Rússar endurnýja kjarnorkuvopnabúr sitt Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2015 14:30 Vísir/Getty Stjórnvöld Rússlands hafa ákveðið að nútímavæða herafla sinn og að þróa og framleiða 50 nýjar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn um allan heim. Yfirmaður herafla Rússlands segir að öflug kjarnorkuvopn muni tryggja hernaðaryfirburði Rússlands yfir vesturvöldunum. Ætlað er að ljúka vinnunni árið 2020 og að hún muni kosta um 36 billjónir króna. (36.000.000.000.000 krónur) Nýju eldflaugarnar verða teknar í notkun á þessu ári. Þessi kostnaður mun ekki breyta fjárútlátum ríkisins til hernaðarmála á tímabilinu, þrátt fyrir að Rússland gangi nú í gegnum efnahagskreppu og búið sé að skera niður hjá öllum öðrum ráðuneytum. Þetta kemur fram á vef Reuters fréttaveitunnar. Úkraínudeilan hefur ollið miklum vandræðum í tengslum Rússlands við Evrópu og Bandaríkin, sem hafa beitt Rússlandi viðskiptaþvingunum. NATO hefur sakað Rússa um að standa við bakið á aðskilnaðarsinnum í Úkraínu og segja rússneska hermenn berjast í Úkraínu. Rússland hefur gagnrýnt NATO fyrir að hafa og ætla að hleypa löndum í Austur-Evrópu í bandalagið. Þá hefur Vladimir Putin, forseti Rússlands, sakað úkraínska herinn um að vera strengjabrúða NATO. Herinn berst nú við aðskilnaðarsinna sem hliðhollir eru Rússlandi. Putin segir markmið NATO vera að „halda aftur af“ Rússlandi. Hershöfðinginn Valery Gerasimov sagði Rússar þurfa að bregðast við nýjum ógnunum vesturveldanna. Tengdar fréttir Rússland í ruslflokk Standard & Poor´s hefur fært lánshæfismat Rússlands niður í ruslflokk í fyrsta sinn í áratug. S&P gaf Rússlandi lánshæfismatseinkunnina BB+ og er Rússland þá komið niður í sama flokk og Indónesía og Búlgaría. 27. janúar 2015 00:04 Pútín fór fyrr af G20 fundinum „Ég þarf fjögurra tíma svefn áður en ég mæti aftur til vinnu í Moskvu,“ sagði Rússlandsforesti um ástæður þess að hann yfirgæfi fundinn. 16. nóvember 2014 10:18 Aðgerðir gegn Rússum framlengdar Bætt á lista einstaklinga sem sæta ferðabanni og því að eignir eru frystar. 30. janúar 2015 08:03 Rússar íhuga að fordæma „innlimun“ Austur-Þýskalands árið 1990 Þingmaður Rússa segir að ólíkt á Krímskaga hafi ekki legið fyrir atkvæði meirihluta um sameiningu Þýskalands. 29. janúar 2015 15:02 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Stjórnvöld Rússlands hafa ákveðið að nútímavæða herafla sinn og að þróa og framleiða 50 nýjar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn um allan heim. Yfirmaður herafla Rússlands segir að öflug kjarnorkuvopn muni tryggja hernaðaryfirburði Rússlands yfir vesturvöldunum. Ætlað er að ljúka vinnunni árið 2020 og að hún muni kosta um 36 billjónir króna. (36.000.000.000.000 krónur) Nýju eldflaugarnar verða teknar í notkun á þessu ári. Þessi kostnaður mun ekki breyta fjárútlátum ríkisins til hernaðarmála á tímabilinu, þrátt fyrir að Rússland gangi nú í gegnum efnahagskreppu og búið sé að skera niður hjá öllum öðrum ráðuneytum. Þetta kemur fram á vef Reuters fréttaveitunnar. Úkraínudeilan hefur ollið miklum vandræðum í tengslum Rússlands við Evrópu og Bandaríkin, sem hafa beitt Rússlandi viðskiptaþvingunum. NATO hefur sakað Rússa um að standa við bakið á aðskilnaðarsinnum í Úkraínu og segja rússneska hermenn berjast í Úkraínu. Rússland hefur gagnrýnt NATO fyrir að hafa og ætla að hleypa löndum í Austur-Evrópu í bandalagið. Þá hefur Vladimir Putin, forseti Rússlands, sakað úkraínska herinn um að vera strengjabrúða NATO. Herinn berst nú við aðskilnaðarsinna sem hliðhollir eru Rússlandi. Putin segir markmið NATO vera að „halda aftur af“ Rússlandi. Hershöfðinginn Valery Gerasimov sagði Rússar þurfa að bregðast við nýjum ógnunum vesturveldanna.
Tengdar fréttir Rússland í ruslflokk Standard & Poor´s hefur fært lánshæfismat Rússlands niður í ruslflokk í fyrsta sinn í áratug. S&P gaf Rússlandi lánshæfismatseinkunnina BB+ og er Rússland þá komið niður í sama flokk og Indónesía og Búlgaría. 27. janúar 2015 00:04 Pútín fór fyrr af G20 fundinum „Ég þarf fjögurra tíma svefn áður en ég mæti aftur til vinnu í Moskvu,“ sagði Rússlandsforesti um ástæður þess að hann yfirgæfi fundinn. 16. nóvember 2014 10:18 Aðgerðir gegn Rússum framlengdar Bætt á lista einstaklinga sem sæta ferðabanni og því að eignir eru frystar. 30. janúar 2015 08:03 Rússar íhuga að fordæma „innlimun“ Austur-Þýskalands árið 1990 Þingmaður Rússa segir að ólíkt á Krímskaga hafi ekki legið fyrir atkvæði meirihluta um sameiningu Þýskalands. 29. janúar 2015 15:02 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Rússland í ruslflokk Standard & Poor´s hefur fært lánshæfismat Rússlands niður í ruslflokk í fyrsta sinn í áratug. S&P gaf Rússlandi lánshæfismatseinkunnina BB+ og er Rússland þá komið niður í sama flokk og Indónesía og Búlgaría. 27. janúar 2015 00:04
Pútín fór fyrr af G20 fundinum „Ég þarf fjögurra tíma svefn áður en ég mæti aftur til vinnu í Moskvu,“ sagði Rússlandsforesti um ástæður þess að hann yfirgæfi fundinn. 16. nóvember 2014 10:18
Aðgerðir gegn Rússum framlengdar Bætt á lista einstaklinga sem sæta ferðabanni og því að eignir eru frystar. 30. janúar 2015 08:03
Rússar íhuga að fordæma „innlimun“ Austur-Þýskalands árið 1990 Þingmaður Rússa segir að ólíkt á Krímskaga hafi ekki legið fyrir atkvæði meirihluta um sameiningu Þýskalands. 29. janúar 2015 15:02