Til marks um að laun hafi hækkað of mikið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2015 18:30 Fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Þá telur hann kröfu um lækkun gjaldsins til marks um laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. Á meðal þeirra launatengdu gjalda sem að atvinnurekendur greiða er tryggingargjaldið. Í dag er það 7,5% af launum hvers starfsmanns. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forseti Alþýðusambands Íslands hafa skorað á ríkisstjórnina að lækka gjaldið til að koma til móts við þær launahækkanir sem fylgja nýjum kjarasamningum. Þeir vilja að í fjárlögum næsta árs komi lækki gjaldið. „Ég lít þannig á að í raun og veru sé verið að segja að laun hafi hækkað of mikið. Að atvinnurekendur ráði ekki við niðurstöðu kjarasamninganna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þá segir hann að vel finnist fyrir launahækkununum í fjárlögum næsta árs sem verið er að ræða á Alþingi núna. „Það er mjög fyrirferðarmikill liður þarna sem að er yfir þrjátíu milljarðar sem að er að fara í launahækkanir. Við finnum fyrir því og það skerðir getu okkar til þess að fara í fjárfestingarverkefni. Sveitarfélögin finna mjög fyrir þessu og eru mörg hver að lenda í hallarekstri út af þessum launalið og þarna er atvinnulífið að segja laun hafa hækkað of mikið. Er hægt að bjarga því með því að hækka tryggingargjaldið um 1% þegar launin hafa hækkað um sex, sjö, átta, níu? Ég held ekki. Ég held að við þurfum að skoða þetta í einhverju stærra samhengi,“ segir Bjarni. Bjarni segir ekki hægt að lækka tryggingargjaldið strax í byrjun janúar. „Það er ekkert svigrúm. Við myndum stefna ríkinu beint í hallarekstur ef við tækjum 2,5% af tryggingargjaldinu strax á næsta ári eins og verið er að tala um,“ segir Bjarni. Bjarni segir þó að til greina komi að lækka tryggingargjaldið á næstu árum. „Það verður sameiginlegt verkefni okkar að horfa svona yfir kjarasamningstímann fram til ársins 2019 og í stað þess að vera að velta þessu fyrir okkur hvað getur gerst núna næsta janúar, að horfa aðeins til lengri tíma og ég get vel séð fyrir mér að það geti komið til lækkunar á tryggingargjaldinu á kjarasamningstímanum. En það er ekki svigrúm til þess að taka tugi milljarða tekjumegin af ríkisfjármálunum strax núna 1.janúar,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Þá telur hann kröfu um lækkun gjaldsins til marks um laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. Á meðal þeirra launatengdu gjalda sem að atvinnurekendur greiða er tryggingargjaldið. Í dag er það 7,5% af launum hvers starfsmanns. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forseti Alþýðusambands Íslands hafa skorað á ríkisstjórnina að lækka gjaldið til að koma til móts við þær launahækkanir sem fylgja nýjum kjarasamningum. Þeir vilja að í fjárlögum næsta árs komi lækki gjaldið. „Ég lít þannig á að í raun og veru sé verið að segja að laun hafi hækkað of mikið. Að atvinnurekendur ráði ekki við niðurstöðu kjarasamninganna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þá segir hann að vel finnist fyrir launahækkununum í fjárlögum næsta árs sem verið er að ræða á Alþingi núna. „Það er mjög fyrirferðarmikill liður þarna sem að er yfir þrjátíu milljarðar sem að er að fara í launahækkanir. Við finnum fyrir því og það skerðir getu okkar til þess að fara í fjárfestingarverkefni. Sveitarfélögin finna mjög fyrir þessu og eru mörg hver að lenda í hallarekstri út af þessum launalið og þarna er atvinnulífið að segja laun hafa hækkað of mikið. Er hægt að bjarga því með því að hækka tryggingargjaldið um 1% þegar launin hafa hækkað um sex, sjö, átta, níu? Ég held ekki. Ég held að við þurfum að skoða þetta í einhverju stærra samhengi,“ segir Bjarni. Bjarni segir ekki hægt að lækka tryggingargjaldið strax í byrjun janúar. „Það er ekkert svigrúm. Við myndum stefna ríkinu beint í hallarekstur ef við tækjum 2,5% af tryggingargjaldinu strax á næsta ári eins og verið er að tala um,“ segir Bjarni. Bjarni segir þó að til greina komi að lækka tryggingargjaldið á næstu árum. „Það verður sameiginlegt verkefni okkar að horfa svona yfir kjarasamningstímann fram til ársins 2019 og í stað þess að vera að velta þessu fyrir okkur hvað getur gerst núna næsta janúar, að horfa aðeins til lengri tíma og ég get vel séð fyrir mér að það geti komið til lækkunar á tryggingargjaldinu á kjarasamningstímanum. En það er ekki svigrúm til þess að taka tugi milljarða tekjumegin af ríkisfjármálunum strax núna 1.janúar,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira