Innlent

Munaði einu atkvæði: „Ég kaus mig ekki sem formann Samfylkingarinnar“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anna Pála Sverrisdóttir er fyrrverandi formaður Samtakanna '78.
Anna Pála Sverrisdóttir er fyrrverandi formaður Samtakanna '78. Vísir/GVA
Árni Páll Árnason var á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld endurkjörinn formaður flokksins. Munaði einu atkvæði á honum og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur en leikar fóru 242 atkvæði gegn 241. Eitt atkvæði hlaut Anna Pála Sverrisdóttur sem þó hafði ekki lýst yfir framboði.

Á landsfundi eru allir gjaldgengir til formanns þótt eðli máli samkvæmt sé hefð fyrir því að kosið sé á milli þeirra sem boðið hafa fram krafta sína. Anna Pála, sem er fyrrum formaður ungra jafnaðarmanna, segir á Facebook að hún hafi ekki kosið sjálfa sig.

„Það voru tveir flottir kandídatar í alvöru-framboði í þessum kosningum. Í framhaldinu stöndum við síðan öll saman um það sem sameinar okkur - jafnaðarstefnuna.“

Reikna má með því að Anna Pála hafi greitt Sigríði Ingibjörgu atkvæði sitt en hún hafði að því er Eyjan greinir frá fyrr í dag lýst yfir stuðningi við Sigríði Ingibjörgu. Ekki þarf að vera mjög talnaglöggur til að átta sig á því að hefði sá er greiddi Önnu Pálu atkvæði sitt kosið Sigríði Ingibjörgu hefðu atkvæði skipst jafnt 242 - 242.

Í ummælum við opna Fésbókarfærslu Önnu Pálu minnir Anna Kristjánsdóttir hana meðal annars á að hún sé framtíðin í Samfylkingunni. Bróðir hennar, Sindri Sverrisson íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, slær á létta strengi og bendir á hve afgerandi tap hennar sé. „Gengur betur næst,“ segir Sindri léttur.


Tengdar fréttir

"Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“

Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar.

Árni Páll vann með einu atkvæði

Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.