Hafa sýnt tvær heimildarmyndir kostaðar af umfjöllunarefni myndanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. desember 2015 11:20 Skarphéðinn segir að myndin um Búrfellsvirkjun hafi verið meðhöndluð eins og allt annað dagskrárefni. RÚV sendi í gær út heimildarmynd um Búrfellsvirkjun sem framleidd var af Landsvirkjun. Ekki kom fram í neinum dagskrárkynningum eða sjálfri dagskránni að myndin hafi verið framleidd af eiganda virkjunarinnar sem fjallað var um. Þetta er ekki einsdæmi því í síðasta mánuði sýndi RÚV heimildarmynd um garðyrkjuræktun á Íslandi sem framleidd var í samvinnu við Samtök garðyrkjubænda. Báðar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa sýnt umfjöllunarefni sín í mjög jákvæðu ljósi.Á 29 mínútu, lokamínútu myndarinnar um Búrfellsvirkjun, kemur fram að myndin hafi verið gerð í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar.Mynd/RÚVHefð að segja frá í kreditlista Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir aðspurður um af hverju þess hafi hvergi verið getið í dagskrárkynningum RÚV að myndirnar tvær hafi verið kostaðar, að hluta hið minnsta, af umfjöllunarefninu sjálfu að hefð hafi skapast fyrir því að greina frá upplýsingum sem þessum í kreditlista dagskrárliðanna. „Við meðhöndluðum umrædda heimildarmynd um Búrfellsvirkjun eins og allar aðrar heimildarmyndir og þáttaraðir sem okkur bjóðast til kaupa með sama faglega hættinum, einnig þær sem hafa verið fjármagnaðar eða hlotið styrk, að hluta eða öllu leyti frá fyrirtækjum eða stofnunum,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu.Á lokasekúndum kreditlista vegna heimildaþáttar RÚV um garðyrkju kemur fram að myndin hafi verið unnin í samstarfi við Samband garðyrkjubænda.Mynd/RÚV„Við ákvörðun á kaup á sýningarrétti og val á efni til sýningar metum við mjög vandlega hvort það eigi erindi á RÚV, hvort það uppfyllti þær kröfur sem við gerum um nálgun og efnistök – og teljum að myndin um Búrfellsvirkjum hafi gert það,“ segir hann. RÚV greiddi fyrir sýningarrétt á kvikmyndinni um Búrfellsvirkjun og garðyrkjuþáttinn. Ekki algengt Skarphéðinn segir að það heyri til undantekninga að myndir á RÚV séu framleiddar eða fjármagnaðar af umfjöllunarefni sínu. „En kemur þó óhjákvæmilega fyrir hjá RÚV eins og öðrum sjónvarpsstöðvum að keypt er efni til sýningar af sjálfstæðum framleiðendum sem að hluta er fjármagnað af fyrirtækjum og/eða stofnunum og förum þá ætíð fram á að þess sé getið og þá jafnan í kreditlista,“ segir hann. „Það efni er þá skoðað og metið sérstaklega með það í huga.“ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
RÚV sendi í gær út heimildarmynd um Búrfellsvirkjun sem framleidd var af Landsvirkjun. Ekki kom fram í neinum dagskrárkynningum eða sjálfri dagskránni að myndin hafi verið framleidd af eiganda virkjunarinnar sem fjallað var um. Þetta er ekki einsdæmi því í síðasta mánuði sýndi RÚV heimildarmynd um garðyrkjuræktun á Íslandi sem framleidd var í samvinnu við Samtök garðyrkjubænda. Báðar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa sýnt umfjöllunarefni sín í mjög jákvæðu ljósi.Á 29 mínútu, lokamínútu myndarinnar um Búrfellsvirkjun, kemur fram að myndin hafi verið gerð í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar.Mynd/RÚVHefð að segja frá í kreditlista Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir aðspurður um af hverju þess hafi hvergi verið getið í dagskrárkynningum RÚV að myndirnar tvær hafi verið kostaðar, að hluta hið minnsta, af umfjöllunarefninu sjálfu að hefð hafi skapast fyrir því að greina frá upplýsingum sem þessum í kreditlista dagskrárliðanna. „Við meðhöndluðum umrædda heimildarmynd um Búrfellsvirkjun eins og allar aðrar heimildarmyndir og þáttaraðir sem okkur bjóðast til kaupa með sama faglega hættinum, einnig þær sem hafa verið fjármagnaðar eða hlotið styrk, að hluta eða öllu leyti frá fyrirtækjum eða stofnunum,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu.Á lokasekúndum kreditlista vegna heimildaþáttar RÚV um garðyrkju kemur fram að myndin hafi verið unnin í samstarfi við Samband garðyrkjubænda.Mynd/RÚV„Við ákvörðun á kaup á sýningarrétti og val á efni til sýningar metum við mjög vandlega hvort það eigi erindi á RÚV, hvort það uppfyllti þær kröfur sem við gerum um nálgun og efnistök – og teljum að myndin um Búrfellsvirkjum hafi gert það,“ segir hann. RÚV greiddi fyrir sýningarrétt á kvikmyndinni um Búrfellsvirkjun og garðyrkjuþáttinn. Ekki algengt Skarphéðinn segir að það heyri til undantekninga að myndir á RÚV séu framleiddar eða fjármagnaðar af umfjöllunarefni sínu. „En kemur þó óhjákvæmilega fyrir hjá RÚV eins og öðrum sjónvarpsstöðvum að keypt er efni til sýningar af sjálfstæðum framleiðendum sem að hluta er fjármagnað af fyrirtækjum og/eða stofnunum og förum þá ætíð fram á að þess sé getið og þá jafnan í kreditlista,“ segir hann. „Það efni er þá skoðað og metið sérstaklega með það í huga.“
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira