Grunaður um morð á Akranesi: Yfirgaf vettvang meðan lögreglan var á staðnum Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2015 15:25 Hinn grunaði var handtekinn á strætóbiðstöð eftir að hafa yfirgefið vettvanginn með lögregla var þar. Vísir/GVA Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni að bana á Akranesi síðastliðinn föstudag yfirgaf vettvang árásarinnar á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir manninum sem birtur er á vef Hæstaréttar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð á Akranesi skömmu eftir að fórnarlambið hafði verið flutt á sjúkrahús. Var maðurinn áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa stóra flösku af Jägermeister áfengi á sér.Vitni beitti hjartahnoði Í greinargerð lögreglustjórans á Vesturlandi kemur fram að lögreglu barst skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 17:21 föstudaginn 2. október síðastliðinn um meðvitundarleysi í íbúð á Akranesi. Lögreglumenn fóru strax á vettvang og á leiðinni bárust þeim upplýsingar um að hugsanlega væri um hengingu að ræða. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar hinn grunaði og vitni að árásinni sem beitti hjartahnoði á fórnarlambið. Lögreglan segir manninn sem lést ekki hafa verið með púls og ekki andað, verið blóðugur í andliti og byrjaður að blána. Lögreglumenn tóku yfir endurlífgunartilraunir á þessu stigi.Komst aldrei til meðvitundar Skömmu á eftir lögreglu mættu sjúkraflutningsmenn á vettvang ásamt vaktlækni og hjúkrunarfræðingi. Fórnarlambið var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús á Akranesi en þar var strax tekin ákvörðun um að flytja hann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn komst aldrei til meðvitundar og lést á miðvikudag. Í greinargerð lögreglustjórans er haft eftir vitni á vettvangi að það hefði fyrr um daginn heyrt hinn grunaða og hinn látna rífast. Þegar vitnið heyrði að hinn grunaði hefði farið út úr íbúðinni hefði það farið út úr herbergi sínu. Sagðist vitnið hafa heyrt í kærða vera að moka úti og þá farið að kanna með brotaþola og séð hann á grúfu í stofu íbúðarinnar. Var fórnarlambið þá búið að missa þvag og verið orðinn blár í framan. Vitnið hefði sagt að reim hefði verið utan um hálsinn á brotaþola og belti við hlið hans og að blóð hefði verið á beltinu.Stoppaði þegar hann heyrði í sírenum Reim hefði verið bundin utan um háls brotaþola en ekki fest nein staðar. Vitnið greindi frá því að það hefði hringt í 112 og kallað eftir aðstoð sjúkraflutningamanna og lögreglu. Á meðan símtalinu stóð hefði hinn grunaði komið inn aftur, tekið reimina sem áður hafði verið um háls brotaþola, brugðið henni um háls brotaþola og hert að. Vitnið hefði reynt að stöðva hinn grunaða, sem stoppaði þegar hann heyrði í sírenum lögreglubifreiðar nálgast húsið.Höfðu afskipti af hinum grunaða fyrr um daginn Lögreglumenn, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fundu reim og belti í frystikistu í eldhúsi. Fyrr þennan sama dag hafði lögregla afskipti af hinum grunaða vegna ölvunaróláta hans. Hann var klæddur í sömu föt og við handtökuna, utan þess sem að þá hafi hvítleit reim verið í peysu hans. Þegar reimin fannst í frystikistunni vantaði málmhólk á annan enda hennar. Sambærilegur málmhólkur fannst í fötum brotaþola þegar hann hafi verið afklæddur á sjúkrahúsi.Neitaði sök Hinn grunaði tjáði sig ekki mikið við skýrslutöku en neitaði sök og taldi sig hafa verið að reyna að bjarga lífi brotaþola. Lögregla segir hinn grunaða hafa ítrekað við handtökuna að fórnarlambið hefði tekið inn morfíntöflur sem hinn grunaði átti og að fórnarlambið hefði dáið. Að mati Héraðsdóms Vesturlands er fyrir hendi rökstuddur grunur um að hinn grunaði hefði framið verknað sem fangelsisrefsing liggi við með því að hafa brugðið ól um háls brotaþola og hert að. Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni að bana á Akranesi síðastliðinn föstudag yfirgaf vettvang árásarinnar á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir manninum sem birtur er á vef Hæstaréttar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð á Akranesi skömmu eftir að fórnarlambið hafði verið flutt á sjúkrahús. Var maðurinn áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa stóra flösku af Jägermeister áfengi á sér.Vitni beitti hjartahnoði Í greinargerð lögreglustjórans á Vesturlandi kemur fram að lögreglu barst skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 17:21 föstudaginn 2. október síðastliðinn um meðvitundarleysi í íbúð á Akranesi. Lögreglumenn fóru strax á vettvang og á leiðinni bárust þeim upplýsingar um að hugsanlega væri um hengingu að ræða. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar hinn grunaði og vitni að árásinni sem beitti hjartahnoði á fórnarlambið. Lögreglan segir manninn sem lést ekki hafa verið með púls og ekki andað, verið blóðugur í andliti og byrjaður að blána. Lögreglumenn tóku yfir endurlífgunartilraunir á þessu stigi.Komst aldrei til meðvitundar Skömmu á eftir lögreglu mættu sjúkraflutningsmenn á vettvang ásamt vaktlækni og hjúkrunarfræðingi. Fórnarlambið var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús á Akranesi en þar var strax tekin ákvörðun um að flytja hann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn komst aldrei til meðvitundar og lést á miðvikudag. Í greinargerð lögreglustjórans er haft eftir vitni á vettvangi að það hefði fyrr um daginn heyrt hinn grunaða og hinn látna rífast. Þegar vitnið heyrði að hinn grunaði hefði farið út úr íbúðinni hefði það farið út úr herbergi sínu. Sagðist vitnið hafa heyrt í kærða vera að moka úti og þá farið að kanna með brotaþola og séð hann á grúfu í stofu íbúðarinnar. Var fórnarlambið þá búið að missa þvag og verið orðinn blár í framan. Vitnið hefði sagt að reim hefði verið utan um hálsinn á brotaþola og belti við hlið hans og að blóð hefði verið á beltinu.Stoppaði þegar hann heyrði í sírenum Reim hefði verið bundin utan um háls brotaþola en ekki fest nein staðar. Vitnið greindi frá því að það hefði hringt í 112 og kallað eftir aðstoð sjúkraflutningamanna og lögreglu. Á meðan símtalinu stóð hefði hinn grunaði komið inn aftur, tekið reimina sem áður hafði verið um háls brotaþola, brugðið henni um háls brotaþola og hert að. Vitnið hefði reynt að stöðva hinn grunaða, sem stoppaði þegar hann heyrði í sírenum lögreglubifreiðar nálgast húsið.Höfðu afskipti af hinum grunaða fyrr um daginn Lögreglumenn, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fundu reim og belti í frystikistu í eldhúsi. Fyrr þennan sama dag hafði lögregla afskipti af hinum grunaða vegna ölvunaróláta hans. Hann var klæddur í sömu föt og við handtökuna, utan þess sem að þá hafi hvítleit reim verið í peysu hans. Þegar reimin fannst í frystikistunni vantaði málmhólk á annan enda hennar. Sambærilegur málmhólkur fannst í fötum brotaþola þegar hann hafi verið afklæddur á sjúkrahúsi.Neitaði sök Hinn grunaði tjáði sig ekki mikið við skýrslutöku en neitaði sök og taldi sig hafa verið að reyna að bjarga lífi brotaþola. Lögregla segir hinn grunaða hafa ítrekað við handtökuna að fórnarlambið hefði tekið inn morfíntöflur sem hinn grunaði átti og að fórnarlambið hefði dáið. Að mati Héraðsdóms Vesturlands er fyrir hendi rökstuddur grunur um að hinn grunaði hefði framið verknað sem fangelsisrefsing liggi við með því að hafa brugðið ól um háls brotaþola og hert að.
Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00