Fagna of snemma: „Velkomin til Íslands“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2015 21:49 Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands. Mynd af Wikipedia „OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI“ eru á meðal viðbragða Íslendinga sem geta ekki beðið eftir því að fatabúðin H&M opni verslun á Íslandi. Fésbókarsíðan H&M á Íslandi hefur sankað að sér á þriðja þúsund fylgjendum á skömmum tíma. Á síðunni er auglýst að H&M muni opna á Íslandi þann 1. desember næstkomandi, nánar tiltekið á Laugavegi 93 og er óhætt að segja að margir fagni komu risans til landsins. Segja má að H&M eigi sér sérstakan stað í hugum fjölmargra Íslendinga. Sumir ganga svo langt að segja að ef þú rekst á Íslending í útlöndum séu líkurnar ansi miklar á að hann verði með H&M poka í hönd. Verslunin er þekkt fyrir að selja þokkalega flott föt á viðráðanlegu verði. Ófáir Íslendingar hafa snúið aftur á klakann eftir dvöl ytra með fulla tösku af fötum úr búðinni. Það skildi því engan undra að nærri 1400 manns hafi líkað við Fésbókarfærslu á síðunni í dag þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða opnun. Stöðugt bætist í hópinn. Einn heppinn er sagður fá 35 þúsund króna gjafabréf á sjálfan opnunardaginn og ekki stendur á viðbrögðunum.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„Til hamingju við íslendingar og H&M á Íslandi. Já takk gjafabréf væri ég til í.“ „Mikið er ég ánægð með þessa væntanlegu opnun. Ég er búin að lengi eftir að fá þessa verslun hingað og ég óska ykkur öllum sem að þessu standið mína allra bestu óskir um gott gengi í þessum stóru og miklu framkvæmdum.“ „Djísús, hvað þetta er spennandi! Kvittað, deilt, og líkað !“ „Ég mun missa mig í barnadeildinni til að klæða upp tvíburastelpurnar mínar sem væntanlegar eru í des!“ En það er ekki allt sem sýnist. Engar upplýsingar er að finna á opinberri heimasíðu H&M um að til standi að opna verslun á Íslandi. Ekki skánar ástandið en við leit virðist heimilisfangið Laugavegur 93 ekki vera til. Að byggja nýtt hús fyrir verslun á tæpum fjórum mánuðum væri heldur bjartsýnt. Þá er heimilisfang nýju verslunarinnar reyndar einnig rangt stafsett þar sem R-i hefur verið bætt í götuheitið Lauga-vegur. Símanúmer sem upp er gefið hjá versluninni er heimasímanúmer hjá upplýsingafulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Herði Vilberg. Hörður svaraði ekki í símann þegar blaðamaður reyndi að ná af honum tali.Sæl verið þið.Þá fer að koma að opnun H&M á Íslandi. Við opnum 1.desember á Laugavegi 93. Í Tilefni þess ætlum við að...Posted by H&M á Íslandi on Sunday, August 9, 2015 Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira
„OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI“ eru á meðal viðbragða Íslendinga sem geta ekki beðið eftir því að fatabúðin H&M opni verslun á Íslandi. Fésbókarsíðan H&M á Íslandi hefur sankað að sér á þriðja þúsund fylgjendum á skömmum tíma. Á síðunni er auglýst að H&M muni opna á Íslandi þann 1. desember næstkomandi, nánar tiltekið á Laugavegi 93 og er óhætt að segja að margir fagni komu risans til landsins. Segja má að H&M eigi sér sérstakan stað í hugum fjölmargra Íslendinga. Sumir ganga svo langt að segja að ef þú rekst á Íslending í útlöndum séu líkurnar ansi miklar á að hann verði með H&M poka í hönd. Verslunin er þekkt fyrir að selja þokkalega flott föt á viðráðanlegu verði. Ófáir Íslendingar hafa snúið aftur á klakann eftir dvöl ytra með fulla tösku af fötum úr búðinni. Það skildi því engan undra að nærri 1400 manns hafi líkað við Fésbókarfærslu á síðunni í dag þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða opnun. Stöðugt bætist í hópinn. Einn heppinn er sagður fá 35 þúsund króna gjafabréf á sjálfan opnunardaginn og ekki stendur á viðbrögðunum.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„Til hamingju við íslendingar og H&M á Íslandi. Já takk gjafabréf væri ég til í.“ „Mikið er ég ánægð með þessa væntanlegu opnun. Ég er búin að lengi eftir að fá þessa verslun hingað og ég óska ykkur öllum sem að þessu standið mína allra bestu óskir um gott gengi í þessum stóru og miklu framkvæmdum.“ „Djísús, hvað þetta er spennandi! Kvittað, deilt, og líkað !“ „Ég mun missa mig í barnadeildinni til að klæða upp tvíburastelpurnar mínar sem væntanlegar eru í des!“ En það er ekki allt sem sýnist. Engar upplýsingar er að finna á opinberri heimasíðu H&M um að til standi að opna verslun á Íslandi. Ekki skánar ástandið en við leit virðist heimilisfangið Laugavegur 93 ekki vera til. Að byggja nýtt hús fyrir verslun á tæpum fjórum mánuðum væri heldur bjartsýnt. Þá er heimilisfang nýju verslunarinnar reyndar einnig rangt stafsett þar sem R-i hefur verið bætt í götuheitið Lauga-vegur. Símanúmer sem upp er gefið hjá versluninni er heimasímanúmer hjá upplýsingafulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Herði Vilberg. Hörður svaraði ekki í símann þegar blaðamaður reyndi að ná af honum tali.Sæl verið þið.Þá fer að koma að opnun H&M á Íslandi. Við opnum 1.desember á Laugavegi 93. Í Tilefni þess ætlum við að...Posted by H&M á Íslandi on Sunday, August 9, 2015
Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira