Erlent

Reyndi að stökkva á lest til Englands

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Flóttamaður lét lífið Frakklandsmegin við Ermasundsgöngin í dag. Maðurinn er talinn hafa reynt að stökkva á lest sem var á leið til Englands. Hann er annar flóttamaðurinn sem lætur lífið í Frakklandi á tveimur vikum. Maður frá Erítreu lést í síðustu viku þegar hann reyndi komast um borð í lesti í Coquelles.

Lögreglan segir að áverkar sýni fram á að maðurinn hafi stokkið á lest. Lestar voru stöðvaðar í morgun þegar það sást til nokkurra manna við teinana og var lögreglan að leita þeirra þegar líkið fannst.

Á vef Guardian segir að minnst 15 flóttamenn hafi látið lífið við að reyna að komast úr flóttabúðunum í Calais og til Englands á einu ári. Þá reyndu um 150 flóttamenn að brjóta sér leið inn í göngin í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×