Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2015 15:35 Flugfélög hafa ákveðið að yfirfara verkferla sína í kjölfar flugslyssins í Frakklandi. Vísir/GVA Bæði Icelandair og Wow Air ætla að taka upp þá vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn í flugstjórnarklefanum. Þessi ákvörðun er tekin í vegna þess harmleiks sem átti sér stað þegar aðstoðarflugmaður Germanwings-vélarinnar brotlenti vélinni viljandi í Ölpunum á þriðjudag. Flugstjórinn vélarinnar hafði yfirgefið flugstjórnarklefann til að fara á salernið. Þegar hann kom til baka hafði aðstoðarflugmaðurinn læst flugstjórnarklefanum, hægt á vélinni og sett hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Nú þegar hafa nokkur flugfélög boðað að héðan í frá megi aldrei vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni eftir að þetta kom í ljós í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið hafa tekið upp þessa vinnureglu og að hún komi til framkvæmda strax. „Í framhaldi af þessum fréttum af ástæðum flugslyssins í Frakklandi hefur Icelandair ákveðið að taka þessa vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfninni í flugstjórnarklefanum. Þannig að ef annar flugmaðurinn þarf að fara frá þá komi flugfreyja eða flugþjónn inn í klefann,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir fyrirtækið fylgja alþjóðlegum stöðlum og að það sé ekki vinnuregla hjá fyrirtækinu að aldrei megi vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni. „En í ljósi þessarar sorglegu fréttar erum við að yfirfæra verkferla og meðal annars mun það fela í sér innleiðingu á þessari reglu,“ segir Svanhvít. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Icelandair WOW Air Þýskaland Tengdar fréttir Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Bæði Icelandair og Wow Air ætla að taka upp þá vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn í flugstjórnarklefanum. Þessi ákvörðun er tekin í vegna þess harmleiks sem átti sér stað þegar aðstoðarflugmaður Germanwings-vélarinnar brotlenti vélinni viljandi í Ölpunum á þriðjudag. Flugstjórinn vélarinnar hafði yfirgefið flugstjórnarklefann til að fara á salernið. Þegar hann kom til baka hafði aðstoðarflugmaðurinn læst flugstjórnarklefanum, hægt á vélinni og sett hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Nú þegar hafa nokkur flugfélög boðað að héðan í frá megi aldrei vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni eftir að þetta kom í ljós í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið hafa tekið upp þessa vinnureglu og að hún komi til framkvæmda strax. „Í framhaldi af þessum fréttum af ástæðum flugslyssins í Frakklandi hefur Icelandair ákveðið að taka þessa vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfninni í flugstjórnarklefanum. Þannig að ef annar flugmaðurinn þarf að fara frá þá komi flugfreyja eða flugþjónn inn í klefann,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir fyrirtækið fylgja alþjóðlegum stöðlum og að það sé ekki vinnuregla hjá fyrirtækinu að aldrei megi vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni. „En í ljósi þessarar sorglegu fréttar erum við að yfirfæra verkferla og meðal annars mun það fela í sér innleiðingu á þessari reglu,“ segir Svanhvít.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Icelandair WOW Air Þýskaland Tengdar fréttir Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31