Piers Handling gestur á RIFF Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 17. september 2015 07:30 Piers Handling, forstjóri Toronto-kvikmyndahátíðarinnar. Vísir/Getty Meðal gesta á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður Piers Handling, forstjóri Toronto-kvikmyndahátíðarinnar. „Það er náttúrulega mikil heiður og gaman. Hann er náttúrulega búin að stýra Torontohátíðinni í mörg ár og það verður gaman að fá svona stórlax til landsins. Hann er svona þungavigtarmaður í heimi kvikmyndanna," segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. Handling bætist í hóp þeirra Arnauds Gourmelen sem er yfir flokknum Directors Fortnight á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frederiks Boyer, listræns stjórnanda Tribeca-hátíðarinnar en Boyer er formaður dómnefndar í aðalflokk RIFF í ár, og Helgu Stephensen sem er fyrrverandi stjórnandi Toronto International Film Festival og heiðursformaður RIFF en hún hefur sótt hverja RIFF hátíð frá upphafi. Verða því fulltrúar fjögurra af tíu stærstu kvikmyndahátíðum í heimi á RIFF í ár. Af þessu tilefni hefur verið boðað til umræðna undir yfirskriftinni Að velja á kvikmyndahátíð og tekur Giorgio Cosetti, dagskrárstjóri RIFF og dagskrárstjóri Feneyjadaga á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, einnig þátt í umræðunum sem fara fram þann fyrsta október í Norræna húsinu og hefjast klukkan 12.00. Rætt verður um hlutverk og áhrif dagskrárstjóra á ferðalag kvikmynda um heiminn og hvaða þættir það eru sem móta það hlutverk. Líkt og Fréttablaðið greindi frá verður kanadíski leikstjórinn David Cronenberg heiðursgesur hátíðarinnar í ár og verður maraþonsýning á eldri hrollvekjum hans og einnig mun leikstjórinn sitja fyrir svörum í sérstöku meistaraspjalli. Annar heiðursgestur hátíðarinnar verður þýski leikstjórinn Margarethe Von Trotta og verða myndir hennar The Misplaced World, Rosenstrasse og Marianne and Julianne sýndar.RIFF hefst þann 24. september næstkomandi og er hægt að kynna sér dagskrá hátíðarinnar nánar inn á Riff.is. Nóg verður um að vera og fjöldi fjölbreyttra viðburða. Í kvöld verður hitað upp fyrir hátíðina með kvikmyndakvissi, eða pub-quiz, á Lofti Hosteli og hefst það klukkan 20.00. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Ég sparka bara í þig á eftir“ Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Meðal gesta á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður Piers Handling, forstjóri Toronto-kvikmyndahátíðarinnar. „Það er náttúrulega mikil heiður og gaman. Hann er náttúrulega búin að stýra Torontohátíðinni í mörg ár og það verður gaman að fá svona stórlax til landsins. Hann er svona þungavigtarmaður í heimi kvikmyndanna," segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. Handling bætist í hóp þeirra Arnauds Gourmelen sem er yfir flokknum Directors Fortnight á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frederiks Boyer, listræns stjórnanda Tribeca-hátíðarinnar en Boyer er formaður dómnefndar í aðalflokk RIFF í ár, og Helgu Stephensen sem er fyrrverandi stjórnandi Toronto International Film Festival og heiðursformaður RIFF en hún hefur sótt hverja RIFF hátíð frá upphafi. Verða því fulltrúar fjögurra af tíu stærstu kvikmyndahátíðum í heimi á RIFF í ár. Af þessu tilefni hefur verið boðað til umræðna undir yfirskriftinni Að velja á kvikmyndahátíð og tekur Giorgio Cosetti, dagskrárstjóri RIFF og dagskrárstjóri Feneyjadaga á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, einnig þátt í umræðunum sem fara fram þann fyrsta október í Norræna húsinu og hefjast klukkan 12.00. Rætt verður um hlutverk og áhrif dagskrárstjóra á ferðalag kvikmynda um heiminn og hvaða þættir það eru sem móta það hlutverk. Líkt og Fréttablaðið greindi frá verður kanadíski leikstjórinn David Cronenberg heiðursgesur hátíðarinnar í ár og verður maraþonsýning á eldri hrollvekjum hans og einnig mun leikstjórinn sitja fyrir svörum í sérstöku meistaraspjalli. Annar heiðursgestur hátíðarinnar verður þýski leikstjórinn Margarethe Von Trotta og verða myndir hennar The Misplaced World, Rosenstrasse og Marianne and Julianne sýndar.RIFF hefst þann 24. september næstkomandi og er hægt að kynna sér dagskrá hátíðarinnar nánar inn á Riff.is. Nóg verður um að vera og fjöldi fjölbreyttra viðburða. Í kvöld verður hitað upp fyrir hátíðina með kvikmyndakvissi, eða pub-quiz, á Lofti Hosteli og hefst það klukkan 20.00.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Ég sparka bara í þig á eftir“ Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira