„Verið að vega að heiðri þessa starfsmanns“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 16:48 Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu segja vegið að heiðra starfsmanns hennar. Pjetur Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar sem stjórnin segir innihilda alvarlegar rangfærslur. Málið varðar meiðyrðamál Guðmundar Týs á hendur Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að síðustu viku að veita Braga endurupptöku á málinu vegna þess að hann hélt ekki upp vörnum þegar málið var dómtekið í fyrra. Bragi segir ástæðuna vera að hann vissi ekki af stefnunni. Hann hefur lýst því í fjölmiðlun að stefnuvotturinn hefði afhent starfsmanni Barnaverndarstofu stefnuna á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra. Segir Bragi stefnuvottinn ekki hafa kynnt sig sem slíkan og því hefði stefnan farið framhjá honum.Sjá einnig: Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Lögmaður Guðmundar Týs, Jónas Örn Jónasson, sagði þetta vera rangt hjá Braga. Í samtali við Vísi sagði hann stefnuvottinn hafa kynnt sig á Barnaverndarstofu og sagst þurfa að birta Braga stefnu sem þá var í Perú. Sagði Jónas stefnuvottinn hafa tekið þá ákvörðun að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins og þá hefði hann afhent starfsmanni Barnaverndarstofu stefnuna á hendur Braga.Sjá einnig: „Dómurinn er og var gildur dómur“Segir lýsingu lögmannsins ranga Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu segir þessa lýsingu Jónasar ranga og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Segir stjórnin lögmanninn vega að heiðri og heiðarleika starfsmanns Barnaverndarstofu sem tók við stefnunni með þessari lýsingu og mótmælir stjórnin henni harðlega. „Í fyrsta lagi er það þannig að maðurinn kemur með bréf í umslagi sem er stílað á heimilisfang Braga. Hann kynnir sig ekki sem stefnuvott, hann lætur ekki vita að þetta sé stefna heldur spyr bara um Braga. Honum er sagt að Bragi sé í útlöndum. Hann kemur aldrei aftur, það er rangt, við erum með dagsetningar sem sanna það,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, starfsmaður Barnaverndarstofu, í samtali við Vísi um málið.„Verið að vega að heiðri þessa starfsmanns“ „Starfsmaðurinn sem vinnur þarna í afgreiðslunni spyr hvort hann geti aðstoðað hann. Hann segist vera með bréf til Braga og starfsmaður Barnaverndarstofu tekur við bréfinu og sér að það er stílað á heimili Braga en ekki Barnaverndarstofu. Starfsmaðurinn spyr þá stefnuvottinn hvort þetta sé einkabréf og maðurinn játar því og spyr hana síðan um nafn og fer svo. Fyrir utan það að í lögum um meðferð einkamála kemur fram að á umslagi á að koma fram að um stefnu sé að ræða, það var ekki,“ segir Heiða Björg. Hún segir stefnuvottinn hafa afhent stefnuna 19. júní. „Málið er dómtekið 23. eða 24. júní en Bragi kemur til landsins að morgni 27. júní. Það að hann hafi farið og komið aftur þegar Bragi var kominn til landsins og að hann hafi kynnt sig sem stefnuvott er allt saman rangt. Það er verið að vega að heiðri þessa starfsmanns sem er mjög miður og starfsmannafélagið finnur sig knúið til að leiðrétta þessar rangfærslur,“ segir Heiða Björg.Yfirlýsing stjórnar starfsmannafélags Barnaverndarstofu:„Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“ Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 „Dómurinn var og er gildur dómur“ Lögmaður Guðmundar Týs segir endurupptöku á meiðyrðamáli gegn forstjóra Barnaverndarstofu ekki breyta niðurstöðu fyrri dóms 3. febrúar 2015 12:54 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar sem stjórnin segir innihilda alvarlegar rangfærslur. Málið varðar meiðyrðamál Guðmundar Týs á hendur Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að síðustu viku að veita Braga endurupptöku á málinu vegna þess að hann hélt ekki upp vörnum þegar málið var dómtekið í fyrra. Bragi segir ástæðuna vera að hann vissi ekki af stefnunni. Hann hefur lýst því í fjölmiðlun að stefnuvotturinn hefði afhent starfsmanni Barnaverndarstofu stefnuna á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra. Segir Bragi stefnuvottinn ekki hafa kynnt sig sem slíkan og því hefði stefnan farið framhjá honum.Sjá einnig: Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Lögmaður Guðmundar Týs, Jónas Örn Jónasson, sagði þetta vera rangt hjá Braga. Í samtali við Vísi sagði hann stefnuvottinn hafa kynnt sig á Barnaverndarstofu og sagst þurfa að birta Braga stefnu sem þá var í Perú. Sagði Jónas stefnuvottinn hafa tekið þá ákvörðun að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins og þá hefði hann afhent starfsmanni Barnaverndarstofu stefnuna á hendur Braga.Sjá einnig: „Dómurinn er og var gildur dómur“Segir lýsingu lögmannsins ranga Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu segir þessa lýsingu Jónasar ranga og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Segir stjórnin lögmanninn vega að heiðri og heiðarleika starfsmanns Barnaverndarstofu sem tók við stefnunni með þessari lýsingu og mótmælir stjórnin henni harðlega. „Í fyrsta lagi er það þannig að maðurinn kemur með bréf í umslagi sem er stílað á heimilisfang Braga. Hann kynnir sig ekki sem stefnuvott, hann lætur ekki vita að þetta sé stefna heldur spyr bara um Braga. Honum er sagt að Bragi sé í útlöndum. Hann kemur aldrei aftur, það er rangt, við erum með dagsetningar sem sanna það,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, starfsmaður Barnaverndarstofu, í samtali við Vísi um málið.„Verið að vega að heiðri þessa starfsmanns“ „Starfsmaðurinn sem vinnur þarna í afgreiðslunni spyr hvort hann geti aðstoðað hann. Hann segist vera með bréf til Braga og starfsmaður Barnaverndarstofu tekur við bréfinu og sér að það er stílað á heimili Braga en ekki Barnaverndarstofu. Starfsmaðurinn spyr þá stefnuvottinn hvort þetta sé einkabréf og maðurinn játar því og spyr hana síðan um nafn og fer svo. Fyrir utan það að í lögum um meðferð einkamála kemur fram að á umslagi á að koma fram að um stefnu sé að ræða, það var ekki,“ segir Heiða Björg. Hún segir stefnuvottinn hafa afhent stefnuna 19. júní. „Málið er dómtekið 23. eða 24. júní en Bragi kemur til landsins að morgni 27. júní. Það að hann hafi farið og komið aftur þegar Bragi var kominn til landsins og að hann hafi kynnt sig sem stefnuvott er allt saman rangt. Það er verið að vega að heiðri þessa starfsmanns sem er mjög miður og starfsmannafélagið finnur sig knúið til að leiðrétta þessar rangfærslur,“ segir Heiða Björg.Yfirlýsing stjórnar starfsmannafélags Barnaverndarstofu:„Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“
Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 „Dómurinn var og er gildur dómur“ Lögmaður Guðmundar Týs segir endurupptöku á meiðyrðamáli gegn forstjóra Barnaverndarstofu ekki breyta niðurstöðu fyrri dóms 3. febrúar 2015 12:54 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02
Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15
Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29
„Dómurinn var og er gildur dómur“ Lögmaður Guðmundar Týs segir endurupptöku á meiðyrðamáli gegn forstjóra Barnaverndarstofu ekki breyta niðurstöðu fyrri dóms 3. febrúar 2015 12:54