Áfram barist um bæinn Debaltseve guðsteinn bjarnason skrifar 18. febrúar 2015 08:15 Úkraínuher bíður átekta við Debaltseve. fréttablaðið/EPA Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, hvetur bæði Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið til þess að fordæma uppreisnarmenn í austanverðu landinu fyrir að virða ekki vopnahléið, sem átti að ganga í gildi um helgina. Átök hafa haldið áfram í landinu, einkum í og kringum bæinn Debaltseve, sem uppreisnarmenn segjast að mestu hafa náð á sitt vald. Hvorki stjórnarherinn né uppreisnarmenn hafa viljað flytja þungavopn sín frá bænum, þótt um það hafi verið samið í síðustu viku. Íbúar Debaltseve voru 25 þúsund en þeir hafa flestir forðað sér vegna átakanna. Nokkur þúsund manns eru þó enn innikróaðir í bænum og búa við alvarlegan skort á matvælum, vatni og fleiri nauðsynjum. Uppreisnarmenn voru búnir að ná Debaltseve á sitt vald á síðasta ári en stjórnarherinn náði honum úr höndum þeirra nú í vetur. Samkvæmt friðarsamkomulagi, sem leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands gerðu í síðustu viku og uppreisnarmenn undirrituðu síðan, eiga stríðandi fylkingar báðar að fara með herlið sitt frá átakalínunni og átti sá brottflutningur að hefjast í gær. Síðustu dagana áður en friðarsamkomulagið var gert hörðnuðu átökin um Debaltseve verulega. Af þeim sökum reyndi Vladímír Pútín Rússlandsforseti, á leiðtogafundinum langa í Minsk í síðustu viku, að fá hina leiðtogana þrjá til að fallast á að fresta gildistöku vopnahlésins, að minnsta kosti þangað til átökunum um Debaltseve lyki. Angela Merkel sagði því í gær að það kæmi engum á óvart að átökin um Debaltseve héldu áfram. Hún ræddi símleiðis við bæði Pútín og Porosjenkó, en hafði daginn áður rætt við Pútín og François Hollande Frakklandsforseta. Bæði símtölin snerust að einhverju leyti um að fá Pútín til að beita uppreisnarmenn þrýstingi, en þýskir fjölmiðlar segja fátt benda til þess að Pútín hafi þokast neitt í þá áttina. Þó var samþykkt að eftirlitsmenn frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu fái aðgang að Debaltseve, eins og kveðið var á um í friðarsamkomulaginu. Uppreisnarmennirnir hafa ekki viljað hleypa þeim þangað. Evrópusambandið hefur hótað Rússum frekari refsiaðgerðum verði ekki staðið við friðarsamkomulagið. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, hvetur bæði Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið til þess að fordæma uppreisnarmenn í austanverðu landinu fyrir að virða ekki vopnahléið, sem átti að ganga í gildi um helgina. Átök hafa haldið áfram í landinu, einkum í og kringum bæinn Debaltseve, sem uppreisnarmenn segjast að mestu hafa náð á sitt vald. Hvorki stjórnarherinn né uppreisnarmenn hafa viljað flytja þungavopn sín frá bænum, þótt um það hafi verið samið í síðustu viku. Íbúar Debaltseve voru 25 þúsund en þeir hafa flestir forðað sér vegna átakanna. Nokkur þúsund manns eru þó enn innikróaðir í bænum og búa við alvarlegan skort á matvælum, vatni og fleiri nauðsynjum. Uppreisnarmenn voru búnir að ná Debaltseve á sitt vald á síðasta ári en stjórnarherinn náði honum úr höndum þeirra nú í vetur. Samkvæmt friðarsamkomulagi, sem leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands gerðu í síðustu viku og uppreisnarmenn undirrituðu síðan, eiga stríðandi fylkingar báðar að fara með herlið sitt frá átakalínunni og átti sá brottflutningur að hefjast í gær. Síðustu dagana áður en friðarsamkomulagið var gert hörðnuðu átökin um Debaltseve verulega. Af þeim sökum reyndi Vladímír Pútín Rússlandsforseti, á leiðtogafundinum langa í Minsk í síðustu viku, að fá hina leiðtogana þrjá til að fallast á að fresta gildistöku vopnahlésins, að minnsta kosti þangað til átökunum um Debaltseve lyki. Angela Merkel sagði því í gær að það kæmi engum á óvart að átökin um Debaltseve héldu áfram. Hún ræddi símleiðis við bæði Pútín og Porosjenkó, en hafði daginn áður rætt við Pútín og François Hollande Frakklandsforseta. Bæði símtölin snerust að einhverju leyti um að fá Pútín til að beita uppreisnarmenn þrýstingi, en þýskir fjölmiðlar segja fátt benda til þess að Pútín hafi þokast neitt í þá áttina. Þó var samþykkt að eftirlitsmenn frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu fái aðgang að Debaltseve, eins og kveðið var á um í friðarsamkomulaginu. Uppreisnarmennirnir hafa ekki viljað hleypa þeim þangað. Evrópusambandið hefur hótað Rússum frekari refsiaðgerðum verði ekki staðið við friðarsamkomulagið.
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira