnarlambsins. 9. október 2015 15:25