Allar líkur á verkfalli lækna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2015 12:00 Á miðnætti leggja læknar á aðgerða- og flæðisviði Landspítalans niður störf ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Vísir/Ernir Allar líkur eru á að verkfall lækna skelli á á miðnætti að mati formanns Læknafélags Íslands. Samningafundur lækna og ríkisins í gær reyndist árangurslaus. Á miðnætti leggja læknar á aðgerða- og flæðisviði Landspítalans niður störf ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Þeim sviðum tilheyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og skurðdeildir. Þá leggja læknar á ýmsum stofnunum einnig niður störf til að mynda hjá Landlæknisembættinu og Greiningarstöð ríkisins. Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins hittast á fundi í Karphúsinu klukkan tvö til að reyna enn á ný að ná samkomulagi. Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags Íslands. „Það eru náttúrulega ekki margar klukkustundir í það að verkfallið hefjist það er klukkan tólf á miðnætti þannig að tíminn er stuttur. Þannig að ég tel nú allar líkur á því að verkfallið hefjist fyrst að tíminn er svona stuttur,“ segir Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að reynt verði til þrautar að leysa þann ágreining sem er á milli samninganefndanna. Hann segir að farið hafi verið ítarlega yfir málið og reiknað mikið. „Það er enn þá ágreiningur til staðar sem við munum reyna að vinna úr í dag ef mögulegt,“ segir Magnús. Verkfallsaðgerðirnar verða í gangi næstu tólf vikurnar ef ekki semst. Þorbjörn segir þessar aðgerðir umfangsmeiri en þær síðustu. Þannig mun hver læknahópur fara í fjóra daga í verkfall í stað tveggja líkt og síðast. Þá verða engar verkfallslausar vikur inn á milli eins og var fyrir jól. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Allar líkur eru á að verkfall lækna skelli á á miðnætti að mati formanns Læknafélags Íslands. Samningafundur lækna og ríkisins í gær reyndist árangurslaus. Á miðnætti leggja læknar á aðgerða- og flæðisviði Landspítalans niður störf ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Þeim sviðum tilheyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og skurðdeildir. Þá leggja læknar á ýmsum stofnunum einnig niður störf til að mynda hjá Landlæknisembættinu og Greiningarstöð ríkisins. Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins hittast á fundi í Karphúsinu klukkan tvö til að reyna enn á ný að ná samkomulagi. Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags Íslands. „Það eru náttúrulega ekki margar klukkustundir í það að verkfallið hefjist það er klukkan tólf á miðnætti þannig að tíminn er stuttur. Þannig að ég tel nú allar líkur á því að verkfallið hefjist fyrst að tíminn er svona stuttur,“ segir Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að reynt verði til þrautar að leysa þann ágreining sem er á milli samninganefndanna. Hann segir að farið hafi verið ítarlega yfir málið og reiknað mikið. „Það er enn þá ágreiningur til staðar sem við munum reyna að vinna úr í dag ef mögulegt,“ segir Magnús. Verkfallsaðgerðirnar verða í gangi næstu tólf vikurnar ef ekki semst. Þorbjörn segir þessar aðgerðir umfangsmeiri en þær síðustu. Þannig mun hver læknahópur fara í fjóra daga í verkfall í stað tveggja líkt og síðast. Þá verða engar verkfallslausar vikur inn á milli eins og var fyrir jól.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira