„Dómurinn var og er gildur dómur“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 12:54 Guðmundur Týr Þórarinsson og Bragi Guðbrandsson. „Dómurinn var og er gildur dómur. Þeirri niðurstöðu verður ekki breytt nema með nýjum dómi í málinu. Vegna þessa er fráleitt að halda því fram að dómurinn hafi verið „markleysa“ eða „ógildur,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður Guðmundar Týs Þórarinssonar, um ummæli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem birtust á Vísi fyrir helgi. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði heimilað endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs gegn Braga en dómur hafði fallið í fyrra þar sem ummæli Braga um lokun meðferðarheimilisins Mótorsmiðjunnar voru dæmd ómerk og Braga gert að greiða Guðmundi bætur. Bragi hélt ekki uppi vörnum í málinu og sagðist ekki hafa haft vitneskju um málið. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra og heldur Bragi því fram að stefnuvotturinn hafi ekki kynnt sig sem slíkur. Það er af þeirri ástæðu sem Bragi segist ekki hafa haldið uppi vörnum í málinu, hann vissi ekki af því, og sagði hann í samtali við Vísi fyrir helgi að ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að heimila endurupptöku á málinu ógilda fyrri dóminn.Réttarfarslegt atriði Jónas segir endurupptökuna ekki viðurkenningu á sjónarmiði Braga, heldur einungis réttarfarslegt atriði sem kveður á um að hægt sé að fá endurupptekið mál ef það er gert innan ákveðinna tímamarka frá því dómur féll. Jónas segist hafa þær upplýsingar frá stefnuvottinum í málinu að hann hefði farið á vinnustað Braga og hitt þar fyrir starfsmann sem tilkynnti honum að Bragi væri í útlöndum.„Stefnuvotturinn kynnti sig“ „Stefnuvotturinn kynnti sig og að hann þyrfti að birta fyrir Braga stefnu. Starfsmaðurinn neitaði að taka við stefnunni þar sem Bragi væri í útlöndum, en sagði að hann væri kominn til landsins eftir nokkra daga. Stefnuvotturinn tók þá ákvörðun um að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins. Stefnuvotturinn kom aftur þegar Bragi var kominn til landsins og hitti fyrir sama starfsmanninn. Stefnuvotturinn kynnti sig aftur og að hann væri aftur í þeim erindagjörðum að birta stefnu fyrir Braga. Starfsmaðurinn upplýsti að Bragi væri ekki viðstaddur til að taka við stefnunni, en að hún hefði fengið grænt ljós frá Braga um að taka á móti stefnunni. Stefnuvotturinn afhenti því starfsmanninum stefnuna sem upplýsti um að henni yrði komið til stefnda,“ segir Jónas Örn.Stendur við kröfur sínar Jónas segir Guðmund Tý standa við kröfu sínar í málinu sem fyrr og geri ráð fyrir að dómur í málinu verði hinn sami og fyrr.Uppfært klukkan 16:55: Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu sendir frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmunar Týs Þórarinssonar: „Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“Sjá nánar hér. Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
„Dómurinn var og er gildur dómur. Þeirri niðurstöðu verður ekki breytt nema með nýjum dómi í málinu. Vegna þessa er fráleitt að halda því fram að dómurinn hafi verið „markleysa“ eða „ógildur,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður Guðmundar Týs Þórarinssonar, um ummæli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem birtust á Vísi fyrir helgi. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði heimilað endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs gegn Braga en dómur hafði fallið í fyrra þar sem ummæli Braga um lokun meðferðarheimilisins Mótorsmiðjunnar voru dæmd ómerk og Braga gert að greiða Guðmundi bætur. Bragi hélt ekki uppi vörnum í málinu og sagðist ekki hafa haft vitneskju um málið. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra og heldur Bragi því fram að stefnuvotturinn hafi ekki kynnt sig sem slíkur. Það er af þeirri ástæðu sem Bragi segist ekki hafa haldið uppi vörnum í málinu, hann vissi ekki af því, og sagði hann í samtali við Vísi fyrir helgi að ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að heimila endurupptöku á málinu ógilda fyrri dóminn.Réttarfarslegt atriði Jónas segir endurupptökuna ekki viðurkenningu á sjónarmiði Braga, heldur einungis réttarfarslegt atriði sem kveður á um að hægt sé að fá endurupptekið mál ef það er gert innan ákveðinna tímamarka frá því dómur féll. Jónas segist hafa þær upplýsingar frá stefnuvottinum í málinu að hann hefði farið á vinnustað Braga og hitt þar fyrir starfsmann sem tilkynnti honum að Bragi væri í útlöndum.„Stefnuvotturinn kynnti sig“ „Stefnuvotturinn kynnti sig og að hann þyrfti að birta fyrir Braga stefnu. Starfsmaðurinn neitaði að taka við stefnunni þar sem Bragi væri í útlöndum, en sagði að hann væri kominn til landsins eftir nokkra daga. Stefnuvotturinn tók þá ákvörðun um að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins. Stefnuvotturinn kom aftur þegar Bragi var kominn til landsins og hitti fyrir sama starfsmanninn. Stefnuvotturinn kynnti sig aftur og að hann væri aftur í þeim erindagjörðum að birta stefnu fyrir Braga. Starfsmaðurinn upplýsti að Bragi væri ekki viðstaddur til að taka við stefnunni, en að hún hefði fengið grænt ljós frá Braga um að taka á móti stefnunni. Stefnuvotturinn afhenti því starfsmanninum stefnuna sem upplýsti um að henni yrði komið til stefnda,“ segir Jónas Örn.Stendur við kröfur sínar Jónas segir Guðmund Tý standa við kröfu sínar í málinu sem fyrr og geri ráð fyrir að dómur í málinu verði hinn sami og fyrr.Uppfært klukkan 16:55: Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu sendir frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmunar Týs Þórarinssonar: „Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“Sjá nánar hér.
Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02
Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15
Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29