Guus Hiddink er hættur sem þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta en hollenska knattspyrnusambandið gaf það út í kvöld.
Guus Hiddink hefur verið þjálfari liðsins í tæpt ár en hann er orðinn 68 ára gamall. Danny Blind, aðstoðarmaður Hiddink, tekur við liðinu og stýrir því út undankeppnina.
Hollenska landsliðið er í 3. sæti í riðli Íslands í undankeppni EM 2016 en liðið tapaði meðal annars 2-0 á Laugardalsvellinum síðasta haust.
Danny Blind átti að taka við liðinu eftir úrslitakeppni EM 2016 en eftir aðeins 4 sigra í 10 leikjum ákvað Guus Hiddink að stíga frá borði.
Guus Hiddink náði frábærum árangri með landslið sín hér á árum áður en hollenska liðið komst í undanúrslit HM 1998 þegar hann þjálfaði liðið í fyrra skiptið.
Næsti leikur Íslands í undankeppni EM er einmitt á móti Hollandi í Amsterdam næsta haust og þar munu Hollendingar mæta með nýjan þjálfara.
Hollendingar mæta með nýjan þjálfara á móti Íslandi | Hiddink hættur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn

„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“
Íslenski boltinn

Bale af golfvellinum og á skjáinn
Enski boltinn

Hákon Rafn gæti fengið sénsinn
Enski boltinn

„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“
Íslenski boltinn

„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“
Íslenski boltinn


Donnarumma skilinn eftir heima
Enski boltinn

Tap setur Ísland í erfiða stöðu
Handbolti
