Þróttarar geta tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla í dag þegar lokaumferð 1. deildar karla fer fram. Þróttur sem spilaði síðast í úrvalsdeildinni 2009 en liðinu nægir jafntefli á heimavelli á móti Selfossi til að komast aftur upp.
Þróttur hefur þriggja stiga og sex marka forskot á KA sem þýðir að aðeins stórt tap og stórsigur KA á nágrönnum sínum í Þór á sama tíma kemur KA-mönnum upp fyrir Þrótt. Þróttarar ætla skapa skemmtilega umgjörð í kringum leikinn en hann mun blandast inn Októberfest-hátíð félagsins í risatjaldi í Laugardal.
Víkingar úr Ólafsvík hafa tryggt sér sigur í deildinni fyrir nokkru og taka við bikarnum eftir heimaleik á móti Fjarðabyggð. Þeir hafa þegar jafnað stigametið í B-deildinni og taka það af Skagamönnum með því að ná í stig.
Þróttarar geta ekki aðeins komist upp í kvöld því þeir geta einnig eignast markakóng deildarinnar. Til að svo verði þarf þó Viktor Jónsson að skora tveimur mörkum fleiri í lokaumferðinni en Haukamaðurinn Björgvin Stefánsson.
Haukar spila við HK í Kórnum. Þrír leikir verða í beinni í lokaumferðinni. leikur Víkinga og Fjarðabyggðar er sýndur á Bravó, leikur Þór og KA á Vísi og leikur Þróttar og Selfoss á Sporttv. Allir leikir hefjast klukkan 14.00.
