Faðir Eurovision á Íslandi: „Ég hef verið plataður“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. maí 2015 16:34 „Ríkisútvarpið var ekki á þeim buxunum að hleypa þessari lágmenningu að,” segir Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður sem er ábyrgur fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Hann var á þeim tíma útvarpsstjóri á Rás 2 en það tók hann nokkur ár að koma því í gegn að fá að taka þátt. Þorgeir ræddi um hvernig Ísland endaði í Eurovision þegar hann mætti ásamt Siggu Beinteins í hlaðvarpsþáttinn Eurovísi. Þorgeir segir að það hafi verið mikill áhugi á meðal fólks þó að sumir hafi verið neikvæðir. „Það var gríðarleg forvitni hjá ungu fólki en þeir hinir eldri, margir hverjir, leyst ekkert á þetta því þetta kostaði, ég man ekki, eitthvað um 40 milljónir,“ segir hann. Hrafn Gunnlaugsson var á þessum tíma framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og segir Þorgeir að það hafi skipt sköpum. „Það breytti miklu því Hrafn var talsmaður sinnar kynslóðar og var framsækinn og vildi brjóta niður allskonar múra,” segir Þorgeir. „Við komum okkur saman um að fjármagna þetta með því að stela framkvæmdasjóði Sjónvarpsins,” segir hann og bætir við að Rás 2 hafi borgað 15 til 20 prósent af kostnaðinum. Miklar vonir höfðu verið gerðar til íslenska lagsins og segist Þorgeir hafa trúað því að Ísland væri að fara að vera í efstu þremur sætunum. Þegar stigagjöfin hófst segir Þorgeir að tvær grímur hafi verið farnar að renna á hann. „Ég hef verið plataður,“ segist Þorgeir hafa hugsað. „Ég spurði norðmennina, tæknimennina, hvort ég væri með bilaða skjái. Þetta gat bara ekki verið.“ Það kom svo að því að eitthvað smáríki gaf Íslandi átta stig en stigin urðu ekki mikið fleiri. „Ég kleip mig í innanvert lærið svo lítið bæri á og sagði “Héðan í frá Þorgeir læturðu aldrei plata þig“,“ segist hann hafa sagt við sjálfan sig.Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
„Ríkisútvarpið var ekki á þeim buxunum að hleypa þessari lágmenningu að,” segir Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður sem er ábyrgur fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Hann var á þeim tíma útvarpsstjóri á Rás 2 en það tók hann nokkur ár að koma því í gegn að fá að taka þátt. Þorgeir ræddi um hvernig Ísland endaði í Eurovision þegar hann mætti ásamt Siggu Beinteins í hlaðvarpsþáttinn Eurovísi. Þorgeir segir að það hafi verið mikill áhugi á meðal fólks þó að sumir hafi verið neikvæðir. „Það var gríðarleg forvitni hjá ungu fólki en þeir hinir eldri, margir hverjir, leyst ekkert á þetta því þetta kostaði, ég man ekki, eitthvað um 40 milljónir,“ segir hann. Hrafn Gunnlaugsson var á þessum tíma framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og segir Þorgeir að það hafi skipt sköpum. „Það breytti miklu því Hrafn var talsmaður sinnar kynslóðar og var framsækinn og vildi brjóta niður allskonar múra,” segir Þorgeir. „Við komum okkur saman um að fjármagna þetta með því að stela framkvæmdasjóði Sjónvarpsins,” segir hann og bætir við að Rás 2 hafi borgað 15 til 20 prósent af kostnaðinum. Miklar vonir höfðu verið gerðar til íslenska lagsins og segist Þorgeir hafa trúað því að Ísland væri að fara að vera í efstu þremur sætunum. Þegar stigagjöfin hófst segir Þorgeir að tvær grímur hafi verið farnar að renna á hann. „Ég hef verið plataður,“ segist Þorgeir hafa hugsað. „Ég spurði norðmennina, tæknimennina, hvort ég væri með bilaða skjái. Þetta gat bara ekki verið.“ Það kom svo að því að eitthvað smáríki gaf Íslandi átta stig en stigin urðu ekki mikið fleiri. „Ég kleip mig í innanvert lærið svo lítið bæri á og sagði “Héðan í frá Þorgeir læturðu aldrei plata þig“,“ segist hann hafa sagt við sjálfan sig.Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira