Osama og Zied komust í fréttirnar þegar myndbönd náðust af því þegar ungverskur myndatökumaður brá fyrir Osama fæti þar sem hann hljóp með Zied í fanginu frá ungverskum lögreglumönnum á landamærum Ungverjalands og Serbíu fyrr í mánuðinum.
Osama og tveir synir hans komu til Spánar á miðvikudagskvöldið þar sem fótboltaskólinn Cenafe í úthverfi Madrídar hafði boðið honum starf og íbúð. Þýskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að Osama hafi starfað sem knattspyrnuþjálfari í heimalandi sínu.
Real Madrid birti á Facebook-síðu sinni myndskeið af því þegar Zied leiddi portúgölsku stórstjörnuna inn á grasið á Santiago Bernabeu og var hann greinilega himinlifandi.
