Emmsjé Gauti um Reykjavíkurdætur: „Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum bekknum er boðið“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. febrúar 2015 16:39 Emmsjé Gauti opnaði á umræðuna um helgina. Rapparinn Emmsjé Gauti hristi heldur betur upp í hlutunum með tísti um helgina, sem vakti gríðarmikla athygli á Twitter. Hann sagði að Reykjavíkurdætur væru „feit pæling sem gengi ekki upp.“ Kolfinna Nikulásdóttir, einnig þekkt sem Kylfan, tók þessu tísti ekki vel og skaut föstum skotum tilbaka á Gauta. Vísir fer ofan í saumana á málinu. Fyrst er líklega rétt að byrja á tístinu sem er upphafið af öllu:Þetta er ekki spurning um kyn. Rapp er rapp. RVK dætur var feit pæling sem gekk ekki upp. Vond tónlist er vond tónlist. — Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) January 31, 2015 Tístið hefur vakið mikla athygli. Margir hafa endurbirt það og margir smellt á „favorite-takkann“ við færsluna. Ýmsir hafa tekið undir með Gauta, bæði á Twitter og annarsstaðar:@emmsjegauti Þorir þegar aðrir þegja. #takk — Hinrik (@hinnhinni) January 31, 2015@emmsjegauti#realtalk — Máni Steinn Ómarsson (@ManiSteinnO) January 31, 2015@emmsjegauti þetta er svo alltof satt. — Össur DeLonge (@JODYEIIIDELONGE) January 31, 2015@emmsjegauti ég hélt það mætti ekki segja þetta? — Katrín Atladóttir (@katrinat) January 31, 2015Þrjár til fjórar virkilega góðar „Sko, það er ekki spurning að það þurfti að fá stelpur inn í rappið og fá meiri breidd í senuna. Og það var yndislegt að sjá sveitina þegar hún kom fyrst fram. En sveitin hefur ekki staðið undir væntingum,“ segir Gauti Þeyr Másson og útskýrir mál sitt nánar: „Ég hef sagt þeim það persónulega að þrjár til fjórar þeirra eru mjög góðar. En aðrar eru ekki góðar. Það er bara þannig. Og það er ekki hægt að búast við öðru ef allir sem vilja fá að vera með. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum í bekknum er boðið. Auðvitað verður þetta ekki allt gott.“ „Ég vil samt árétta að ég er að ekki að „starta beefi“. Ég er einfaldlega að segja mína skoðun undir nafni. Ég hef ekkert á móti góðu hópefli, en þetta er bara ekki góð tónlist.“ Hann segir að reynslan spili líka inn í málið, en sveitin var stofnuð í ágúst 2013 og fyrsta lag sveitarinnar kom út opinberlega haustið 2013. „Þær eru búnar að rappa í um eitt og hálft ár. Ég get ekkert ætlast til þess að labba inn á æfingu hjá Keilufélagi Reykjavíkur og náð fellu í fyrstu tilraun.“Íhuga að gera „disslag“Reykjavíkur dætur íhuga nú að gera svokallað „disslag“ til að svara Gauta. Reyndar vill blaðamaður biðjast afsökunar á því að nota orðið „disslag“ og óskar eftir ábendingum um orð sem er meira móðins. „Það sem ég hef um um elsku Gauta er að ég held að hann sé drifinn af ótta og minnimáttarkennd,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir og skýtur föstum skotum: „Ég held að þetta sé útaf því að við erum svo hárprúð hljómsveit, hvert fór eiginlega hárið á Gauta?“Getum við búist við svari frá Reykjavíkurdætrum, ætlið þið að gera lag um Gauta? „Við ætlum að skoða það bara. Við ætlum að leggjast undir feld. Fólk verður bara að fylgjast vel með.“En hvað finnst þér um viðbrögðin við tístinu? Nú eru margir sem hafa „retweetað“ þetta og ýtt á „Favorite-takkann“. „Já, það er bara allt gert í kaldhæðni.“ Kolfinna segir skoðanir og viðhorf Gauta einkennast af þröngsýni.„Hvað er hann gamall? Fertugur? Nei, grínlaust það er skrýtið að vera orðinn remba svona ungur,“ segir hún um hinn 24 ára gamla rappara. Kolfinna er ekki hrifin af tónlistinni hans Gauta. „Hefur þú séð nýja myndbandið hans? Eða ég veit ekki hvort það geti kallast myndband. Þetta er einhverskonar viðleitni til þess að taka þátt í einhverju sem gæti kallast tónlist.“Tabú að gagnrýna Reykjavíkurdætur Emmsjé Gauti segir að viðbrögðin við tístinu hans sýna að margir eru honum sammála. „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur. Sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Hann kryfur þetta nánar. „Þeir frábæru eiginleikar sem eru svo sannarlega til staðar hjá sumum meðlimum sveitarinnar fá ekki að njóta sín og kafna hreinlega undir pressu frá þeim sem hljóma alls ekki nógu vel á upptöku.“ Gauti segist alls ekki hafa neitt persónulega á móti Reykjavíkudætrum. „Nei, alls ekki. Ég lít á margar þeirra sem vinkonur mínar. Það er á teikniborðinu að skoða að gera tónlist með einhverjum þeirra og ég er að fara að spila á tónleikum á þeirra vegum í næsta mánuði. Þannig að þetta er ekkert persónulegt." Gauti gagnrýnir þær líka fyrir að setja sig í ákveðnar stellingar þegar það kemur að rappinu. „Þegar ég kem fram þá er ég bara ég. En þegar þær rappa er eins og þær setji derhúfuna á ská og setji á sig gullkeðjur. Eins og þær fari í einhvern rapp-búning, spila inn á steríótýpuna af rappi. Reyndar eru nokkrar af þeim í leiklist svo það er aldrei að vita hvort þetta sé bara einn stór gjörningur eftir allt saman.“ Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti hristi heldur betur upp í hlutunum með tísti um helgina, sem vakti gríðarmikla athygli á Twitter. Hann sagði að Reykjavíkurdætur væru „feit pæling sem gengi ekki upp.“ Kolfinna Nikulásdóttir, einnig þekkt sem Kylfan, tók þessu tísti ekki vel og skaut föstum skotum tilbaka á Gauta. Vísir fer ofan í saumana á málinu. Fyrst er líklega rétt að byrja á tístinu sem er upphafið af öllu:Þetta er ekki spurning um kyn. Rapp er rapp. RVK dætur var feit pæling sem gekk ekki upp. Vond tónlist er vond tónlist. — Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) January 31, 2015 Tístið hefur vakið mikla athygli. Margir hafa endurbirt það og margir smellt á „favorite-takkann“ við færsluna. Ýmsir hafa tekið undir með Gauta, bæði á Twitter og annarsstaðar:@emmsjegauti Þorir þegar aðrir þegja. #takk — Hinrik (@hinnhinni) January 31, 2015@emmsjegauti#realtalk — Máni Steinn Ómarsson (@ManiSteinnO) January 31, 2015@emmsjegauti þetta er svo alltof satt. — Össur DeLonge (@JODYEIIIDELONGE) January 31, 2015@emmsjegauti ég hélt það mætti ekki segja þetta? — Katrín Atladóttir (@katrinat) January 31, 2015Þrjár til fjórar virkilega góðar „Sko, það er ekki spurning að það þurfti að fá stelpur inn í rappið og fá meiri breidd í senuna. Og það var yndislegt að sjá sveitina þegar hún kom fyrst fram. En sveitin hefur ekki staðið undir væntingum,“ segir Gauti Þeyr Másson og útskýrir mál sitt nánar: „Ég hef sagt þeim það persónulega að þrjár til fjórar þeirra eru mjög góðar. En aðrar eru ekki góðar. Það er bara þannig. Og það er ekki hægt að búast við öðru ef allir sem vilja fá að vera með. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum í bekknum er boðið. Auðvitað verður þetta ekki allt gott.“ „Ég vil samt árétta að ég er að ekki að „starta beefi“. Ég er einfaldlega að segja mína skoðun undir nafni. Ég hef ekkert á móti góðu hópefli, en þetta er bara ekki góð tónlist.“ Hann segir að reynslan spili líka inn í málið, en sveitin var stofnuð í ágúst 2013 og fyrsta lag sveitarinnar kom út opinberlega haustið 2013. „Þær eru búnar að rappa í um eitt og hálft ár. Ég get ekkert ætlast til þess að labba inn á æfingu hjá Keilufélagi Reykjavíkur og náð fellu í fyrstu tilraun.“Íhuga að gera „disslag“Reykjavíkur dætur íhuga nú að gera svokallað „disslag“ til að svara Gauta. Reyndar vill blaðamaður biðjast afsökunar á því að nota orðið „disslag“ og óskar eftir ábendingum um orð sem er meira móðins. „Það sem ég hef um um elsku Gauta er að ég held að hann sé drifinn af ótta og minnimáttarkennd,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir og skýtur föstum skotum: „Ég held að þetta sé útaf því að við erum svo hárprúð hljómsveit, hvert fór eiginlega hárið á Gauta?“Getum við búist við svari frá Reykjavíkurdætrum, ætlið þið að gera lag um Gauta? „Við ætlum að skoða það bara. Við ætlum að leggjast undir feld. Fólk verður bara að fylgjast vel með.“En hvað finnst þér um viðbrögðin við tístinu? Nú eru margir sem hafa „retweetað“ þetta og ýtt á „Favorite-takkann“. „Já, það er bara allt gert í kaldhæðni.“ Kolfinna segir skoðanir og viðhorf Gauta einkennast af þröngsýni.„Hvað er hann gamall? Fertugur? Nei, grínlaust það er skrýtið að vera orðinn remba svona ungur,“ segir hún um hinn 24 ára gamla rappara. Kolfinna er ekki hrifin af tónlistinni hans Gauta. „Hefur þú séð nýja myndbandið hans? Eða ég veit ekki hvort það geti kallast myndband. Þetta er einhverskonar viðleitni til þess að taka þátt í einhverju sem gæti kallast tónlist.“Tabú að gagnrýna Reykjavíkurdætur Emmsjé Gauti segir að viðbrögðin við tístinu hans sýna að margir eru honum sammála. „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur. Sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Hann kryfur þetta nánar. „Þeir frábæru eiginleikar sem eru svo sannarlega til staðar hjá sumum meðlimum sveitarinnar fá ekki að njóta sín og kafna hreinlega undir pressu frá þeim sem hljóma alls ekki nógu vel á upptöku.“ Gauti segist alls ekki hafa neitt persónulega á móti Reykjavíkudætrum. „Nei, alls ekki. Ég lít á margar þeirra sem vinkonur mínar. Það er á teikniborðinu að skoða að gera tónlist með einhverjum þeirra og ég er að fara að spila á tónleikum á þeirra vegum í næsta mánuði. Þannig að þetta er ekkert persónulegt." Gauti gagnrýnir þær líka fyrir að setja sig í ákveðnar stellingar þegar það kemur að rappinu. „Þegar ég kem fram þá er ég bara ég. En þegar þær rappa er eins og þær setji derhúfuna á ská og setji á sig gullkeðjur. Eins og þær fari í einhvern rapp-búning, spila inn á steríótýpuna af rappi. Reyndar eru nokkrar af þeim í leiklist svo það er aldrei að vita hvort þetta sé bara einn stór gjörningur eftir allt saman.“
Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira