Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. ágúst 2015 21:53 Ívar Orri Kristjánsson sýnir Brynjari Gauta Guðjónssyni rauða spjaldið. vísir/ernir Stjarnan og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Stjarnan komst yfir á 75. mínútu en endaði svo á því að fá bara eitt stig og missa tvo menn út af. "Það er erfitt að skapa eitthvað á móti Víkingunum þegar þeir liggja svona aftarlega og beita skyndisóknum. Við vissum að þeir myndu spila svona því þessu hafa þeir beitt síðan Milos tók við og gert það vel," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir leikinn. "Mér fannst við spila vel í dag. Við sköpuðum samt ekkert mikið af færum en eftir að við skoruðum vildi maður sigla þessu í höfn. Þannig er það nú bara. Við vorum ekkert óheppnir heldur bara klaufar að taka þetta ekki." Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, fékk beint rautt spjald fyrir að sparka Hallgrím Mar Steingrímsson niður á 77. mínútu og seinna fékk Brynjar Gauti Guðjónsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að hlaupa fyrir Thomas Nielsen, markvörð Víkings. "Þetta var glórulaust rautt spjald sem Præst fær en það var óþarfi hjá honum að fara út í svona tæklingar. Svo fær Brynjar rautt spjald eftir tilviljanakenndar pælingar hjá dómaranum. Alveg glórulaust. Það var erfitt að vera tveimur færri síðustu mínúturnar," sagði Rúnar og hélt áfram um Brynjar Gauta: "Þetta er alveg glórulaust. Brynjar Gauti var bara að hlaupa til baka og hvort hann hafi rekist í boltann eða einhver annar veit ég ekki. Ég held að dómarinn hafi ekki vitað það sjálfur og gaf Brynjari því þetta fína gula spjald. Ég á eftir að sjá þetta aftur en ég held að þetta sé ekki rétt hjá dómaranum." "Þetta er dýrt fyrir okkur, en sem betur fer erum við með sterkan hóp og við leysum þetta fyrir mánudaginn." Stjörnuþjálfarinn kættist ekkert yfir því að fá eitt stig þrátt fyrir að tveimur færri síðasta hluta leiksins. "Ég er ekkert sáttur við stigið. Þeir eru að ræna tveimur stigum frá okkur. Við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik og eigum að fá meira út úr þessu en raun ber vitni," sagði Rúnar Páll. Hann kveðst vonsvikinn yfir því að liðið hafi ekki loks farið í gang eftir sannfærandi sigur á Eyjamönnum á dögunum. Þeim sigri fylgdu Stjörnumenn eftir með tapi gegn Leikni og jafntefli í kvöld. "Auðvitað vonaðist ég til þess að við myndum hrökkva í gang. Við vorum miklu betri aðilinn upp í Breiðholti í síðustu umferð en fengum ekkert þar. Frammistaðan þar var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en í dag var hún góð og við áttum skilið meira en eitt stig," sagði Rúnar Páll. Aðspurður að lokum um umræðuna í kringum Jeppe Hansen á Þjóðhátíð í Eyjum sagði Rúnar Páll engar agareglur hafa verið brotnar. Daninn byrjaði á bekknum í dag eftir að vera veikur í í síðustu umferð. "Menn fengu bara frí á laugardag og sunnudag. Það voru engar agareglur brotnar eða neitt slíkt," sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira
Stjarnan og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Stjarnan komst yfir á 75. mínútu en endaði svo á því að fá bara eitt stig og missa tvo menn út af. "Það er erfitt að skapa eitthvað á móti Víkingunum þegar þeir liggja svona aftarlega og beita skyndisóknum. Við vissum að þeir myndu spila svona því þessu hafa þeir beitt síðan Milos tók við og gert það vel," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir leikinn. "Mér fannst við spila vel í dag. Við sköpuðum samt ekkert mikið af færum en eftir að við skoruðum vildi maður sigla þessu í höfn. Þannig er það nú bara. Við vorum ekkert óheppnir heldur bara klaufar að taka þetta ekki." Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, fékk beint rautt spjald fyrir að sparka Hallgrím Mar Steingrímsson niður á 77. mínútu og seinna fékk Brynjar Gauti Guðjónsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að hlaupa fyrir Thomas Nielsen, markvörð Víkings. "Þetta var glórulaust rautt spjald sem Præst fær en það var óþarfi hjá honum að fara út í svona tæklingar. Svo fær Brynjar rautt spjald eftir tilviljanakenndar pælingar hjá dómaranum. Alveg glórulaust. Það var erfitt að vera tveimur færri síðustu mínúturnar," sagði Rúnar og hélt áfram um Brynjar Gauta: "Þetta er alveg glórulaust. Brynjar Gauti var bara að hlaupa til baka og hvort hann hafi rekist í boltann eða einhver annar veit ég ekki. Ég held að dómarinn hafi ekki vitað það sjálfur og gaf Brynjari því þetta fína gula spjald. Ég á eftir að sjá þetta aftur en ég held að þetta sé ekki rétt hjá dómaranum." "Þetta er dýrt fyrir okkur, en sem betur fer erum við með sterkan hóp og við leysum þetta fyrir mánudaginn." Stjörnuþjálfarinn kættist ekkert yfir því að fá eitt stig þrátt fyrir að tveimur færri síðasta hluta leiksins. "Ég er ekkert sáttur við stigið. Þeir eru að ræna tveimur stigum frá okkur. Við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik og eigum að fá meira út úr þessu en raun ber vitni," sagði Rúnar Páll. Hann kveðst vonsvikinn yfir því að liðið hafi ekki loks farið í gang eftir sannfærandi sigur á Eyjamönnum á dögunum. Þeim sigri fylgdu Stjörnumenn eftir með tapi gegn Leikni og jafntefli í kvöld. "Auðvitað vonaðist ég til þess að við myndum hrökkva í gang. Við vorum miklu betri aðilinn upp í Breiðholti í síðustu umferð en fengum ekkert þar. Frammistaðan þar var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en í dag var hún góð og við áttum skilið meira en eitt stig," sagði Rúnar Páll. Aðspurður að lokum um umræðuna í kringum Jeppe Hansen á Þjóðhátíð í Eyjum sagði Rúnar Páll engar agareglur hafa verið brotnar. Daninn byrjaði á bekknum í dag eftir að vera veikur í í síðustu umferð. "Menn fengu bara frí á laugardag og sunnudag. Það voru engar agareglur brotnar eða neitt slíkt," sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira