Sítrónuskortur á landinu: „Held það séu einhverjir kúrar í gangi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2015 10:13 vísir/getty Sítróna er allra meina bót og það hefur sýnt sig og sannað í verslunum landsins að undanförnu. Sítrónuskortur hefur gert vart við sig víða og hafa birgjar vart haft undan við að panta inn meira magn. „Sítrónan virðist vera mjög vinsæl ávaxtategund þessa dagana, meira en að undaförnu. Ég ætla nú bara að skjóta í loftið en ég held það séu einhverjir kúrar í gangi,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana.„Eftir áramót koma upp alls konar trend,“ segir Kjartan Már.vísir/stefánKjartan segir það algengt að ákveðin ávaxtategund verði vinsælli en aðrar eftir áramót. „Þá koma upp alls konar trend. Fólk virðist hafa áhyggjur af þyngdinni eftir jólin,“ segir hann.Sjá einnig: „Heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ Sem dæmi nefnir hann vatnsmelónur og engifer. Vatnsmelónukúrinn var afar vinsæll árið 2012 en hann virkar þannig að fólk borðar ekkert nema vatnsmelónur í þrjá daga og á meðal annars að hreinsa líkamann og losa hann við bjúg. Sagt er að fólk geti misst allt að þrjú kíló á fyrrnefndum kúr. Engifer er einnig til margs nýtilegt og sagt afar gott fyrir líkamann. Það á að vera hreinsandi og bólgueyðandi og oft kallað „flensubaninn“. Það er ýmist borðað, drukkið út í heitt eða kalt vatn eða jafnvel sett út í bað, en það er sagt auka blóðflæði. Þá er það sítrónan. Hallgrímur Magnússon læknir sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir drykkju sítrónuvatn á morgnanna. Hann segir sítrónuna innihalda mikið af góðum efnum sem geti losað eiturefni úr líkamanum og líkir því við að „skúra líkamann að innan“. Hann mælir með að kreista um hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið. Tengdar fréttir „Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Sjá meira
Sítróna er allra meina bót og það hefur sýnt sig og sannað í verslunum landsins að undanförnu. Sítrónuskortur hefur gert vart við sig víða og hafa birgjar vart haft undan við að panta inn meira magn. „Sítrónan virðist vera mjög vinsæl ávaxtategund þessa dagana, meira en að undaförnu. Ég ætla nú bara að skjóta í loftið en ég held það séu einhverjir kúrar í gangi,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana.„Eftir áramót koma upp alls konar trend,“ segir Kjartan Már.vísir/stefánKjartan segir það algengt að ákveðin ávaxtategund verði vinsælli en aðrar eftir áramót. „Þá koma upp alls konar trend. Fólk virðist hafa áhyggjur af þyngdinni eftir jólin,“ segir hann.Sjá einnig: „Heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ Sem dæmi nefnir hann vatnsmelónur og engifer. Vatnsmelónukúrinn var afar vinsæll árið 2012 en hann virkar þannig að fólk borðar ekkert nema vatnsmelónur í þrjá daga og á meðal annars að hreinsa líkamann og losa hann við bjúg. Sagt er að fólk geti misst allt að þrjú kíló á fyrrnefndum kúr. Engifer er einnig til margs nýtilegt og sagt afar gott fyrir líkamann. Það á að vera hreinsandi og bólgueyðandi og oft kallað „flensubaninn“. Það er ýmist borðað, drukkið út í heitt eða kalt vatn eða jafnvel sett út í bað, en það er sagt auka blóðflæði. Þá er það sítrónan. Hallgrímur Magnússon læknir sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir drykkju sítrónuvatn á morgnanna. Hann segir sítrónuna innihalda mikið af góðum efnum sem geti losað eiturefni úr líkamanum og líkir því við að „skúra líkamann að innan“. Hann mælir með að kreista um hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið.
Tengdar fréttir „Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Sjá meira
„Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38