Segir hlé á Schengen-samstarfinu ekki vera til umræðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2015 19:19 Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. vísir/afp Vísir greindi frá því í morgun að ráðherrar aðildarríkja ESB myndu á morgun ræða þann möguleika hvort að gera eigi tveggja á hlé á Schengen-samstarfinu. Haft var eftir Financial Times að það yrði gert þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu.Financial Times byggði frétt sína á minnisblaði sem lekið var til blaðsins og talið var að það yrði lagt fyrir fund ráðherranna á morgun. Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, segir í bréfi til Vísis þennan fréttaflutning vera alrangan. Ekki standi til að ræða tímabundið hlé á samstarfinu - „enda hafa engar slíkar hugmyndir verið viðraðar af aðildarríkjunum,“ segir í bréfi aðstoðarmannsins. „Þvert á móti snýr umræðan að því hvernig megi tryggja hefðbundna og snurðulausa framkvæmd Schengen reglna og auka öryggi og vörslu á ytri landamærum svæðisins, þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“Sjá einnig: Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Á grundvelli heimilda reglugerðar frá árinu 2006 hafa nokkur ríki innan Schengen tekið upp eftirlit á ákveðnum takmörkuðum köflum á innri landamærum sínum, „nánar tiltekið þeim köflum þar sem álagið hefur verið sem mest og öryggi telst ógnað,“ útskýrir aðstoðarmaðurinn. „Samkvæmt 26. grreinar áðurnefndrar reglugerðar má eftirlit á innri landamærum aldrei vara lengur en sex mánuði í senn, nema til komi ákvörðun ráðherraráðs ESB, að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar,“ bætir Þórdís við og segir þetta einungis eiga við í undantekningartilvikum enda geti þetta áhrif á heildarstarfsemi Schengen-svæðisins. „Á fundi ráðherra á morgun er fyrirhugað að ræða með hvaða hætti bregðast megi við því ef einstök ríki neyðast til að viðhalda tímabundnu eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði. Ekkert ríki hefur þó enn fullnýtt þann frest. Markmiðið er að búa í haginn ef aðstæður skapast í framtíðinni og að einstök ríki geti viðhaldið eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði ef hinar sérstöku og fordæmalausa aðstæður eiga við um lengri tíma,“ segir aðstoðarmaðurinn. Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að ráðherrar aðildarríkja ESB myndu á morgun ræða þann möguleika hvort að gera eigi tveggja á hlé á Schengen-samstarfinu. Haft var eftir Financial Times að það yrði gert þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu.Financial Times byggði frétt sína á minnisblaði sem lekið var til blaðsins og talið var að það yrði lagt fyrir fund ráðherranna á morgun. Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, segir í bréfi til Vísis þennan fréttaflutning vera alrangan. Ekki standi til að ræða tímabundið hlé á samstarfinu - „enda hafa engar slíkar hugmyndir verið viðraðar af aðildarríkjunum,“ segir í bréfi aðstoðarmannsins. „Þvert á móti snýr umræðan að því hvernig megi tryggja hefðbundna og snurðulausa framkvæmd Schengen reglna og auka öryggi og vörslu á ytri landamærum svæðisins, þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“Sjá einnig: Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Á grundvelli heimilda reglugerðar frá árinu 2006 hafa nokkur ríki innan Schengen tekið upp eftirlit á ákveðnum takmörkuðum köflum á innri landamærum sínum, „nánar tiltekið þeim köflum þar sem álagið hefur verið sem mest og öryggi telst ógnað,“ útskýrir aðstoðarmaðurinn. „Samkvæmt 26. grreinar áðurnefndrar reglugerðar má eftirlit á innri landamærum aldrei vara lengur en sex mánuði í senn, nema til komi ákvörðun ráðherraráðs ESB, að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar,“ bætir Þórdís við og segir þetta einungis eiga við í undantekningartilvikum enda geti þetta áhrif á heildarstarfsemi Schengen-svæðisins. „Á fundi ráðherra á morgun er fyrirhugað að ræða með hvaða hætti bregðast megi við því ef einstök ríki neyðast til að viðhalda tímabundnu eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði. Ekkert ríki hefur þó enn fullnýtt þann frest. Markmiðið er að búa í haginn ef aðstæður skapast í framtíðinni og að einstök ríki geti viðhaldið eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði ef hinar sérstöku og fordæmalausa aðstæður eiga við um lengri tíma,“ segir aðstoðarmaðurinn. Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári.
Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44