Sverrir Ingi: Eru í engum vafa um að ég sé rétti maðurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2015 21:37 Sverrir Ingi Ingason spilar í Belgíu næstu árin. vísir/daníel „Það er mjög gott að vera búinn að ganga frá þessu og nú eru bara bjartir tímar fram undan,“ segir knattspyrnumaðurinn Sverrir Ingi Ingason við Vísi, en í kvöld var gengið frá félagaskiptum hans frá Viking í Stavanger til Lokeren í Belgíu. Viking hafnaði tveimur tilboðum frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland í Sverri Inga og einu frá Lokeren áður en öðru tilboði Belganna var tekið. „Þetta hefur verið erfitt því Viking vildi fá mikið fyrir mig og settu á mig háan verðmiða. Þeir töldu mig það mikilvægan liðinu að þeir urðu að fá hátt verð. En Lokeren var tilbúið að bjóða vel. Það hefur fylgst með mér í svolítinn tíma og voru fljótir að setja sig í samband við umboðsmanninn minn þegar þeir misstu Scholz,“ segir Sverrir Ingi. „Ég er búinn að tala við þjálfarann hérna og yfirmann knattspyrnumála. Þeir höfðu samband við aðra menn út af mér og einnig skoðað mig vel. Þeir eru ekki í neinum vafa um að ég sé rétti maðurinn til að fylla í skarðið.“ Sverrir spilaði með Breiðabliki áður en hann hélt til Viking þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð. Hann er spenntur fyrir nýrri áskorun og stefnir á að komast strax í liðið. „Mitt markmið er alltaf að spila allal eiki. Ég set mikla pressu á sjálfan mig og er í engum vafa um að ef ég geri allt það sem ég ætla mér að gera þá byrja ég alla leiki,“ segir hann. „Ég tók upphaflega skrefið til Viking því ég vissi að ég þyrfti að komast í lið á Norðurlöndum þar sem ég gæti þroskast sem leikmaður og fengið að spila. Ég vildi frekar taka það skref heldur en að taka of stórt skref strax og þurfa svo að taka skref til baka.“ Belgíska deildin segir Sverrir Inga vera spennandi og hann vill spila á eins háu stigi og hann getur til að komast í landsliðið. „Belgíska deildin er flott og lið þar verið að gera góða hluti í Evrópu. Hérna er maður kominn í alvöru deild og ég er kominn út fyrir Noreg kannski aðeins á undan áætlun sem er mjög fínt.“ „Íslenska landsliðið er svo gott í að dag að maður verður að vera í góðu liði til að spila með því. það dreymir alla um að fá að vera hluti af landsliðinu eins og það er í dag þegar leikmennirnir og þjálfararnir eru að ná svona góðum úrslitum.“ „Það væri draumur að vera hluti af landslisðhópnum og ég hef fulla trú á að það gæti gerst ef ég stend mig hér eins og ég ætla að gera,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Fótbolti Tengdar fréttir Viking selur Sverrir Inga til Lokeren Sverrir Ingi Ingason er á leiðinni til belgíska liðsins Lokeren en Belgarnir hafi náð samkomulagi við Viking um kaup á íslenska miðverðinum. 30. janúar 2015 16:02 Viking hafnar 100 milljóna króna tilboði Lokeren í Sverri Inga Miðvörðurinn sterki eftirsóttur af liðum í dönsku- og belgísku úrvalsdeildinni. 29. janúar 2015 15:30 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Sjá meira
„Það er mjög gott að vera búinn að ganga frá þessu og nú eru bara bjartir tímar fram undan,“ segir knattspyrnumaðurinn Sverrir Ingi Ingason við Vísi, en í kvöld var gengið frá félagaskiptum hans frá Viking í Stavanger til Lokeren í Belgíu. Viking hafnaði tveimur tilboðum frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland í Sverri Inga og einu frá Lokeren áður en öðru tilboði Belganna var tekið. „Þetta hefur verið erfitt því Viking vildi fá mikið fyrir mig og settu á mig háan verðmiða. Þeir töldu mig það mikilvægan liðinu að þeir urðu að fá hátt verð. En Lokeren var tilbúið að bjóða vel. Það hefur fylgst með mér í svolítinn tíma og voru fljótir að setja sig í samband við umboðsmanninn minn þegar þeir misstu Scholz,“ segir Sverrir Ingi. „Ég er búinn að tala við þjálfarann hérna og yfirmann knattspyrnumála. Þeir höfðu samband við aðra menn út af mér og einnig skoðað mig vel. Þeir eru ekki í neinum vafa um að ég sé rétti maðurinn til að fylla í skarðið.“ Sverrir spilaði með Breiðabliki áður en hann hélt til Viking þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð. Hann er spenntur fyrir nýrri áskorun og stefnir á að komast strax í liðið. „Mitt markmið er alltaf að spila allal eiki. Ég set mikla pressu á sjálfan mig og er í engum vafa um að ef ég geri allt það sem ég ætla mér að gera þá byrja ég alla leiki,“ segir hann. „Ég tók upphaflega skrefið til Viking því ég vissi að ég þyrfti að komast í lið á Norðurlöndum þar sem ég gæti þroskast sem leikmaður og fengið að spila. Ég vildi frekar taka það skref heldur en að taka of stórt skref strax og þurfa svo að taka skref til baka.“ Belgíska deildin segir Sverrir Inga vera spennandi og hann vill spila á eins háu stigi og hann getur til að komast í landsliðið. „Belgíska deildin er flott og lið þar verið að gera góða hluti í Evrópu. Hérna er maður kominn í alvöru deild og ég er kominn út fyrir Noreg kannski aðeins á undan áætlun sem er mjög fínt.“ „Íslenska landsliðið er svo gott í að dag að maður verður að vera í góðu liði til að spila með því. það dreymir alla um að fá að vera hluti af landsliðinu eins og það er í dag þegar leikmennirnir og þjálfararnir eru að ná svona góðum úrslitum.“ „Það væri draumur að vera hluti af landslisðhópnum og ég hef fulla trú á að það gæti gerst ef ég stend mig hér eins og ég ætla að gera,“ segir Sverrir Ingi Ingason.
Fótbolti Tengdar fréttir Viking selur Sverrir Inga til Lokeren Sverrir Ingi Ingason er á leiðinni til belgíska liðsins Lokeren en Belgarnir hafi náð samkomulagi við Viking um kaup á íslenska miðverðinum. 30. janúar 2015 16:02 Viking hafnar 100 milljóna króna tilboði Lokeren í Sverri Inga Miðvörðurinn sterki eftirsóttur af liðum í dönsku- og belgísku úrvalsdeildinni. 29. janúar 2015 15:30 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Sjá meira
Viking selur Sverrir Inga til Lokeren Sverrir Ingi Ingason er á leiðinni til belgíska liðsins Lokeren en Belgarnir hafi náð samkomulagi við Viking um kaup á íslenska miðverðinum. 30. janúar 2015 16:02
Viking hafnar 100 milljóna króna tilboði Lokeren í Sverri Inga Miðvörðurinn sterki eftirsóttur af liðum í dönsku- og belgísku úrvalsdeildinni. 29. janúar 2015 15:30