Fagna of snemma: „Velkomin til Íslands“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2015 21:49 Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands. Mynd af Wikipedia „OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI“ eru á meðal viðbragða Íslendinga sem geta ekki beðið eftir því að fatabúðin H&M opni verslun á Íslandi. Fésbókarsíðan H&M á Íslandi hefur sankað að sér á þriðja þúsund fylgjendum á skömmum tíma. Á síðunni er auglýst að H&M muni opna á Íslandi þann 1. desember næstkomandi, nánar tiltekið á Laugavegi 93 og er óhætt að segja að margir fagni komu risans til landsins. Segja má að H&M eigi sér sérstakan stað í hugum fjölmargra Íslendinga. Sumir ganga svo langt að segja að ef þú rekst á Íslending í útlöndum séu líkurnar ansi miklar á að hann verði með H&M poka í hönd. Verslunin er þekkt fyrir að selja þokkalega flott föt á viðráðanlegu verði. Ófáir Íslendingar hafa snúið aftur á klakann eftir dvöl ytra með fulla tösku af fötum úr búðinni. Það skildi því engan undra að nærri 1400 manns hafi líkað við Fésbókarfærslu á síðunni í dag þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða opnun. Stöðugt bætist í hópinn. Einn heppinn er sagður fá 35 þúsund króna gjafabréf á sjálfan opnunardaginn og ekki stendur á viðbrögðunum.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„Til hamingju við íslendingar og H&M á Íslandi. Já takk gjafabréf væri ég til í.“ „Mikið er ég ánægð með þessa væntanlegu opnun. Ég er búin að lengi eftir að fá þessa verslun hingað og ég óska ykkur öllum sem að þessu standið mína allra bestu óskir um gott gengi í þessum stóru og miklu framkvæmdum.“ „Djísús, hvað þetta er spennandi! Kvittað, deilt, og líkað !“ „Ég mun missa mig í barnadeildinni til að klæða upp tvíburastelpurnar mínar sem væntanlegar eru í des!“ En það er ekki allt sem sýnist. Engar upplýsingar er að finna á opinberri heimasíðu H&M um að til standi að opna verslun á Íslandi. Ekki skánar ástandið en við leit virðist heimilisfangið Laugavegur 93 ekki vera til. Að byggja nýtt hús fyrir verslun á tæpum fjórum mánuðum væri heldur bjartsýnt. Þá er heimilisfang nýju verslunarinnar reyndar einnig rangt stafsett þar sem R-i hefur verið bætt í götuheitið Lauga-vegur. Símanúmer sem upp er gefið hjá versluninni er heimasímanúmer hjá upplýsingafulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Herði Vilberg. Hörður svaraði ekki í símann þegar blaðamaður reyndi að ná af honum tali.Sæl verið þið.Þá fer að koma að opnun H&M á Íslandi. Við opnum 1.desember á Laugavegi 93. Í Tilefni þess ætlum við að...Posted by H&M á Íslandi on Sunday, August 9, 2015 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
„OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI“ eru á meðal viðbragða Íslendinga sem geta ekki beðið eftir því að fatabúðin H&M opni verslun á Íslandi. Fésbókarsíðan H&M á Íslandi hefur sankað að sér á þriðja þúsund fylgjendum á skömmum tíma. Á síðunni er auglýst að H&M muni opna á Íslandi þann 1. desember næstkomandi, nánar tiltekið á Laugavegi 93 og er óhætt að segja að margir fagni komu risans til landsins. Segja má að H&M eigi sér sérstakan stað í hugum fjölmargra Íslendinga. Sumir ganga svo langt að segja að ef þú rekst á Íslending í útlöndum séu líkurnar ansi miklar á að hann verði með H&M poka í hönd. Verslunin er þekkt fyrir að selja þokkalega flott föt á viðráðanlegu verði. Ófáir Íslendingar hafa snúið aftur á klakann eftir dvöl ytra með fulla tösku af fötum úr búðinni. Það skildi því engan undra að nærri 1400 manns hafi líkað við Fésbókarfærslu á síðunni í dag þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða opnun. Stöðugt bætist í hópinn. Einn heppinn er sagður fá 35 þúsund króna gjafabréf á sjálfan opnunardaginn og ekki stendur á viðbrögðunum.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„Til hamingju við íslendingar og H&M á Íslandi. Já takk gjafabréf væri ég til í.“ „Mikið er ég ánægð með þessa væntanlegu opnun. Ég er búin að lengi eftir að fá þessa verslun hingað og ég óska ykkur öllum sem að þessu standið mína allra bestu óskir um gott gengi í þessum stóru og miklu framkvæmdum.“ „Djísús, hvað þetta er spennandi! Kvittað, deilt, og líkað !“ „Ég mun missa mig í barnadeildinni til að klæða upp tvíburastelpurnar mínar sem væntanlegar eru í des!“ En það er ekki allt sem sýnist. Engar upplýsingar er að finna á opinberri heimasíðu H&M um að til standi að opna verslun á Íslandi. Ekki skánar ástandið en við leit virðist heimilisfangið Laugavegur 93 ekki vera til. Að byggja nýtt hús fyrir verslun á tæpum fjórum mánuðum væri heldur bjartsýnt. Þá er heimilisfang nýju verslunarinnar reyndar einnig rangt stafsett þar sem R-i hefur verið bætt í götuheitið Lauga-vegur. Símanúmer sem upp er gefið hjá versluninni er heimasímanúmer hjá upplýsingafulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Herði Vilberg. Hörður svaraði ekki í símann þegar blaðamaður reyndi að ná af honum tali.Sæl verið þið.Þá fer að koma að opnun H&M á Íslandi. Við opnum 1.desember á Laugavegi 93. Í Tilefni þess ætlum við að...Posted by H&M á Íslandi on Sunday, August 9, 2015
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira