Sítrónuskortur á landinu: „Held það séu einhverjir kúrar í gangi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2015 10:13 vísir/getty Sítróna er allra meina bót og það hefur sýnt sig og sannað í verslunum landsins að undanförnu. Sítrónuskortur hefur gert vart við sig víða og hafa birgjar vart haft undan við að panta inn meira magn. „Sítrónan virðist vera mjög vinsæl ávaxtategund þessa dagana, meira en að undaförnu. Ég ætla nú bara að skjóta í loftið en ég held það séu einhverjir kúrar í gangi,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana.„Eftir áramót koma upp alls konar trend,“ segir Kjartan Már.vísir/stefánKjartan segir það algengt að ákveðin ávaxtategund verði vinsælli en aðrar eftir áramót. „Þá koma upp alls konar trend. Fólk virðist hafa áhyggjur af þyngdinni eftir jólin,“ segir hann.Sjá einnig: „Heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ Sem dæmi nefnir hann vatnsmelónur og engifer. Vatnsmelónukúrinn var afar vinsæll árið 2012 en hann virkar þannig að fólk borðar ekkert nema vatnsmelónur í þrjá daga og á meðal annars að hreinsa líkamann og losa hann við bjúg. Sagt er að fólk geti misst allt að þrjú kíló á fyrrnefndum kúr. Engifer er einnig til margs nýtilegt og sagt afar gott fyrir líkamann. Það á að vera hreinsandi og bólgueyðandi og oft kallað „flensubaninn“. Það er ýmist borðað, drukkið út í heitt eða kalt vatn eða jafnvel sett út í bað, en það er sagt auka blóðflæði. Þá er það sítrónan. Hallgrímur Magnússon læknir sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir drykkju sítrónuvatn á morgnanna. Hann segir sítrónuna innihalda mikið af góðum efnum sem geti losað eiturefni úr líkamanum og líkir því við að „skúra líkamann að innan“. Hann mælir með að kreista um hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið. Tengdar fréttir „Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Sítróna er allra meina bót og það hefur sýnt sig og sannað í verslunum landsins að undanförnu. Sítrónuskortur hefur gert vart við sig víða og hafa birgjar vart haft undan við að panta inn meira magn. „Sítrónan virðist vera mjög vinsæl ávaxtategund þessa dagana, meira en að undaförnu. Ég ætla nú bara að skjóta í loftið en ég held það séu einhverjir kúrar í gangi,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana.„Eftir áramót koma upp alls konar trend,“ segir Kjartan Már.vísir/stefánKjartan segir það algengt að ákveðin ávaxtategund verði vinsælli en aðrar eftir áramót. „Þá koma upp alls konar trend. Fólk virðist hafa áhyggjur af þyngdinni eftir jólin,“ segir hann.Sjá einnig: „Heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ Sem dæmi nefnir hann vatnsmelónur og engifer. Vatnsmelónukúrinn var afar vinsæll árið 2012 en hann virkar þannig að fólk borðar ekkert nema vatnsmelónur í þrjá daga og á meðal annars að hreinsa líkamann og losa hann við bjúg. Sagt er að fólk geti misst allt að þrjú kíló á fyrrnefndum kúr. Engifer er einnig til margs nýtilegt og sagt afar gott fyrir líkamann. Það á að vera hreinsandi og bólgueyðandi og oft kallað „flensubaninn“. Það er ýmist borðað, drukkið út í heitt eða kalt vatn eða jafnvel sett út í bað, en það er sagt auka blóðflæði. Þá er það sítrónan. Hallgrímur Magnússon læknir sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir drykkju sítrónuvatn á morgnanna. Hann segir sítrónuna innihalda mikið af góðum efnum sem geti losað eiturefni úr líkamanum og líkir því við að „skúra líkamann að innan“. Hann mælir með að kreista um hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið.
Tengdar fréttir „Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
„Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38