Sverrir Ingi: Eru í engum vafa um að ég sé rétti maðurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2015 21:37 Sverrir Ingi Ingason spilar í Belgíu næstu árin. vísir/daníel „Það er mjög gott að vera búinn að ganga frá þessu og nú eru bara bjartir tímar fram undan,“ segir knattspyrnumaðurinn Sverrir Ingi Ingason við Vísi, en í kvöld var gengið frá félagaskiptum hans frá Viking í Stavanger til Lokeren í Belgíu. Viking hafnaði tveimur tilboðum frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland í Sverri Inga og einu frá Lokeren áður en öðru tilboði Belganna var tekið. „Þetta hefur verið erfitt því Viking vildi fá mikið fyrir mig og settu á mig háan verðmiða. Þeir töldu mig það mikilvægan liðinu að þeir urðu að fá hátt verð. En Lokeren var tilbúið að bjóða vel. Það hefur fylgst með mér í svolítinn tíma og voru fljótir að setja sig í samband við umboðsmanninn minn þegar þeir misstu Scholz,“ segir Sverrir Ingi. „Ég er búinn að tala við þjálfarann hérna og yfirmann knattspyrnumála. Þeir höfðu samband við aðra menn út af mér og einnig skoðað mig vel. Þeir eru ekki í neinum vafa um að ég sé rétti maðurinn til að fylla í skarðið.“ Sverrir spilaði með Breiðabliki áður en hann hélt til Viking þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð. Hann er spenntur fyrir nýrri áskorun og stefnir á að komast strax í liðið. „Mitt markmið er alltaf að spila allal eiki. Ég set mikla pressu á sjálfan mig og er í engum vafa um að ef ég geri allt það sem ég ætla mér að gera þá byrja ég alla leiki,“ segir hann. „Ég tók upphaflega skrefið til Viking því ég vissi að ég þyrfti að komast í lið á Norðurlöndum þar sem ég gæti þroskast sem leikmaður og fengið að spila. Ég vildi frekar taka það skref heldur en að taka of stórt skref strax og þurfa svo að taka skref til baka.“ Belgíska deildin segir Sverrir Inga vera spennandi og hann vill spila á eins háu stigi og hann getur til að komast í landsliðið. „Belgíska deildin er flott og lið þar verið að gera góða hluti í Evrópu. Hérna er maður kominn í alvöru deild og ég er kominn út fyrir Noreg kannski aðeins á undan áætlun sem er mjög fínt.“ „Íslenska landsliðið er svo gott í að dag að maður verður að vera í góðu liði til að spila með því. það dreymir alla um að fá að vera hluti af landsliðinu eins og það er í dag þegar leikmennirnir og þjálfararnir eru að ná svona góðum úrslitum.“ „Það væri draumur að vera hluti af landslisðhópnum og ég hef fulla trú á að það gæti gerst ef ég stend mig hér eins og ég ætla að gera,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Fótbolti Tengdar fréttir Viking selur Sverrir Inga til Lokeren Sverrir Ingi Ingason er á leiðinni til belgíska liðsins Lokeren en Belgarnir hafi náð samkomulagi við Viking um kaup á íslenska miðverðinum. 30. janúar 2015 16:02 Viking hafnar 100 milljóna króna tilboði Lokeren í Sverri Inga Miðvörðurinn sterki eftirsóttur af liðum í dönsku- og belgísku úrvalsdeildinni. 29. janúar 2015 15:30 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
„Það er mjög gott að vera búinn að ganga frá þessu og nú eru bara bjartir tímar fram undan,“ segir knattspyrnumaðurinn Sverrir Ingi Ingason við Vísi, en í kvöld var gengið frá félagaskiptum hans frá Viking í Stavanger til Lokeren í Belgíu. Viking hafnaði tveimur tilboðum frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland í Sverri Inga og einu frá Lokeren áður en öðru tilboði Belganna var tekið. „Þetta hefur verið erfitt því Viking vildi fá mikið fyrir mig og settu á mig háan verðmiða. Þeir töldu mig það mikilvægan liðinu að þeir urðu að fá hátt verð. En Lokeren var tilbúið að bjóða vel. Það hefur fylgst með mér í svolítinn tíma og voru fljótir að setja sig í samband við umboðsmanninn minn þegar þeir misstu Scholz,“ segir Sverrir Ingi. „Ég er búinn að tala við þjálfarann hérna og yfirmann knattspyrnumála. Þeir höfðu samband við aðra menn út af mér og einnig skoðað mig vel. Þeir eru ekki í neinum vafa um að ég sé rétti maðurinn til að fylla í skarðið.“ Sverrir spilaði með Breiðabliki áður en hann hélt til Viking þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð. Hann er spenntur fyrir nýrri áskorun og stefnir á að komast strax í liðið. „Mitt markmið er alltaf að spila allal eiki. Ég set mikla pressu á sjálfan mig og er í engum vafa um að ef ég geri allt það sem ég ætla mér að gera þá byrja ég alla leiki,“ segir hann. „Ég tók upphaflega skrefið til Viking því ég vissi að ég þyrfti að komast í lið á Norðurlöndum þar sem ég gæti þroskast sem leikmaður og fengið að spila. Ég vildi frekar taka það skref heldur en að taka of stórt skref strax og þurfa svo að taka skref til baka.“ Belgíska deildin segir Sverrir Inga vera spennandi og hann vill spila á eins háu stigi og hann getur til að komast í landsliðið. „Belgíska deildin er flott og lið þar verið að gera góða hluti í Evrópu. Hérna er maður kominn í alvöru deild og ég er kominn út fyrir Noreg kannski aðeins á undan áætlun sem er mjög fínt.“ „Íslenska landsliðið er svo gott í að dag að maður verður að vera í góðu liði til að spila með því. það dreymir alla um að fá að vera hluti af landsliðinu eins og það er í dag þegar leikmennirnir og þjálfararnir eru að ná svona góðum úrslitum.“ „Það væri draumur að vera hluti af landslisðhópnum og ég hef fulla trú á að það gæti gerst ef ég stend mig hér eins og ég ætla að gera,“ segir Sverrir Ingi Ingason.
Fótbolti Tengdar fréttir Viking selur Sverrir Inga til Lokeren Sverrir Ingi Ingason er á leiðinni til belgíska liðsins Lokeren en Belgarnir hafi náð samkomulagi við Viking um kaup á íslenska miðverðinum. 30. janúar 2015 16:02 Viking hafnar 100 milljóna króna tilboði Lokeren í Sverri Inga Miðvörðurinn sterki eftirsóttur af liðum í dönsku- og belgísku úrvalsdeildinni. 29. janúar 2015 15:30 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Viking selur Sverrir Inga til Lokeren Sverrir Ingi Ingason er á leiðinni til belgíska liðsins Lokeren en Belgarnir hafi náð samkomulagi við Viking um kaup á íslenska miðverðinum. 30. janúar 2015 16:02
Viking hafnar 100 milljóna króna tilboði Lokeren í Sverri Inga Miðvörðurinn sterki eftirsóttur af liðum í dönsku- og belgísku úrvalsdeildinni. 29. janúar 2015 15:30