Íslenskur læknir í Svíþjóð enduruppbyggir sníp Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2015 16:15 Vísir/Getty Læknirinn Hannes Sigurjónsson hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur enduruppbyggt sníp í fyrsta sinn í læknasögu Svþjóðar. Hannes lærði aðferðina í Frakklandi þar sem fimm þúsund konur hafa þurffarið í gegnum slíka aðgerð eftir umskurð kynfæra þeirra. Á vefnum Vice kemur fram að talið sé að kynfæri um 38 þúsund kvenna í Svíþjóð hafi verið umsorin eða afskræmd, það sem á ensku kallast „female genital mutilation“. Sjö þúsund þeirra eru yngri en 18 ára. Í samtali við Vísi segir Hannes að þörf sé á slíkum aðgerðum.Hannes sem er námslæknir í lýtalækningum á Karolinska Háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi fer yfir hvernig aðferðin virkar og segir að við afskræmingu sé snípurinn í raun ekki fjarlægður í heild sinni, heldur einungis fremsti hluti hans. Aðgerð Hannesar felur í sér að fjarlæga örvef, finna skaft snípsins og færa snípinn framar. Hannes segir þó að mikilvægast sé að lýtalæknar vinni með öðrum fagaðilum í vinnunni með fólkinu sem farið hefur í gegnum afskræmingu kynfæra. Á Karolinska vinni hann í teymi með öðrum sérfræðingum; kvensjúkdómalæknum, þvagfæraskurðlæknum, sálfræðingum og kynfræðingum við að veita umskornum konum sem besta meðferð. Hann segir sálfræðihluta aðgerðarinnar vera gífurlega mikilvægan. Þó sé þörf á frekari rannsóknum. Hannes segist ekki telja að mögulegt sé að lagfæra skaðann fullkomlega, en hann segir tæknina vera í þróun. Þrátt fyrir það verði alltaf erfitt að endurskapa afskræmd kynfæri að fullu.Ennfremur segir Hannes að auk þeirra 38 þúsund kvenna sem séu með afskræmd kynfæri í Svíþjóð, sé áætlað að um um 19 þúsund stúlkur íSvíþjóðséu í hættu á að ganga í gegnum slíkt. Á heimsvísu telja Sameinuðu þjóðirnar að kynfærifleiri en133 milljóna kvenna hafi verið afskræmd og að á hverju ári sé slíkt gert við þrjár milljónir stúlkna.Það er fyrst og fremst í Afríku, sunnan Sahara, sem umskurður fer fram. Tíðni umskurðar í löndum eins og Sómalíu, Eþíópíu og Egyptalandi er frá 80 til 98 prósent.Þess má geta að á föstudaginn kemur, þann 6. febrúar er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn afskræmingu á kynfærum kvenna. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Læknirinn Hannes Sigurjónsson hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur enduruppbyggt sníp í fyrsta sinn í læknasögu Svþjóðar. Hannes lærði aðferðina í Frakklandi þar sem fimm þúsund konur hafa þurffarið í gegnum slíka aðgerð eftir umskurð kynfæra þeirra. Á vefnum Vice kemur fram að talið sé að kynfæri um 38 þúsund kvenna í Svíþjóð hafi verið umsorin eða afskræmd, það sem á ensku kallast „female genital mutilation“. Sjö þúsund þeirra eru yngri en 18 ára. Í samtali við Vísi segir Hannes að þörf sé á slíkum aðgerðum.Hannes sem er námslæknir í lýtalækningum á Karolinska Háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi fer yfir hvernig aðferðin virkar og segir að við afskræmingu sé snípurinn í raun ekki fjarlægður í heild sinni, heldur einungis fremsti hluti hans. Aðgerð Hannesar felur í sér að fjarlæga örvef, finna skaft snípsins og færa snípinn framar. Hannes segir þó að mikilvægast sé að lýtalæknar vinni með öðrum fagaðilum í vinnunni með fólkinu sem farið hefur í gegnum afskræmingu kynfæra. Á Karolinska vinni hann í teymi með öðrum sérfræðingum; kvensjúkdómalæknum, þvagfæraskurðlæknum, sálfræðingum og kynfræðingum við að veita umskornum konum sem besta meðferð. Hann segir sálfræðihluta aðgerðarinnar vera gífurlega mikilvægan. Þó sé þörf á frekari rannsóknum. Hannes segist ekki telja að mögulegt sé að lagfæra skaðann fullkomlega, en hann segir tæknina vera í þróun. Þrátt fyrir það verði alltaf erfitt að endurskapa afskræmd kynfæri að fullu.Ennfremur segir Hannes að auk þeirra 38 þúsund kvenna sem séu með afskræmd kynfæri í Svíþjóð, sé áætlað að um um 19 þúsund stúlkur íSvíþjóðséu í hættu á að ganga í gegnum slíkt. Á heimsvísu telja Sameinuðu þjóðirnar að kynfærifleiri en133 milljóna kvenna hafi verið afskræmd og að á hverju ári sé slíkt gert við þrjár milljónir stúlkna.Það er fyrst og fremst í Afríku, sunnan Sahara, sem umskurður fer fram. Tíðni umskurðar í löndum eins og Sómalíu, Eþíópíu og Egyptalandi er frá 80 til 98 prósent.Þess má geta að á föstudaginn kemur, þann 6. febrúar er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn afskræmingu á kynfærum kvenna.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira