„Dómurinn var og er gildur dómur“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 12:54 Guðmundur Týr Þórarinsson og Bragi Guðbrandsson. „Dómurinn var og er gildur dómur. Þeirri niðurstöðu verður ekki breytt nema með nýjum dómi í málinu. Vegna þessa er fráleitt að halda því fram að dómurinn hafi verið „markleysa“ eða „ógildur,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður Guðmundar Týs Þórarinssonar, um ummæli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem birtust á Vísi fyrir helgi. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði heimilað endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs gegn Braga en dómur hafði fallið í fyrra þar sem ummæli Braga um lokun meðferðarheimilisins Mótorsmiðjunnar voru dæmd ómerk og Braga gert að greiða Guðmundi bætur. Bragi hélt ekki uppi vörnum í málinu og sagðist ekki hafa haft vitneskju um málið. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra og heldur Bragi því fram að stefnuvotturinn hafi ekki kynnt sig sem slíkur. Það er af þeirri ástæðu sem Bragi segist ekki hafa haldið uppi vörnum í málinu, hann vissi ekki af því, og sagði hann í samtali við Vísi fyrir helgi að ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að heimila endurupptöku á málinu ógilda fyrri dóminn.Réttarfarslegt atriði Jónas segir endurupptökuna ekki viðurkenningu á sjónarmiði Braga, heldur einungis réttarfarslegt atriði sem kveður á um að hægt sé að fá endurupptekið mál ef það er gert innan ákveðinna tímamarka frá því dómur féll. Jónas segist hafa þær upplýsingar frá stefnuvottinum í málinu að hann hefði farið á vinnustað Braga og hitt þar fyrir starfsmann sem tilkynnti honum að Bragi væri í útlöndum.„Stefnuvotturinn kynnti sig“ „Stefnuvotturinn kynnti sig og að hann þyrfti að birta fyrir Braga stefnu. Starfsmaðurinn neitaði að taka við stefnunni þar sem Bragi væri í útlöndum, en sagði að hann væri kominn til landsins eftir nokkra daga. Stefnuvotturinn tók þá ákvörðun um að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins. Stefnuvotturinn kom aftur þegar Bragi var kominn til landsins og hitti fyrir sama starfsmanninn. Stefnuvotturinn kynnti sig aftur og að hann væri aftur í þeim erindagjörðum að birta stefnu fyrir Braga. Starfsmaðurinn upplýsti að Bragi væri ekki viðstaddur til að taka við stefnunni, en að hún hefði fengið grænt ljós frá Braga um að taka á móti stefnunni. Stefnuvotturinn afhenti því starfsmanninum stefnuna sem upplýsti um að henni yrði komið til stefnda,“ segir Jónas Örn.Stendur við kröfur sínar Jónas segir Guðmund Tý standa við kröfu sínar í málinu sem fyrr og geri ráð fyrir að dómur í málinu verði hinn sami og fyrr.Uppfært klukkan 16:55: Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu sendir frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmunar Týs Þórarinssonar: „Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“Sjá nánar hér. Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
„Dómurinn var og er gildur dómur. Þeirri niðurstöðu verður ekki breytt nema með nýjum dómi í málinu. Vegna þessa er fráleitt að halda því fram að dómurinn hafi verið „markleysa“ eða „ógildur,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður Guðmundar Týs Þórarinssonar, um ummæli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem birtust á Vísi fyrir helgi. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði heimilað endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs gegn Braga en dómur hafði fallið í fyrra þar sem ummæli Braga um lokun meðferðarheimilisins Mótorsmiðjunnar voru dæmd ómerk og Braga gert að greiða Guðmundi bætur. Bragi hélt ekki uppi vörnum í málinu og sagðist ekki hafa haft vitneskju um málið. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra og heldur Bragi því fram að stefnuvotturinn hafi ekki kynnt sig sem slíkur. Það er af þeirri ástæðu sem Bragi segist ekki hafa haldið uppi vörnum í málinu, hann vissi ekki af því, og sagði hann í samtali við Vísi fyrir helgi að ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að heimila endurupptöku á málinu ógilda fyrri dóminn.Réttarfarslegt atriði Jónas segir endurupptökuna ekki viðurkenningu á sjónarmiði Braga, heldur einungis réttarfarslegt atriði sem kveður á um að hægt sé að fá endurupptekið mál ef það er gert innan ákveðinna tímamarka frá því dómur féll. Jónas segist hafa þær upplýsingar frá stefnuvottinum í málinu að hann hefði farið á vinnustað Braga og hitt þar fyrir starfsmann sem tilkynnti honum að Bragi væri í útlöndum.„Stefnuvotturinn kynnti sig“ „Stefnuvotturinn kynnti sig og að hann þyrfti að birta fyrir Braga stefnu. Starfsmaðurinn neitaði að taka við stefnunni þar sem Bragi væri í útlöndum, en sagði að hann væri kominn til landsins eftir nokkra daga. Stefnuvotturinn tók þá ákvörðun um að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins. Stefnuvotturinn kom aftur þegar Bragi var kominn til landsins og hitti fyrir sama starfsmanninn. Stefnuvotturinn kynnti sig aftur og að hann væri aftur í þeim erindagjörðum að birta stefnu fyrir Braga. Starfsmaðurinn upplýsti að Bragi væri ekki viðstaddur til að taka við stefnunni, en að hún hefði fengið grænt ljós frá Braga um að taka á móti stefnunni. Stefnuvotturinn afhenti því starfsmanninum stefnuna sem upplýsti um að henni yrði komið til stefnda,“ segir Jónas Örn.Stendur við kröfur sínar Jónas segir Guðmund Tý standa við kröfu sínar í málinu sem fyrr og geri ráð fyrir að dómur í málinu verði hinn sami og fyrr.Uppfært klukkan 16:55: Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu sendir frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmunar Týs Þórarinssonar: „Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“Sjá nánar hér.
Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02
Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15
Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29