Þingmenn ósáttir við Gunnar Braga Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 19:04 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Þingmenn voru ósáttir við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra skyldi yfirgefa Alþingishúsið á meðan umræða um að sjálfstæða stofnunin Þróunarsamvinnustofnun Íslands yrði lögð niður og málaflokkurinn færður undir utanríkisráðuneytið stóð yfir. Málið er fyrsta forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Þingmenn sögðu uppákomuna undarlega, töldu það óvirðingu að ráðherrann skyldi yfirgefa salinn og sögðu að skoða þyrfti vinnubrögð þingsins. Frumvarpið um þessar breytingar var lagt fyrir á síðasta þingi en það náðist ekki að ljúka umræðu um það þá. Eftir að Kristján L. Möller hafði lokið máli sínu stóð til að Gunnar Bragi myndi svara þeim spurningum og hugleiðingum þingmanna sem fram höfðu komið. Þegar hann kom upp í pontu sagðist hann hins vegar hafa beðið um leyfi frá Valgerði Bjarnadóttur, varaþingflokksformanni Samfylkingarinnar, til þess að fá að bregða sér frá til að halda ræðu uppi á Akranesi en að hún hefði neitað beiðni hans. Hann lagði þá til að umræðunni yrði frestað, hann gæti mætt aftur klukkan sjö. Hann gagnrýndi vinnubrögð Samfylkingarinnar og yfirgaf húsið.Össur Skarphéðinsson.Valgerður Bjarnadóttir sagðist hissa á ummælum utanríkisráðherra þar sem hún teldi að þegar svona bæri undir þyrfti að vera um formlega beiðni að ræða en ekki spjall milli vina eins og hún leit á samskiptin við ráðherrann. Valgerður tók við sem varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar nú í upphafi þings.Gagnrýndur fyrir að hlýða kalli náttúrunnar í sína tíð „Það hefur aldrei tíðkast hér þegar mál eru enn á forræði ráðherra og eru í fyrstu umræðu að ráðherra fari úr umræðunni eða fái sérstaka heimild þingsins, eftir atvikum þingflokksformanna, og alls ekki þegar um er að ræða umdeild mál. Það hefur alltaf verið skýlaus krafa, sem ég þekki mæta vel af eigin raun, að þá er umræðunni frestað,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar en hann hefur setið í fjórum ríkisstjórnum. Hann minntist þess þegar hann hafði framsögu í umdeildu máli í sinni ráðherratíð hafi þingmenn Framsóknar gert athugasemd við það þegar hann brá sér úr salnum til þess að hlýða kalli náttúrunnar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður Samfylkingarinnar„Málið var tekið á dagskrá klukkan átta í gærkvöldi eins og hér lægi lífið á með þetta mál og við svosem gerðum enga athugsemd í gær. Heldur vorum við hér til miðnættis í gær þó að það sé átta og hálfur mánuður til þingloka,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „En við þá hljótum að gera athugasemd við það að nú þegar við erum að byrja að ræða þetta mál aftur, í dagsbirtu, að ráðherrann fari. Við erum öll með spurningar til hans geri ég ráð fyrir. Ég er allavega hér á mælendaskrá númer þrjú og ég er með nokkrar spurningar til ráðherra sem ég tel skipta máli að hann svari áður en málið fer inn til nefndar. Ég nenni ekki að byrja hér enn einn veturinn þar sem maður stendur hér og talar út í tómið.“ Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þingmenn voru ósáttir við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra skyldi yfirgefa Alþingishúsið á meðan umræða um að sjálfstæða stofnunin Þróunarsamvinnustofnun Íslands yrði lögð niður og málaflokkurinn færður undir utanríkisráðuneytið stóð yfir. Málið er fyrsta forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Þingmenn sögðu uppákomuna undarlega, töldu það óvirðingu að ráðherrann skyldi yfirgefa salinn og sögðu að skoða þyrfti vinnubrögð þingsins. Frumvarpið um þessar breytingar var lagt fyrir á síðasta þingi en það náðist ekki að ljúka umræðu um það þá. Eftir að Kristján L. Möller hafði lokið máli sínu stóð til að Gunnar Bragi myndi svara þeim spurningum og hugleiðingum þingmanna sem fram höfðu komið. Þegar hann kom upp í pontu sagðist hann hins vegar hafa beðið um leyfi frá Valgerði Bjarnadóttur, varaþingflokksformanni Samfylkingarinnar, til þess að fá að bregða sér frá til að halda ræðu uppi á Akranesi en að hún hefði neitað beiðni hans. Hann lagði þá til að umræðunni yrði frestað, hann gæti mætt aftur klukkan sjö. Hann gagnrýndi vinnubrögð Samfylkingarinnar og yfirgaf húsið.Össur Skarphéðinsson.Valgerður Bjarnadóttir sagðist hissa á ummælum utanríkisráðherra þar sem hún teldi að þegar svona bæri undir þyrfti að vera um formlega beiðni að ræða en ekki spjall milli vina eins og hún leit á samskiptin við ráðherrann. Valgerður tók við sem varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar nú í upphafi þings.Gagnrýndur fyrir að hlýða kalli náttúrunnar í sína tíð „Það hefur aldrei tíðkast hér þegar mál eru enn á forræði ráðherra og eru í fyrstu umræðu að ráðherra fari úr umræðunni eða fái sérstaka heimild þingsins, eftir atvikum þingflokksformanna, og alls ekki þegar um er að ræða umdeild mál. Það hefur alltaf verið skýlaus krafa, sem ég þekki mæta vel af eigin raun, að þá er umræðunni frestað,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar en hann hefur setið í fjórum ríkisstjórnum. Hann minntist þess þegar hann hafði framsögu í umdeildu máli í sinni ráðherratíð hafi þingmenn Framsóknar gert athugasemd við það þegar hann brá sér úr salnum til þess að hlýða kalli náttúrunnar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður Samfylkingarinnar„Málið var tekið á dagskrá klukkan átta í gærkvöldi eins og hér lægi lífið á með þetta mál og við svosem gerðum enga athugsemd í gær. Heldur vorum við hér til miðnættis í gær þó að það sé átta og hálfur mánuður til þingloka,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „En við þá hljótum að gera athugasemd við það að nú þegar við erum að byrja að ræða þetta mál aftur, í dagsbirtu, að ráðherrann fari. Við erum öll með spurningar til hans geri ég ráð fyrir. Ég er allavega hér á mælendaskrá númer þrjú og ég er með nokkrar spurningar til ráðherra sem ég tel skipta máli að hann svari áður en málið fer inn til nefndar. Ég nenni ekki að byrja hér enn einn veturinn þar sem maður stendur hér og talar út í tómið.“
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira