Allar líkur á verkfalli lækna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2015 12:00 Á miðnætti leggja læknar á aðgerða- og flæðisviði Landspítalans niður störf ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Vísir/Ernir Allar líkur eru á að verkfall lækna skelli á á miðnætti að mati formanns Læknafélags Íslands. Samningafundur lækna og ríkisins í gær reyndist árangurslaus. Á miðnætti leggja læknar á aðgerða- og flæðisviði Landspítalans niður störf ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Þeim sviðum tilheyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og skurðdeildir. Þá leggja læknar á ýmsum stofnunum einnig niður störf til að mynda hjá Landlæknisembættinu og Greiningarstöð ríkisins. Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins hittast á fundi í Karphúsinu klukkan tvö til að reyna enn á ný að ná samkomulagi. Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags Íslands. „Það eru náttúrulega ekki margar klukkustundir í það að verkfallið hefjist það er klukkan tólf á miðnætti þannig að tíminn er stuttur. Þannig að ég tel nú allar líkur á því að verkfallið hefjist fyrst að tíminn er svona stuttur,“ segir Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að reynt verði til þrautar að leysa þann ágreining sem er á milli samninganefndanna. Hann segir að farið hafi verið ítarlega yfir málið og reiknað mikið. „Það er enn þá ágreiningur til staðar sem við munum reyna að vinna úr í dag ef mögulegt,“ segir Magnús. Verkfallsaðgerðirnar verða í gangi næstu tólf vikurnar ef ekki semst. Þorbjörn segir þessar aðgerðir umfangsmeiri en þær síðustu. Þannig mun hver læknahópur fara í fjóra daga í verkfall í stað tveggja líkt og síðast. Þá verða engar verkfallslausar vikur inn á milli eins og var fyrir jól. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Allar líkur eru á að verkfall lækna skelli á á miðnætti að mati formanns Læknafélags Íslands. Samningafundur lækna og ríkisins í gær reyndist árangurslaus. Á miðnætti leggja læknar á aðgerða- og flæðisviði Landspítalans niður störf ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Þeim sviðum tilheyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og skurðdeildir. Þá leggja læknar á ýmsum stofnunum einnig niður störf til að mynda hjá Landlæknisembættinu og Greiningarstöð ríkisins. Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins hittast á fundi í Karphúsinu klukkan tvö til að reyna enn á ný að ná samkomulagi. Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags Íslands. „Það eru náttúrulega ekki margar klukkustundir í það að verkfallið hefjist það er klukkan tólf á miðnætti þannig að tíminn er stuttur. Þannig að ég tel nú allar líkur á því að verkfallið hefjist fyrst að tíminn er svona stuttur,“ segir Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að reynt verði til þrautar að leysa þann ágreining sem er á milli samninganefndanna. Hann segir að farið hafi verið ítarlega yfir málið og reiknað mikið. „Það er enn þá ágreiningur til staðar sem við munum reyna að vinna úr í dag ef mögulegt,“ segir Magnús. Verkfallsaðgerðirnar verða í gangi næstu tólf vikurnar ef ekki semst. Þorbjörn segir þessar aðgerðir umfangsmeiri en þær síðustu. Þannig mun hver læknahópur fara í fjóra daga í verkfall í stað tveggja líkt og síðast. Þá verða engar verkfallslausar vikur inn á milli eins og var fyrir jól.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira