Haukur Páll: Ógeðslegt að fá hráka í andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2015 18:09 Haukur Páll Sigurðsson. Vísir/Stefán Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði karlaliðs Vals í fótbolta var gestur Hjartar Hjartarsonar í þætti hans Akraborginni á X-inu í dag þar sem Haukur Páll ræddi um samskipti sína og eins leikmanns Skagamanna í leik liðanna í 10. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Haukur Páll fékk hráka í andlitið frá leikmanni Skagamanna í miðjum leik liðanna í gærkvöld en Valur vann leikinn 4-2. „Í aðdraganda fjórða marksins þá snýr hann baki í mig og ég set pressu á hann. Ég vinn boltann af honum en hann er að biðja um aukaspyrnu eða eitthvað. Ég segi honum að standa upp og hann gerir það en rýkur svo beint í áttina að mér," lýsir Haukur Páll. „Það fara einhver orðaskipti okkar á milli sem er eitthvað sem gerist í nánast hvaða fótboltaleik sem er. Þegar ég er búinn að ljúka mínum orðum þá smellir hann einum hráka í andlitið á mér," segir Haukur Páll. „Hann ákvað að gera þetta en mér finnst þetta viðbjóðslegt. Ég sagði það í einhverju viðtali í gær að ég get tekið öllum orðum sem eru sögð í hita leiksins en þetta finnst mér vera fyrir neðan allar hellur," segir Haukur Páll. „Ég var ekki par sáttur og ætlaði að láta hann vita af því að svona gerir maður ekki. Þetta er bara búið og gert og ég ætla ekki að erfa þetta við hann. Þetta er eitthvað sem hann verður bara að skoða í sínum leik. Hann getur sagt allan fjandann við mig í miðjum leik en þetta er ekki boðlegt," sagði Haukur Páll. Það þurfti samt að róa Hauk Pál niður eftir leikinn en hann var allt annað en sáttur. „Það er ógeðslegt að fá þetta í andlitið þegar þú ert að rífast við einhvern mann inn á vellinum," sagði Haukur Páll. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði karlaliðs Vals í fótbolta var gestur Hjartar Hjartarsonar í þætti hans Akraborginni á X-inu í dag þar sem Haukur Páll ræddi um samskipti sína og eins leikmanns Skagamanna í leik liðanna í 10. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Haukur Páll fékk hráka í andlitið frá leikmanni Skagamanna í miðjum leik liðanna í gærkvöld en Valur vann leikinn 4-2. „Í aðdraganda fjórða marksins þá snýr hann baki í mig og ég set pressu á hann. Ég vinn boltann af honum en hann er að biðja um aukaspyrnu eða eitthvað. Ég segi honum að standa upp og hann gerir það en rýkur svo beint í áttina að mér," lýsir Haukur Páll. „Það fara einhver orðaskipti okkar á milli sem er eitthvað sem gerist í nánast hvaða fótboltaleik sem er. Þegar ég er búinn að ljúka mínum orðum þá smellir hann einum hráka í andlitið á mér," segir Haukur Páll. „Hann ákvað að gera þetta en mér finnst þetta viðbjóðslegt. Ég sagði það í einhverju viðtali í gær að ég get tekið öllum orðum sem eru sögð í hita leiksins en þetta finnst mér vera fyrir neðan allar hellur," segir Haukur Páll. „Ég var ekki par sáttur og ætlaði að láta hann vita af því að svona gerir maður ekki. Þetta er bara búið og gert og ég ætla ekki að erfa þetta við hann. Þetta er eitthvað sem hann verður bara að skoða í sínum leik. Hann getur sagt allan fjandann við mig í miðjum leik en þetta er ekki boðlegt," sagði Haukur Páll. Það þurfti samt að róa Hauk Pál niður eftir leikinn en hann var allt annað en sáttur. „Það er ógeðslegt að fá þetta í andlitið þegar þú ert að rífast við einhvern mann inn á vellinum," sagði Haukur Páll. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira