Þingmenn ósáttir við Gunnar Braga Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 19:04 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Þingmenn voru ósáttir við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra skyldi yfirgefa Alþingishúsið á meðan umræða um að sjálfstæða stofnunin Þróunarsamvinnustofnun Íslands yrði lögð niður og málaflokkurinn færður undir utanríkisráðuneytið stóð yfir. Málið er fyrsta forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Þingmenn sögðu uppákomuna undarlega, töldu það óvirðingu að ráðherrann skyldi yfirgefa salinn og sögðu að skoða þyrfti vinnubrögð þingsins. Frumvarpið um þessar breytingar var lagt fyrir á síðasta þingi en það náðist ekki að ljúka umræðu um það þá. Eftir að Kristján L. Möller hafði lokið máli sínu stóð til að Gunnar Bragi myndi svara þeim spurningum og hugleiðingum þingmanna sem fram höfðu komið. Þegar hann kom upp í pontu sagðist hann hins vegar hafa beðið um leyfi frá Valgerði Bjarnadóttur, varaþingflokksformanni Samfylkingarinnar, til þess að fá að bregða sér frá til að halda ræðu uppi á Akranesi en að hún hefði neitað beiðni hans. Hann lagði þá til að umræðunni yrði frestað, hann gæti mætt aftur klukkan sjö. Hann gagnrýndi vinnubrögð Samfylkingarinnar og yfirgaf húsið.Össur Skarphéðinsson.Valgerður Bjarnadóttir sagðist hissa á ummælum utanríkisráðherra þar sem hún teldi að þegar svona bæri undir þyrfti að vera um formlega beiðni að ræða en ekki spjall milli vina eins og hún leit á samskiptin við ráðherrann. Valgerður tók við sem varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar nú í upphafi þings.Gagnrýndur fyrir að hlýða kalli náttúrunnar í sína tíð „Það hefur aldrei tíðkast hér þegar mál eru enn á forræði ráðherra og eru í fyrstu umræðu að ráðherra fari úr umræðunni eða fái sérstaka heimild þingsins, eftir atvikum þingflokksformanna, og alls ekki þegar um er að ræða umdeild mál. Það hefur alltaf verið skýlaus krafa, sem ég þekki mæta vel af eigin raun, að þá er umræðunni frestað,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar en hann hefur setið í fjórum ríkisstjórnum. Hann minntist þess þegar hann hafði framsögu í umdeildu máli í sinni ráðherratíð hafi þingmenn Framsóknar gert athugasemd við það þegar hann brá sér úr salnum til þess að hlýða kalli náttúrunnar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður Samfylkingarinnar„Málið var tekið á dagskrá klukkan átta í gærkvöldi eins og hér lægi lífið á með þetta mál og við svosem gerðum enga athugsemd í gær. Heldur vorum við hér til miðnættis í gær þó að það sé átta og hálfur mánuður til þingloka,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „En við þá hljótum að gera athugasemd við það að nú þegar við erum að byrja að ræða þetta mál aftur, í dagsbirtu, að ráðherrann fari. Við erum öll með spurningar til hans geri ég ráð fyrir. Ég er allavega hér á mælendaskrá númer þrjú og ég er með nokkrar spurningar til ráðherra sem ég tel skipta máli að hann svari áður en málið fer inn til nefndar. Ég nenni ekki að byrja hér enn einn veturinn þar sem maður stendur hér og talar út í tómið.“ Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Þingmenn voru ósáttir við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra skyldi yfirgefa Alþingishúsið á meðan umræða um að sjálfstæða stofnunin Þróunarsamvinnustofnun Íslands yrði lögð niður og málaflokkurinn færður undir utanríkisráðuneytið stóð yfir. Málið er fyrsta forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Þingmenn sögðu uppákomuna undarlega, töldu það óvirðingu að ráðherrann skyldi yfirgefa salinn og sögðu að skoða þyrfti vinnubrögð þingsins. Frumvarpið um þessar breytingar var lagt fyrir á síðasta þingi en það náðist ekki að ljúka umræðu um það þá. Eftir að Kristján L. Möller hafði lokið máli sínu stóð til að Gunnar Bragi myndi svara þeim spurningum og hugleiðingum þingmanna sem fram höfðu komið. Þegar hann kom upp í pontu sagðist hann hins vegar hafa beðið um leyfi frá Valgerði Bjarnadóttur, varaþingflokksformanni Samfylkingarinnar, til þess að fá að bregða sér frá til að halda ræðu uppi á Akranesi en að hún hefði neitað beiðni hans. Hann lagði þá til að umræðunni yrði frestað, hann gæti mætt aftur klukkan sjö. Hann gagnrýndi vinnubrögð Samfylkingarinnar og yfirgaf húsið.Össur Skarphéðinsson.Valgerður Bjarnadóttir sagðist hissa á ummælum utanríkisráðherra þar sem hún teldi að þegar svona bæri undir þyrfti að vera um formlega beiðni að ræða en ekki spjall milli vina eins og hún leit á samskiptin við ráðherrann. Valgerður tók við sem varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar nú í upphafi þings.Gagnrýndur fyrir að hlýða kalli náttúrunnar í sína tíð „Það hefur aldrei tíðkast hér þegar mál eru enn á forræði ráðherra og eru í fyrstu umræðu að ráðherra fari úr umræðunni eða fái sérstaka heimild þingsins, eftir atvikum þingflokksformanna, og alls ekki þegar um er að ræða umdeild mál. Það hefur alltaf verið skýlaus krafa, sem ég þekki mæta vel af eigin raun, að þá er umræðunni frestað,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar en hann hefur setið í fjórum ríkisstjórnum. Hann minntist þess þegar hann hafði framsögu í umdeildu máli í sinni ráðherratíð hafi þingmenn Framsóknar gert athugasemd við það þegar hann brá sér úr salnum til þess að hlýða kalli náttúrunnar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður Samfylkingarinnar„Málið var tekið á dagskrá klukkan átta í gærkvöldi eins og hér lægi lífið á með þetta mál og við svosem gerðum enga athugsemd í gær. Heldur vorum við hér til miðnættis í gær þó að það sé átta og hálfur mánuður til þingloka,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „En við þá hljótum að gera athugasemd við það að nú þegar við erum að byrja að ræða þetta mál aftur, í dagsbirtu, að ráðherrann fari. Við erum öll með spurningar til hans geri ég ráð fyrir. Ég er allavega hér á mælendaskrá númer þrjú og ég er með nokkrar spurningar til ráðherra sem ég tel skipta máli að hann svari áður en málið fer inn til nefndar. Ég nenni ekki að byrja hér enn einn veturinn þar sem maður stendur hér og talar út í tómið.“
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira