Ungverski tökumaðurinn: Segist hafa verið hrædd og verið að verja sig Atli ísleifsson skrifar 11. september 2015 07:43 Petra László segir eitthvað hafa "brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. Ungverski tökumaðurinn Petra László sem náðist á mynd þar sem hún sparkaði til og brá fæti fyrir flóttamenn við Röszke fyrr í vikunni hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum. Hún segir eitthvað hafa „brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. László var rekin frá stöðinni N1TV eftir að myndir af atvikunum birtust á netinu. Í bréfi til blaðsins Magyar Nemzet segist László hafa verið í áfalli frá því á þriðjudaginn. Hún segist sjálf ekki vera „miskunnarlaus rasisti“ og ekki trúa að hún hafi gert það sem hún gerði. Hún hafi einfaldlega verið gripin hræðslu þegar flóttamennirnir ruddust framhjá lögreglu. „Verið var að taka upp, fleiri hundruð flóttamanna ruddust framhjá lögreglu, og einn þeirra hljóp í áttina að mér og ég varð hrædd. Síðan brast eitthvað innra með mér. Ég hélt að verið væri að ráðast á mig og ég varð að verja mig. Það getur reynst erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar fólk er gripið hræðslu,“ segir László. Hún segist reiðubúin að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Hún sé þó ekki miskunnarlaus, rasisti eða tökumaður sem sparki í börn. „Ég á ekki skilið að verða fyrir þessum pólitísku nornaveiðum sem beinast nú gegn mér, eða að verða úthúðuð eða fá líflátshótanir. Ég er einungis atvinnulaus móðir lítilla barna sem tók ranga ákvörðun. Ég biðst innilegrar afsökunar.“ László var rekin frá N1TV eftir að þýski blaðamaðurinn Stephan Richter birti myndskeið af gjörðum hennar í ungverska bænum Röszke við serbnesku landamærin. N1TV er með tengsl við hægriflokkinn Jobbik. Ungverskir saksóknarar segja að mál verði höfðað gegn László.Lage in #Roeszke #Hungary weiter schlimm - Polizei überfordert - Flüchtlinge durchbrechen Polizeikette - Verletzte! pic.twitter.com/GlMGqGwABb— Stephan Richter (@RichterSteph) September 8, 2015 The most shameful moment a journalist has done to #refugees during this refugee wave...#refugeeswelcome pic.twitter.com/FGAIsQy6k6— Balazs Csekö (@balazscseko) September 8, 2015 Tengdar fréttir Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Ungverski tökumaðurinn Petra László sem náðist á mynd þar sem hún sparkaði til og brá fæti fyrir flóttamenn við Röszke fyrr í vikunni hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum. Hún segir eitthvað hafa „brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. László var rekin frá stöðinni N1TV eftir að myndir af atvikunum birtust á netinu. Í bréfi til blaðsins Magyar Nemzet segist László hafa verið í áfalli frá því á þriðjudaginn. Hún segist sjálf ekki vera „miskunnarlaus rasisti“ og ekki trúa að hún hafi gert það sem hún gerði. Hún hafi einfaldlega verið gripin hræðslu þegar flóttamennirnir ruddust framhjá lögreglu. „Verið var að taka upp, fleiri hundruð flóttamanna ruddust framhjá lögreglu, og einn þeirra hljóp í áttina að mér og ég varð hrædd. Síðan brast eitthvað innra með mér. Ég hélt að verið væri að ráðast á mig og ég varð að verja mig. Það getur reynst erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar fólk er gripið hræðslu,“ segir László. Hún segist reiðubúin að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Hún sé þó ekki miskunnarlaus, rasisti eða tökumaður sem sparki í börn. „Ég á ekki skilið að verða fyrir þessum pólitísku nornaveiðum sem beinast nú gegn mér, eða að verða úthúðuð eða fá líflátshótanir. Ég er einungis atvinnulaus móðir lítilla barna sem tók ranga ákvörðun. Ég biðst innilegrar afsökunar.“ László var rekin frá N1TV eftir að þýski blaðamaðurinn Stephan Richter birti myndskeið af gjörðum hennar í ungverska bænum Röszke við serbnesku landamærin. N1TV er með tengsl við hægriflokkinn Jobbik. Ungverskir saksóknarar segja að mál verði höfðað gegn László.Lage in #Roeszke #Hungary weiter schlimm - Polizei überfordert - Flüchtlinge durchbrechen Polizeikette - Verletzte! pic.twitter.com/GlMGqGwABb— Stephan Richter (@RichterSteph) September 8, 2015 The most shameful moment a journalist has done to #refugees during this refugee wave...#refugeeswelcome pic.twitter.com/FGAIsQy6k6— Balazs Csekö (@balazscseko) September 8, 2015
Tengdar fréttir Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent