Samningar næstum í höfn í Grikklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Skiptar skoðanir eru meðal Grikkja á nýjum neyðaraðstoðarsamningi, en skilyrðum lánardrottna var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í sumar. nordicphotos/getty „Við þokumst nær og nær. Einungis tvö eða þrjú smáatriði eru eftir,“ sagði Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands, við fréttastofu Reuters í gær. Gríska ríkið vinnur nú hörðum höndum að gerð samnings við seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um nýja, 12.600 milljarða króna neyðaraðstoð fyrir ríkið. Neyðaraðstoðarsamningurinn verður til þriggja ára og er bráðnauðsynlegur fyrir Grikki ef þeir ætla að halda sér innan evrusvæðisins og forðast gjaldþrot. Neyðaraðstoðin yrði sú þriðja á fimm árum en áður hafa sömu aðilar auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánað Grikkjum.Euclid TsakalotosAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggst þó ekki vera með í nýja samningnum þar sem hinir lánardrottnar Grikkja vilja ekki fella niður hluta skulda Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt svo ríkið geti náð efnahagslegum bata. Grikkir vonast til að klára samninginn fyrir tuttugasta ágúst en þá þarf ríkið að borga 440 milljarða króna af láni frá seðlabanka Evrópu. Grikkir hafa samþykkt að stofna einkavæðingarsjóð að hvöt evrusvæðisins auk þess að uppfylla fleiri skilyrði neyðaraðstoðarsamningsins. Nýi samningurinn á þó eftir að fara í gegn um gríska þingið eftir að hann er í höfn. Þar hefur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, mætt andstöðu nýverið þegar samþykkja þurfti lagapakka til að greiða fyrir samningaviðræðum. Andstaðan kom úr röðum samflokksmanna hans á þinginu en Tsipras þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðunnar til að fá frumvarpið samþykkt. Tsipras hótaði þingmönnum sínum í kjölfarið nýjum kosningum, en hann er mjög vinsæll í Grikklandi og myndi samkvæmt skoðanakönnunum ná endurkjöri. Fleiri góðar fréttir bárust Grikkjum í gær, en evran styrktist um 0,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gerðist það eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júan, til að reyna að stemma stigu við miklu falli kínverska fjármálamarkaðarins. Útflutningur Kínverja dróst saman um 8,3 prósent í júlímánuði. Þá hafa hlutabréf í Grikklandi einnig lækkað í verði í kjölfar opnunar kauphallarinnar í Aþenu fyrr í ágúst. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
„Við þokumst nær og nær. Einungis tvö eða þrjú smáatriði eru eftir,“ sagði Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands, við fréttastofu Reuters í gær. Gríska ríkið vinnur nú hörðum höndum að gerð samnings við seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um nýja, 12.600 milljarða króna neyðaraðstoð fyrir ríkið. Neyðaraðstoðarsamningurinn verður til þriggja ára og er bráðnauðsynlegur fyrir Grikki ef þeir ætla að halda sér innan evrusvæðisins og forðast gjaldþrot. Neyðaraðstoðin yrði sú þriðja á fimm árum en áður hafa sömu aðilar auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánað Grikkjum.Euclid TsakalotosAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggst þó ekki vera með í nýja samningnum þar sem hinir lánardrottnar Grikkja vilja ekki fella niður hluta skulda Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt svo ríkið geti náð efnahagslegum bata. Grikkir vonast til að klára samninginn fyrir tuttugasta ágúst en þá þarf ríkið að borga 440 milljarða króna af láni frá seðlabanka Evrópu. Grikkir hafa samþykkt að stofna einkavæðingarsjóð að hvöt evrusvæðisins auk þess að uppfylla fleiri skilyrði neyðaraðstoðarsamningsins. Nýi samningurinn á þó eftir að fara í gegn um gríska þingið eftir að hann er í höfn. Þar hefur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, mætt andstöðu nýverið þegar samþykkja þurfti lagapakka til að greiða fyrir samningaviðræðum. Andstaðan kom úr röðum samflokksmanna hans á þinginu en Tsipras þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðunnar til að fá frumvarpið samþykkt. Tsipras hótaði þingmönnum sínum í kjölfarið nýjum kosningum, en hann er mjög vinsæll í Grikklandi og myndi samkvæmt skoðanakönnunum ná endurkjöri. Fleiri góðar fréttir bárust Grikkjum í gær, en evran styrktist um 0,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gerðist það eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júan, til að reyna að stemma stigu við miklu falli kínverska fjármálamarkaðarins. Útflutningur Kínverja dróst saman um 8,3 prósent í júlímánuði. Þá hafa hlutabréf í Grikklandi einnig lækkað í verði í kjölfar opnunar kauphallarinnar í Aþenu fyrr í ágúst.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira